„Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 10. júlí 2017 19:00 Erla var flutt, íklædd hálskraga, með sjúkrabíl til borgarinnar. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. Erla var á meðal fremstu hjólreiðamanna þegar félagi hennar, fyrir framan hana, féll af hjólinu þar sem hann hjólaði yfir kindahlið, það er rimla í götunni. Þau fyrir aftan féllu koll af kolli með þeim afleiðingum að fimm slösuðust alvarlega og fleiri hlutu skrámur. Erla Sigurlaug segir í samtali við Vísi að alltaf geti komið upp slys í hjólreiðum. Íþróttin hefur notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Kia Gullhringurinn verið meðal hátinda hvers árs hjá áhugafólki um hjólin. Slysið á Laugarvatni var þó þess eðlis að fyrir það hefði mátt koma. Það var því ekki því um að kenna að hjólreiðamaður hafi klesst á annan hjólreiðamann eða gert slík mistök. Nokkur kindahlið eru á leiðinni sem hjóluð var á laugardaginn og hefur verið hjóluð undanfarin ár. Á hliðinu er rauf sem hjól vinar Erlu festist í. Hefur hann verið á sjúkrahúsi síðan en er á góðum batavegi, eins og Erla. Erla vill ekki kenna neinum um slysið sem varð á laugardaginn. „Það geta alltaf komið upp slys. En það þarf hér eftir að setja ákveðna öryggisstandarda í hjólreiðakeppnum,“ segir Erla. Hún minnir á að íþróttin sé enn að ryðja sér til rúms hér á landi. Varðandi kindahliðin hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið með til dæmis plönkum eða mottum. Þetta megi aldrei koma fyrir aftur.Erla segist strax eftir slysið hafa fundið fyrir óbærilegum verk í öxlinni.„Hjólreiðasamband Íslands er nýtt samband sem heldur öll Íslands- og bikarmót og er með flotta umgjörð utan um þau mót samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Kia Gullhringurinn er einkaframtak og fellur því ekki undir sambandið. En það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Erla sem man ekki mikið eftir slysinu sjálfu.Með óbærilega verki í vinstri öxlinni Slysið hafi gerst á augabragði og til marks um það þá pikkfestist hjólið hjá félaganum hennar sem var fyrir framan hana en þau hjóluðu í stórum hópi eins og gert er í hóphjólreiðum. Hún áætlar að þau hafi verið á rúmlega 50 kílómetra hraða og að um 12 til 15 manns hafi dottið og meitt sig á einn eða annan hátt. „Við hendumst öll sem erum fyrir aftan og til hliðar við hann sem datt fyrir framan okkur,“ segir Erla. „Ég fann strax fyrir óbærilegum verkjum í vinstri öxlinni og var illt í hálsinum, átti erfitt með að halda haus,“ lýsir Erla sem segir fólk á vettvangi hafa verið fljótt að stökkva til aðstoðar og bjóða stuðning og teppi. Hún segir það hafa verið hræðilegt að sjá félaga sinn liggja við hliðina á sér, líflausan með andlitið í götuna og engan hjálm, en hann hafði þá dottið af eða brotnað í látunum.Erla slapp óbrotin frá fallinuSkalf og grét af sjokki og sársauka Skammt undan hafi annar legið með stóran skurð á framhandlegg þar sem blóðið „gúlpaðist út“ eftir að hafa fengið tannhjól í hendina. „Það var blóð og brotin hjól út um allt. Ég bara skalf og grét. Af sjokki og sársauka,“ segir Erla sem sett var í hálskraga og gert að hreyfa sig ekki meðan hún var flutt með sjúkrabíl af slysstað. „Ég man ekki eftir þeirri ferð nema að ég var alltaf að hreyfa tærnar til að vera viss um að ég væri ekki lömuð, skíthrædd sem sagt.“ Erla var á slysadeild fram undir morgun við myndatökur og rannsóknar. „Ég hló og grínaðist af gleði þegar niðurstöður úr bæði skanna og röntgen sýndu engin broin bein,“ segir Erla sem þakkaði fyrir að vera á lífi um leið og hún grét það að hjólasumarið sitt væri búið. Hún er þakklát öllum þeim sem komu henni og félögum hennar til aðstoðar eftir slysið. Erla segist ekki af baki dottin og ætlar sér að verða komna aftur á hjólið um leið og öxlin leyfir.Rætt var við vin einn þeirra sem slösuðust í Reykjavík síðdegis í dag og má hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. Erla var á meðal fremstu hjólreiðamanna þegar félagi hennar, fyrir framan hana, féll af hjólinu þar sem hann hjólaði yfir kindahlið, það er rimla í götunni. Þau fyrir aftan féllu koll af kolli með þeim afleiðingum að fimm slösuðust alvarlega og fleiri hlutu skrámur. Erla Sigurlaug segir í samtali við Vísi að alltaf geti komið upp slys í hjólreiðum. Íþróttin hefur notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Kia Gullhringurinn verið meðal hátinda hvers árs hjá áhugafólki um hjólin. Slysið á Laugarvatni var þó þess eðlis að fyrir það hefði mátt koma. Það var því ekki því um að kenna að hjólreiðamaður hafi klesst á annan hjólreiðamann eða gert slík mistök. Nokkur kindahlið eru á leiðinni sem hjóluð var á laugardaginn og hefur verið hjóluð undanfarin ár. Á hliðinu er rauf sem hjól vinar Erlu festist í. Hefur hann verið á sjúkrahúsi síðan en er á góðum batavegi, eins og Erla. Erla vill ekki kenna neinum um slysið sem varð á laugardaginn. „Það geta alltaf komið upp slys. En það þarf hér eftir að setja ákveðna öryggisstandarda í hjólreiðakeppnum,“ segir Erla. Hún minnir á að íþróttin sé enn að ryðja sér til rúms hér á landi. Varðandi kindahliðin hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið með til dæmis plönkum eða mottum. Þetta megi aldrei koma fyrir aftur.Erla segist strax eftir slysið hafa fundið fyrir óbærilegum verk í öxlinni.„Hjólreiðasamband Íslands er nýtt samband sem heldur öll Íslands- og bikarmót og er með flotta umgjörð utan um þau mót samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Kia Gullhringurinn er einkaframtak og fellur því ekki undir sambandið. En það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Erla sem man ekki mikið eftir slysinu sjálfu.Með óbærilega verki í vinstri öxlinni Slysið hafi gerst á augabragði og til marks um það þá pikkfestist hjólið hjá félaganum hennar sem var fyrir framan hana en þau hjóluðu í stórum hópi eins og gert er í hóphjólreiðum. Hún áætlar að þau hafi verið á rúmlega 50 kílómetra hraða og að um 12 til 15 manns hafi dottið og meitt sig á einn eða annan hátt. „Við hendumst öll sem erum fyrir aftan og til hliðar við hann sem datt fyrir framan okkur,“ segir Erla. „Ég fann strax fyrir óbærilegum verkjum í vinstri öxlinni og var illt í hálsinum, átti erfitt með að halda haus,“ lýsir Erla sem segir fólk á vettvangi hafa verið fljótt að stökkva til aðstoðar og bjóða stuðning og teppi. Hún segir það hafa verið hræðilegt að sjá félaga sinn liggja við hliðina á sér, líflausan með andlitið í götuna og engan hjálm, en hann hafði þá dottið af eða brotnað í látunum.Erla slapp óbrotin frá fallinuSkalf og grét af sjokki og sársauka Skammt undan hafi annar legið með stóran skurð á framhandlegg þar sem blóðið „gúlpaðist út“ eftir að hafa fengið tannhjól í hendina. „Það var blóð og brotin hjól út um allt. Ég bara skalf og grét. Af sjokki og sársauka,“ segir Erla sem sett var í hálskraga og gert að hreyfa sig ekki meðan hún var flutt með sjúkrabíl af slysstað. „Ég man ekki eftir þeirri ferð nema að ég var alltaf að hreyfa tærnar til að vera viss um að ég væri ekki lömuð, skíthrædd sem sagt.“ Erla var á slysadeild fram undir morgun við myndatökur og rannsóknar. „Ég hló og grínaðist af gleði þegar niðurstöður úr bæði skanna og röntgen sýndu engin broin bein,“ segir Erla sem þakkaði fyrir að vera á lífi um leið og hún grét það að hjólasumarið sitt væri búið. Hún er þakklát öllum þeim sem komu henni og félögum hennar til aðstoðar eftir slysið. Erla segist ekki af baki dottin og ætlar sér að verða komna aftur á hjólið um leið og öxlin leyfir.Rætt var við vin einn þeirra sem slösuðust í Reykjavík síðdegis í dag og má hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51
Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14
Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42