Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2017 22:15 Eystribyggð á Grænlandi, landnám Eiríks rauða, er komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem hljóta þennan virðulega sess. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Þingvellir komust á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2004, sem menningar- og náttúruminjastaður sem talinn er hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Surtsey komst á skrána árið 2008 yfir náttúruminjar sem einstök rannsóknarstöð til að fylgjast með þróun lífs frá lokum eldgoss. Frá L'Anse aux Meadows á nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Fornleifar sem þar fundust árið 1960 eftir norræna vikinga komust heimsminjaskrá UNESCO árið 1978.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÁður voru norrænu tóftirnar á L'anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands í Kanada búnar að vera á lista UNESCO frá árinu 1978 en þær eru taldar staðfesta frásagnir Íslendingasagna um siglingar Leifs heppna, Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur til Ameríku í kringum árið 1000. Og nú hefur landnám Eiríks rauða á Grænlandi bæst við en heimsminjanefnd Sameinuðu þjóðanna tilkynnti þetta á ársfundi sínum í Krakow í Póllandi um helgina. 350 ferkílómetra svæði í hinni fornu Eystribyggð er nú skilgreint sem einstakar menningarminjar fyrir heimssöguna, ekki aðeins fornminjarnar heldur einnig landslagið sem vitnisburður um þann landbúnað sem afkomendur Íslendinga stunduðu þar um nærri 500 ára skeið.Íslenskir ferðamenn við rústir Hvalseyjarfjarðarkirkju í Eystribyggð á Grænlandi.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Húsarústirnar sem norrænir menn skyldu eftir sig, eins og dómkirkjurústin í biskupsetrinu að Görðum og Hvalseyjarfjarðarkirkja, eru í raun hluti Íslandssögunnar. Í Landnámabók segir að eftir að Eiríkur rauði sigldi úr Breiðafirði, settist að í Brattahlíð og gaf landinu nafnið Grænland hafi 25 skip siglt þangað með fólk úr Breiðafirði og Borgarfirði til að nema þetta nýja land. Síðustu fréttir sem bárust af norrænu byggðinni er svo frásögn af brúðkaupi Íslendinganna Þorsteins Ólafssonar og Sigríður Björnsdóttur í Hvalseyjarfjarðarkirkju árið 1408. Eftir það hefur ekkert spurst til norrænu þjóðarinnar á Grænlandi en hvarf hennar er ein mesta ráðgáta mannkynssögunnar. Íslenskir ferðamenn skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum, sem lengst af var helsta valdamiðstöð norrænu byggðarinnar á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Landnámssagan er efniviður þáttaraðarinnar Landnemarnir á Stöð 2 en þættirnir eru endursýndir á fimmtudagsmorgnum í sumar. Þátturinn næstkomandi fimmtudag fjallar um papana og er á dagskrá kl. 10.40. Fornminjar Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Eystribyggð á Grænlandi, landnám Eiríks rauða, er komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem hljóta þennan virðulega sess. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Þingvellir komust á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2004, sem menningar- og náttúruminjastaður sem talinn er hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Surtsey komst á skrána árið 2008 yfir náttúruminjar sem einstök rannsóknarstöð til að fylgjast með þróun lífs frá lokum eldgoss. Frá L'Anse aux Meadows á nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Fornleifar sem þar fundust árið 1960 eftir norræna vikinga komust heimsminjaskrá UNESCO árið 1978.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÁður voru norrænu tóftirnar á L'anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands í Kanada búnar að vera á lista UNESCO frá árinu 1978 en þær eru taldar staðfesta frásagnir Íslendingasagna um siglingar Leifs heppna, Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur til Ameríku í kringum árið 1000. Og nú hefur landnám Eiríks rauða á Grænlandi bæst við en heimsminjanefnd Sameinuðu þjóðanna tilkynnti þetta á ársfundi sínum í Krakow í Póllandi um helgina. 350 ferkílómetra svæði í hinni fornu Eystribyggð er nú skilgreint sem einstakar menningarminjar fyrir heimssöguna, ekki aðeins fornminjarnar heldur einnig landslagið sem vitnisburður um þann landbúnað sem afkomendur Íslendinga stunduðu þar um nærri 500 ára skeið.Íslenskir ferðamenn við rústir Hvalseyjarfjarðarkirkju í Eystribyggð á Grænlandi.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Húsarústirnar sem norrænir menn skyldu eftir sig, eins og dómkirkjurústin í biskupsetrinu að Görðum og Hvalseyjarfjarðarkirkja, eru í raun hluti Íslandssögunnar. Í Landnámabók segir að eftir að Eiríkur rauði sigldi úr Breiðafirði, settist að í Brattahlíð og gaf landinu nafnið Grænland hafi 25 skip siglt þangað með fólk úr Breiðafirði og Borgarfirði til að nema þetta nýja land. Síðustu fréttir sem bárust af norrænu byggðinni er svo frásögn af brúðkaupi Íslendinganna Þorsteins Ólafssonar og Sigríður Björnsdóttur í Hvalseyjarfjarðarkirkju árið 1408. Eftir það hefur ekkert spurst til norrænu þjóðarinnar á Grænlandi en hvarf hennar er ein mesta ráðgáta mannkynssögunnar. Íslenskir ferðamenn skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum, sem lengst af var helsta valdamiðstöð norrænu byggðarinnar á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Landnámssagan er efniviður þáttaraðarinnar Landnemarnir á Stöð 2 en þættirnir eru endursýndir á fimmtudagsmorgnum í sumar. Þátturinn næstkomandi fimmtudag fjallar um papana og er á dagskrá kl. 10.40.
Fornminjar Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00