Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Gissur Sigurðsson skrifar 10. júlí 2017 13:48 Það er ekki nóg með að Vestfjarðagöng, þar sem slys varð um helgina, og fleiri göng á landinu standist ekki öryggissúttekt EuroRap í Evrópu, heldur eru fern göng að hluta til klædd að innan með eldfimum efnum. Ólafur Guðmundsson starfsmaður EuroRap hér á landi segir að nokkur jarðgöng hérlendis standist alls ekki kröfur sem gerðar eru til jarðganga á meginlandinu. Það sé fyrir margra hluta sakir, til að mynda hvað varðar breidd þeirra í ljós breytts umferðarmagns. Þá eru sum þeirra klædd mjög eldfimum efnum - „sem eru fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag,“ segir Ólafur. Hann segir að þó megi nota þessa klæðningu í jarðgöngum sé gert ráð fyrir því að sprautað sé steypu innan á hana, sem er gert í öðrum göngum. Það hafi hins vegar aldrei verið gert þarna, sennilega til að spara peninga að sögn Ólafs. Hann segir að Vestfjarðargöngin séu „klárlega“ hættuleg hvað þetta varðar - en þetta séu ekki einu göngin sem klædd eru með þessu efni. Strákagöng, Múlagöng og göngin sem verið er að leggja í Oddskarði séu einnig klædd þessu eldfima efni. „Út frá öryggissjónarmiðum er þetta alls ekki ásættanlegt. Þetta eru líka afskekktar byggðir, eins og Suðureyri, sem yrðu algjörlega afkróaaðar ef eitthvað kæmi upp á í göngunum,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort ráðlegra væri að breikka göng eða hreinlega grafa ný til að koma í veg fyrir slys sambærilegu því og varð um helgina telur Ólafur það ekki vera „neitt stórmál“ að breikka svona göng. Þetta sé þó auðvitað spurning um kostnaðarmat. Spjall þeirra Gissurar Sigurðssonar og Ólafs má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Það er ekki nóg með að Vestfjarðagöng, þar sem slys varð um helgina, og fleiri göng á landinu standist ekki öryggissúttekt EuroRap í Evrópu, heldur eru fern göng að hluta til klædd að innan með eldfimum efnum. Ólafur Guðmundsson starfsmaður EuroRap hér á landi segir að nokkur jarðgöng hérlendis standist alls ekki kröfur sem gerðar eru til jarðganga á meginlandinu. Það sé fyrir margra hluta sakir, til að mynda hvað varðar breidd þeirra í ljós breytts umferðarmagns. Þá eru sum þeirra klædd mjög eldfimum efnum - „sem eru fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag,“ segir Ólafur. Hann segir að þó megi nota þessa klæðningu í jarðgöngum sé gert ráð fyrir því að sprautað sé steypu innan á hana, sem er gert í öðrum göngum. Það hafi hins vegar aldrei verið gert þarna, sennilega til að spara peninga að sögn Ólafs. Hann segir að Vestfjarðargöngin séu „klárlega“ hættuleg hvað þetta varðar - en þetta séu ekki einu göngin sem klædd eru með þessu efni. Strákagöng, Múlagöng og göngin sem verið er að leggja í Oddskarði séu einnig klædd þessu eldfima efni. „Út frá öryggissjónarmiðum er þetta alls ekki ásættanlegt. Þetta eru líka afskekktar byggðir, eins og Suðureyri, sem yrðu algjörlega afkróaaðar ef eitthvað kæmi upp á í göngunum,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort ráðlegra væri að breikka göng eða hreinlega grafa ný til að koma í veg fyrir slys sambærilegu því og varð um helgina telur Ólafur það ekki vera „neitt stórmál“ að breikka svona göng. Þetta sé þó auðvitað spurning um kostnaðarmat. Spjall þeirra Gissurar Sigurðssonar og Ólafs má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira