Íhugar nú að stofna hönnunarfyrirtæki Guðný Hrönn skrifar 21. ágúst 2017 08:00 Alba Mist er 11 ára og hefur vakið athygli fyrir skartgripahönnun sína. Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. „Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba. „Ég hef hannað ýmsa skartgripi fyrir mig og mömmu í gegnum árin en núna fyrir viku síðan ákvað ég að prófa að gera „tassle“-eyrnalokka. Ég sýndi mömmu lokkana og hún varð svo ánægð með þá að hún ákvað að setja upp Instagram-síðu fyrir mig. Á örfáum dögum fór síðan allt af stað og það er búið að vera brjálað að gera,“ útskýrir Alba. Hún er himinlifandi með síðuna sem mamma hennar hjálpaði henni að búa til. „Það er svo mikið að gerast á Instagram, flott „instastory“ og svoleiðis. Ég er ekki með eigið Facebook enn þá svo mér finnst skemmtilegt að hafa Instagram,“ segir Alba sem birtir afar fallegar ljósmyndir á Instagram-síðunni sinni. „Að taka fallegar myndir er líka áhugamálið mitt svo ég nýt mín vel í þessu öllu,“ segir Alba sem mælir með að áhugasamir skoði Instagram-síðuna hennar, byalbamist. „Þar er hægt að panta eyrnalokkana mína.“ Fólk er ótrúlega jákvætt,“ segir Alba sem er þakklát fyrir athyglina sem hún hefur fengið og er hálforðlaus. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum.“En hvað er skemmtilegast við skartgripahönnun? „Að prófa sig áfram með nýja liti og efni. Ég er alltaf með nýjar hugmyndir og núna á næstunni er svo margt í gangi að ég held næstum því að ég verði að stofna fyrirtæki fljótlega,“ segir hin útsjónarsama Alba.Danskir tískubloggarar í uppáhaldi Alba er fædd í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Alba kveðst elska danska tísku og fylgjast vel með dönskum tískubloggum. „Ég fylgist svolítið mikið með danskri tísku og hönnun svo danskir bloggarar eru í miklu uppáhaldi.“ Aðspurð út í hvað sé langt síðan að áhuginn á tísku og hönnun hafi kviknað segir Alba:„Ég hef eiginlega haft áhugann allt mitt líf vegna þess að mamma mín er menntuð sem hönnuður.“ Þegar Alba er spurð út í hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður fullorðin á hún svolítið erfitt með að svara. „Það er spurning sem ég spyr sjálfa mig oft að en það er kannski erfitt að svara henni í dag. Mér finnst ég hafa hönnuð í blóðinu en hver veit, kannski verð ég bara dýralæknir,“ segir Alba sem er nýflutt og byrjar í Langholtsskóla eftir nokkra daga. „Ég er bæði mjög spennt og kvíðin á sama tíma.“ Krakkar Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. „Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba. „Ég hef hannað ýmsa skartgripi fyrir mig og mömmu í gegnum árin en núna fyrir viku síðan ákvað ég að prófa að gera „tassle“-eyrnalokka. Ég sýndi mömmu lokkana og hún varð svo ánægð með þá að hún ákvað að setja upp Instagram-síðu fyrir mig. Á örfáum dögum fór síðan allt af stað og það er búið að vera brjálað að gera,“ útskýrir Alba. Hún er himinlifandi með síðuna sem mamma hennar hjálpaði henni að búa til. „Það er svo mikið að gerast á Instagram, flott „instastory“ og svoleiðis. Ég er ekki með eigið Facebook enn þá svo mér finnst skemmtilegt að hafa Instagram,“ segir Alba sem birtir afar fallegar ljósmyndir á Instagram-síðunni sinni. „Að taka fallegar myndir er líka áhugamálið mitt svo ég nýt mín vel í þessu öllu,“ segir Alba sem mælir með að áhugasamir skoði Instagram-síðuna hennar, byalbamist. „Þar er hægt að panta eyrnalokkana mína.“ Fólk er ótrúlega jákvætt,“ segir Alba sem er þakklát fyrir athyglina sem hún hefur fengið og er hálforðlaus. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum.“En hvað er skemmtilegast við skartgripahönnun? „Að prófa sig áfram með nýja liti og efni. Ég er alltaf með nýjar hugmyndir og núna á næstunni er svo margt í gangi að ég held næstum því að ég verði að stofna fyrirtæki fljótlega,“ segir hin útsjónarsama Alba.Danskir tískubloggarar í uppáhaldi Alba er fædd í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Alba kveðst elska danska tísku og fylgjast vel með dönskum tískubloggum. „Ég fylgist svolítið mikið með danskri tísku og hönnun svo danskir bloggarar eru í miklu uppáhaldi.“ Aðspurð út í hvað sé langt síðan að áhuginn á tísku og hönnun hafi kviknað segir Alba:„Ég hef eiginlega haft áhugann allt mitt líf vegna þess að mamma mín er menntuð sem hönnuður.“ Þegar Alba er spurð út í hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður fullorðin á hún svolítið erfitt með að svara. „Það er spurning sem ég spyr sjálfa mig oft að en það er kannski erfitt að svara henni í dag. Mér finnst ég hafa hönnuð í blóðinu en hver veit, kannski verð ég bara dýralæknir,“ segir Alba sem er nýflutt og byrjar í Langholtsskóla eftir nokkra daga. „Ég er bæði mjög spennt og kvíðin á sama tíma.“
Krakkar Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira