Íhugar nú að stofna hönnunarfyrirtæki Guðný Hrönn skrifar 21. ágúst 2017 08:00 Alba Mist er 11 ára og hefur vakið athygli fyrir skartgripahönnun sína. Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. „Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba. „Ég hef hannað ýmsa skartgripi fyrir mig og mömmu í gegnum árin en núna fyrir viku síðan ákvað ég að prófa að gera „tassle“-eyrnalokka. Ég sýndi mömmu lokkana og hún varð svo ánægð með þá að hún ákvað að setja upp Instagram-síðu fyrir mig. Á örfáum dögum fór síðan allt af stað og það er búið að vera brjálað að gera,“ útskýrir Alba. Hún er himinlifandi með síðuna sem mamma hennar hjálpaði henni að búa til. „Það er svo mikið að gerast á Instagram, flott „instastory“ og svoleiðis. Ég er ekki með eigið Facebook enn þá svo mér finnst skemmtilegt að hafa Instagram,“ segir Alba sem birtir afar fallegar ljósmyndir á Instagram-síðunni sinni. „Að taka fallegar myndir er líka áhugamálið mitt svo ég nýt mín vel í þessu öllu,“ segir Alba sem mælir með að áhugasamir skoði Instagram-síðuna hennar, byalbamist. „Þar er hægt að panta eyrnalokkana mína.“ Fólk er ótrúlega jákvætt,“ segir Alba sem er þakklát fyrir athyglina sem hún hefur fengið og er hálforðlaus. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum.“En hvað er skemmtilegast við skartgripahönnun? „Að prófa sig áfram með nýja liti og efni. Ég er alltaf með nýjar hugmyndir og núna á næstunni er svo margt í gangi að ég held næstum því að ég verði að stofna fyrirtæki fljótlega,“ segir hin útsjónarsama Alba.Danskir tískubloggarar í uppáhaldi Alba er fædd í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Alba kveðst elska danska tísku og fylgjast vel með dönskum tískubloggum. „Ég fylgist svolítið mikið með danskri tísku og hönnun svo danskir bloggarar eru í miklu uppáhaldi.“ Aðspurð út í hvað sé langt síðan að áhuginn á tísku og hönnun hafi kviknað segir Alba:„Ég hef eiginlega haft áhugann allt mitt líf vegna þess að mamma mín er menntuð sem hönnuður.“ Þegar Alba er spurð út í hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður fullorðin á hún svolítið erfitt með að svara. „Það er spurning sem ég spyr sjálfa mig oft að en það er kannski erfitt að svara henni í dag. Mér finnst ég hafa hönnuð í blóðinu en hver veit, kannski verð ég bara dýralæknir,“ segir Alba sem er nýflutt og byrjar í Langholtsskóla eftir nokkra daga. „Ég er bæði mjög spennt og kvíðin á sama tíma.“ Krakkar Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. „Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba. „Ég hef hannað ýmsa skartgripi fyrir mig og mömmu í gegnum árin en núna fyrir viku síðan ákvað ég að prófa að gera „tassle“-eyrnalokka. Ég sýndi mömmu lokkana og hún varð svo ánægð með þá að hún ákvað að setja upp Instagram-síðu fyrir mig. Á örfáum dögum fór síðan allt af stað og það er búið að vera brjálað að gera,“ útskýrir Alba. Hún er himinlifandi með síðuna sem mamma hennar hjálpaði henni að búa til. „Það er svo mikið að gerast á Instagram, flott „instastory“ og svoleiðis. Ég er ekki með eigið Facebook enn þá svo mér finnst skemmtilegt að hafa Instagram,“ segir Alba sem birtir afar fallegar ljósmyndir á Instagram-síðunni sinni. „Að taka fallegar myndir er líka áhugamálið mitt svo ég nýt mín vel í þessu öllu,“ segir Alba sem mælir með að áhugasamir skoði Instagram-síðuna hennar, byalbamist. „Þar er hægt að panta eyrnalokkana mína.“ Fólk er ótrúlega jákvætt,“ segir Alba sem er þakklát fyrir athyglina sem hún hefur fengið og er hálforðlaus. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum.“En hvað er skemmtilegast við skartgripahönnun? „Að prófa sig áfram með nýja liti og efni. Ég er alltaf með nýjar hugmyndir og núna á næstunni er svo margt í gangi að ég held næstum því að ég verði að stofna fyrirtæki fljótlega,“ segir hin útsjónarsama Alba.Danskir tískubloggarar í uppáhaldi Alba er fædd í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Alba kveðst elska danska tísku og fylgjast vel með dönskum tískubloggum. „Ég fylgist svolítið mikið með danskri tísku og hönnun svo danskir bloggarar eru í miklu uppáhaldi.“ Aðspurð út í hvað sé langt síðan að áhuginn á tísku og hönnun hafi kviknað segir Alba:„Ég hef eiginlega haft áhugann allt mitt líf vegna þess að mamma mín er menntuð sem hönnuður.“ Þegar Alba er spurð út í hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður fullorðin á hún svolítið erfitt með að svara. „Það er spurning sem ég spyr sjálfa mig oft að en það er kannski erfitt að svara henni í dag. Mér finnst ég hafa hönnuð í blóðinu en hver veit, kannski verð ég bara dýralæknir,“ segir Alba sem er nýflutt og byrjar í Langholtsskóla eftir nokkra daga. „Ég er bæði mjög spennt og kvíðin á sama tíma.“
Krakkar Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira