Nýjasta þjóðhetjan Pyry í viðtali: „Takk, herra forseti!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2017 14:06 Leikmenn finnska landsliðsins fagna hér Pyry í gær eftir að hann skoraði jöfnunarmarkið. vísir/epa Pyry Soiri, leikmaður finnska landsliðsins í knattspyrnu er nýjasta þjóðhetja Íslendinga eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum undir lok leiks þeirra í gær, segist glaður hafa hjálpað bæði liði sínu við að ná góðum úrslitum og svo íslenska liðinu. Rætt var við hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. Ísland sigraði Tyrki 3-0 á útivelli í gær eins og flestir vita en landsmenn biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitunum í leik Finna og Króata þar sem jafntefli þýddi að Ísland myndi tylla sér í toppsæti I-riðils í undankeppni HM. Pyry skoraði jöfnunarmark Finna og eftir að úrslitin voru ljós varð hann á svipstundu hetja í augum okkar Íslendinga. Þannig tóku einhverjir sig til og stofnuðu aðdáendasíðu fyrir Pyry á Facebook þar sem meðlimir eru nú þegar orðnir meira en þrjú þúsund talsins. Pyry hefur aldrei komið til Íslands en segir að nú verði hann að koma til landsins. Hann segist hafa fengið mikið af skemmtilegum og indælum skilaboðum frá Íslendingum seinasta hálfa sólarhringinn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi honum meðal annars skilaboð á Facebook-síðu forsetaembættisins í gær. Þar þakkaði Guðni hinum frábæra Pyry fyrir en Pyry hafði reyndar ekki séð skilaboðin. Hann þakkaði Guðna fyrir í þættinum: „Thank you Mr. President!“ sagði Pyry á ensku sem væri einfaldlega á íslensku „Takk, herra forseti!“ Hlusta má á viðtalið við Pyry í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00 Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Pyry Soiri, leikmaður finnska landsliðsins í knattspyrnu er nýjasta þjóðhetja Íslendinga eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum undir lok leiks þeirra í gær, segist glaður hafa hjálpað bæði liði sínu við að ná góðum úrslitum og svo íslenska liðinu. Rætt var við hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. Ísland sigraði Tyrki 3-0 á útivelli í gær eins og flestir vita en landsmenn biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitunum í leik Finna og Króata þar sem jafntefli þýddi að Ísland myndi tylla sér í toppsæti I-riðils í undankeppni HM. Pyry skoraði jöfnunarmark Finna og eftir að úrslitin voru ljós varð hann á svipstundu hetja í augum okkar Íslendinga. Þannig tóku einhverjir sig til og stofnuðu aðdáendasíðu fyrir Pyry á Facebook þar sem meðlimir eru nú þegar orðnir meira en þrjú þúsund talsins. Pyry hefur aldrei komið til Íslands en segir að nú verði hann að koma til landsins. Hann segist hafa fengið mikið af skemmtilegum og indælum skilaboðum frá Íslendingum seinasta hálfa sólarhringinn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi honum meðal annars skilaboð á Facebook-síðu forsetaembættisins í gær. Þar þakkaði Guðni hinum frábæra Pyry fyrir en Pyry hafði reyndar ekki séð skilaboðin. Hann þakkaði Guðna fyrir í þættinum: „Thank you Mr. President!“ sagði Pyry á ensku sem væri einfaldlega á íslensku „Takk, herra forseti!“ Hlusta má á viðtalið við Pyry í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00 Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00
Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22