Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2017 12:14 Einar Bárðarson er þakklátur þeim viðbragðsaðilum sem voru til taks í keppninni í gær. Vísir Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi. Slysið varð eftir að drekk fór ofan í rauf á kindahliði og er slysið mikið áfall fyrir keppendur og keppnishaldara. Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará í gærkvöldi er fimm hjólreiðamenn skullu saman og var einn alvarlega slasaður. Hjólreiðarmennirnir voru keppendur í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Þyrla landhelgisgæslunnar var send á svæðið og var veginum í kringum slysstað lokað um tíma.Sjá einnig: Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Einar Bárðarson, eigandi Gullhringsins, segir að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. „Eftir um 47 mínútur af keppninni fengum við hringingu um að það hefði orðið slys við Brúará og við sendum strax alla okkar viðbragðsaðila; sem eru læknir, sjúkrabíll og björgunarsveitaraðila niður eftir. Þá voru komnir, af einstakri tilviljun því að sjúkraflutningar Árnesýslu var komin á vettvang, tveir bílar sem ég held að hafi verið vegna þess að það voru vaktaskipti. Það gerði það að verkum að sjúkrabílar, lögregla, allt okkar viðbraðgsteymi var komið að Brúará á innann við 10 eða 12 mínútum,“ segir Einar. Það sé ótrúlegt miðað við umfang svæðisins. „Ég vona að það hafi gert þetta léttara, þetta var auðvitað mikið áfall fyrir okkur; bæði keppendur og keppnishaldara. Við unnum bara úr þessu eins hratt og við gátum miðað við þær upplýsingar sem við fengum.Hjólið hafnaði ofan í rauf Hann segir að nú muni keppnishaldarar skoða hvort þeir hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir slysið. „Það er þarna rauf í kindahliði sem við vissum ekki af og var alveg ótrúlegt óhapp að hjólreiðamaðurinn hafi farið ofan í. Hann fellur við og tekur aðra með sér niður í fallinu. Við höfum undirbúið okkur fyrir þennan dag alveg síðan að við byrjuðum með þetta keppnishald. Við höfðum ekki upplifað þetta, þangað til í gær, og við þurfum nú að safna öllum upplýsingum saman og sjá hvort það er eitthvað í keppnishaldinu eða mótsstjórninni sem við getum gert betur,“ segir Einar. Hann bætir við að hugur og bænir þeirra séu hjá þeim sem slösuðust. „Og sem betur fer er að koma frá þeim betri fréttir en við þorðum að vona miðað við aðstæður í gær,“ segir Einar Bárðarson. Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi. Slysið varð eftir að drekk fór ofan í rauf á kindahliði og er slysið mikið áfall fyrir keppendur og keppnishaldara. Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará í gærkvöldi er fimm hjólreiðamenn skullu saman og var einn alvarlega slasaður. Hjólreiðarmennirnir voru keppendur í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Þyrla landhelgisgæslunnar var send á svæðið og var veginum í kringum slysstað lokað um tíma.Sjá einnig: Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Einar Bárðarson, eigandi Gullhringsins, segir að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. „Eftir um 47 mínútur af keppninni fengum við hringingu um að það hefði orðið slys við Brúará og við sendum strax alla okkar viðbragðsaðila; sem eru læknir, sjúkrabíll og björgunarsveitaraðila niður eftir. Þá voru komnir, af einstakri tilviljun því að sjúkraflutningar Árnesýslu var komin á vettvang, tveir bílar sem ég held að hafi verið vegna þess að það voru vaktaskipti. Það gerði það að verkum að sjúkrabílar, lögregla, allt okkar viðbraðgsteymi var komið að Brúará á innann við 10 eða 12 mínútum,“ segir Einar. Það sé ótrúlegt miðað við umfang svæðisins. „Ég vona að það hafi gert þetta léttara, þetta var auðvitað mikið áfall fyrir okkur; bæði keppendur og keppnishaldara. Við unnum bara úr þessu eins hratt og við gátum miðað við þær upplýsingar sem við fengum.Hjólið hafnaði ofan í rauf Hann segir að nú muni keppnishaldarar skoða hvort þeir hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir slysið. „Það er þarna rauf í kindahliði sem við vissum ekki af og var alveg ótrúlegt óhapp að hjólreiðamaðurinn hafi farið ofan í. Hann fellur við og tekur aðra með sér niður í fallinu. Við höfum undirbúið okkur fyrir þennan dag alveg síðan að við byrjuðum með þetta keppnishald. Við höfðum ekki upplifað þetta, þangað til í gær, og við þurfum nú að safna öllum upplýsingum saman og sjá hvort það er eitthvað í keppnishaldinu eða mótsstjórninni sem við getum gert betur,“ segir Einar. Hann bætir við að hugur og bænir þeirra séu hjá þeim sem slösuðust. „Og sem betur fer er að koma frá þeim betri fréttir en við þorðum að vona miðað við aðstæður í gær,“ segir Einar Bárðarson.
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51
Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54