Bretar bjartsýnir á samninga við Íslendinga eftir BREXIT Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2017 19:39 Breski sendiherrann á Íslandi segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi ekki að hafa neikvæð áhrif á samskipti þeirra við Ísland. Forsætisráðherra Bretlands segir stefnt að fullri úrsögn úr Evrópusambandinu þannig að Bretar verði ekki hálfgildings meðlimir að því í framtíðinni. Theresa May greindi frá tólf liða áætlun ríkisstjórnar hennar um samningsmarkmið Breta í viðræðum við Evrópusambandið við útgöngu úr sambandinu í ræðu í Lundúnum í dag þar sem sendiherrar allra hinna Evrópusambandsríkjanna voru meðal áheyrenda. Hún sagði Breta vilja djarfan og metnaðarfullan fríverslunarsamning við Evrópusambandið að lokinni útgöngu. „Þessi samningur ætti að gera ráð fyrir eins frjálsum viðskiptum og hægt er,bæði hvað vörur og þjónustu varðar, á milli Bretlands og aðildarríkja ESB. Hann ætti að gefa breskum fyrirtækjum hámarksfrelsi til að versla við og starfa innan evrópska markaðarins og leyfa evrópskum fyrirtækjum að gera það sama í Bretlandi. En ég vil að það komi skýrt fram að það sem ég legg til getur ekki þýtt aðild að innri markaðnum,“ sagði May. Forsætisráðherrann sagði lokasamning landsins við Evrópusambandið um úrsögn úr sambandinu verða lagðan fyrir báðar deildir breska þingsins til staðfestingar eða synjunar. Þá vonaðist hún til að England, Skotland, Wales og Norður Írland gætu sameinast um hagsmuni sína eftir úrsögnina og frjálsar ferðir fólks milli Írska lýðveldisins og Bretlands yrðu tryggðar. „Og þar sem við verðum ekki lengur aðilar að hinum innra markaði þurfum við ekki að leggja fram háar upphæðir til Evrópusambandsins,“ sagði forsætisráðherrann breski. Úrsögnin þýddi að Bretar fengju fulla stjórn á málefnum innflytjenda til landsins en það muni ekki leiða til þess að innflytjendur verði ekki áfram velkomnir til Bretlands, sérstaklega fólk með góða menntun.Munu ekki sætta sig við refsisamning „Samt veit ég að það eru raddir sem kalla eftir refsisamningi sem hegnir Bretlandi og letur önnur ríki til að fara sömu leið. Það væri hörmulegur sjálfsskaði fyrir ríki Evrópu og það væri ekki vinabragð. Bretar myndu ekki, og við gætum ekki sætt okkur við slíka nálgun,“ sagði May. Eftir að Bretar hafa virkjað 50. greinina í aðildarsáttmálanum að Evrópusambandinu í lok mars á þessu ári, verður í nógu að snúast hjá bresku utanríkisþjónustunni í alls kyns samningagerð við önnur ríki, meðal annars við Íslendinga. Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi telur að samband Íslendinga og Breta eigi að geta orðið gott í framtíðinni þar sem forsætisráðherrann boði fríverslunarsamninga við önnur ríki. „Og þessi nýja ríkisstjórn sem er komin til valda á Íslandi virðist vera á svipuðu máli svo ég sé ekki fram á nein vandamál fram undan, eftir Brexit. Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis,“ segir sendiherrann. Íslendingar eru bæði aðilar að EES samningnum og EFTA en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar muni semja beint við Íslendinga eða við EES og eða EFTA ríkin saman. En sendiherrann fundaði með nýjum utanríkisráðherra Íslands í dag. „Það jákvæða sem ég get skýrt frá í London er að Íslendingar eru reiðubúnir að skuldbinda sig og báðir aðilar, Íslendingar og Bretar, verða að ákveða hvernig það verður gert. Það getur verið komið undir vilja hvors aðila um hve langt skal ganga,“ sagði Michael Nevin. Brexit Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Breski sendiherrann á Íslandi segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi ekki að hafa neikvæð áhrif á samskipti þeirra við Ísland. Forsætisráðherra Bretlands segir stefnt að fullri úrsögn úr Evrópusambandinu þannig að Bretar verði ekki hálfgildings meðlimir að því í framtíðinni. Theresa May greindi frá tólf liða áætlun ríkisstjórnar hennar um samningsmarkmið Breta í viðræðum við Evrópusambandið við útgöngu úr sambandinu í ræðu í Lundúnum í dag þar sem sendiherrar allra hinna Evrópusambandsríkjanna voru meðal áheyrenda. Hún sagði Breta vilja djarfan og metnaðarfullan fríverslunarsamning við Evrópusambandið að lokinni útgöngu. „Þessi samningur ætti að gera ráð fyrir eins frjálsum viðskiptum og hægt er,bæði hvað vörur og þjónustu varðar, á milli Bretlands og aðildarríkja ESB. Hann ætti að gefa breskum fyrirtækjum hámarksfrelsi til að versla við og starfa innan evrópska markaðarins og leyfa evrópskum fyrirtækjum að gera það sama í Bretlandi. En ég vil að það komi skýrt fram að það sem ég legg til getur ekki þýtt aðild að innri markaðnum,“ sagði May. Forsætisráðherrann sagði lokasamning landsins við Evrópusambandið um úrsögn úr sambandinu verða lagðan fyrir báðar deildir breska þingsins til staðfestingar eða synjunar. Þá vonaðist hún til að England, Skotland, Wales og Norður Írland gætu sameinast um hagsmuni sína eftir úrsögnina og frjálsar ferðir fólks milli Írska lýðveldisins og Bretlands yrðu tryggðar. „Og þar sem við verðum ekki lengur aðilar að hinum innra markaði þurfum við ekki að leggja fram háar upphæðir til Evrópusambandsins,“ sagði forsætisráðherrann breski. Úrsögnin þýddi að Bretar fengju fulla stjórn á málefnum innflytjenda til landsins en það muni ekki leiða til þess að innflytjendur verði ekki áfram velkomnir til Bretlands, sérstaklega fólk með góða menntun.Munu ekki sætta sig við refsisamning „Samt veit ég að það eru raddir sem kalla eftir refsisamningi sem hegnir Bretlandi og letur önnur ríki til að fara sömu leið. Það væri hörmulegur sjálfsskaði fyrir ríki Evrópu og það væri ekki vinabragð. Bretar myndu ekki, og við gætum ekki sætt okkur við slíka nálgun,“ sagði May. Eftir að Bretar hafa virkjað 50. greinina í aðildarsáttmálanum að Evrópusambandinu í lok mars á þessu ári, verður í nógu að snúast hjá bresku utanríkisþjónustunni í alls kyns samningagerð við önnur ríki, meðal annars við Íslendinga. Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi telur að samband Íslendinga og Breta eigi að geta orðið gott í framtíðinni þar sem forsætisráðherrann boði fríverslunarsamninga við önnur ríki. „Og þessi nýja ríkisstjórn sem er komin til valda á Íslandi virðist vera á svipuðu máli svo ég sé ekki fram á nein vandamál fram undan, eftir Brexit. Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis,“ segir sendiherrann. Íslendingar eru bæði aðilar að EES samningnum og EFTA en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar muni semja beint við Íslendinga eða við EES og eða EFTA ríkin saman. En sendiherrann fundaði með nýjum utanríkisráðherra Íslands í dag. „Það jákvæða sem ég get skýrt frá í London er að Íslendingar eru reiðubúnir að skuldbinda sig og báðir aðilar, Íslendingar og Bretar, verða að ákveða hvernig það verður gert. Það getur verið komið undir vilja hvors aðila um hve langt skal ganga,“ sagði Michael Nevin.
Brexit Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira