Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa verið boðuð til leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri konu sem ekkert hefur spurst til frá aðfaranótt laugardags. Hlé hefur verið gert á leitinni um stund en henni verður framhaldið í birtingu.
Umfangsmikil leit fór fram í allan nótt en hún hefur enn engan árangur boðið. Hún beindist að Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi og nótt, þar sem skópar, eins og hún var í, fannst við höfnina.
Fyrr í gær var leitað í Urriðaholti og í Heiðmörk þar sem farsímasendar þar námu best þegar slökkt var handvirkt á farsíma Birnu á laugardagsmorgninum.
Heldur fækkaði í hópi leitarmanna í nótt en sem fyrr segir verður þeim fjölgað aftur með morgninum.
Allsherjarútkall í birtingu
Tengdar fréttir
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað
"Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur.
Myndir frá umfangsmikilli leit við Hafnarfjarðarhöfn
Lögreglan, sérsveit Ríkislögreglustjóra og björgunarsveitir stóðu fyrir leit við Hafnarfjarðarhöfn í nótt.
Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram
Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum.
Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras
María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf.