Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2017 14:42 Einar segist miður sín yfir slysinu, og ætlar að gera allt til að koma í veg fyrir að slys sem þessi endurtaki sig. vísir „Maður getur ekki fyrirbyggt slys. En það sem maður getur gert er að undirbúa teymið í kringum sig þannig að viðbrögðin verði, eins og í þessu tilfelli, ævintýralega snögg.“ Þetta segir Einar Bárðarson, eigandi hjólreiðakeppninnar Kia-gullhringsins sem fór fram um síðastliðna helgi. Að minnsta kosti fimm slösuðust í keppninni eftir að dekk eins hjólsins fór ofan í rauf á kindahliði. Einn var í fyrstu talinn alvarlega slasaður en verður útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.Gripið til allra öryggisráðstafana Einar segir að gripið hafi verið til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppni. Hins vegar leynist hætturnar víða á opnum þjóðvegi á Íslandi, en að farið verði enn betur yfir öryggismál fyrir næstu keppni. „Þetta er 106 kílómetra leið. Það er verið að keppa á opnum þjóðvegi með umverð og við tökum það fram þegar fólk skráir sig á mótið að það sé með þessum hætti. En við munum að sjálfsögðu reyna að gera betur næst og reyna að koma í veg fyrir svona hluti,“ segir hann. Þá hafi viðbragðsaðilar allir verið til taks allan tímann. „Við erum með lækni á svæðinu. Við erum með björgunarsveitarbíl, fengum sjúkraflutninga og lögregluna í Árnessýslu til þess að vera með bíl á Laugarvatni sem gerði það að verkum að á innan við tíu mínútum var nánast allt tiltækt björgunarlið komið.“Síðustu dagar þeir erfiðustu Einar ítrekar að farið hafi verið í ítarlega brautarskoðun fyrir mót. Reyndustu hjólreiðamennirnir hafi sömuleiðis skoðað brautina sjálfir, en þessi sami hringur hefur verið hjólaður fimm sinnum áður. Þá hafi fólk verið meðvitað um að það þyrfti að fara varlega yfir ristarhliðin. „Það er hrikalega erfitt að vita til þess að fólk hafi slasast i þessari keppni. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að standa í henni og erum öll að reyna að vinna úr þessu, og munum að sjálfsögðu leita allra leiða til að koma í veg fyrir svona. En þetta er slys, fyrst og fremst. Aðstæður eru ýmis konar; það eru holur í vegum víða, laust sauðfé á beit í köntum og alls konar hættur,“ segir hann og bætir við að hann sé miður sín yfir atvikinu. „Síðustu tveir sólarhringar hafa verið með þeim erfiðari sem ég hef gengið í gegnum. En núna förum við í að endurskoða hlutina og ákveða næstu skref.“ Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
„Maður getur ekki fyrirbyggt slys. En það sem maður getur gert er að undirbúa teymið í kringum sig þannig að viðbrögðin verði, eins og í þessu tilfelli, ævintýralega snögg.“ Þetta segir Einar Bárðarson, eigandi hjólreiðakeppninnar Kia-gullhringsins sem fór fram um síðastliðna helgi. Að minnsta kosti fimm slösuðust í keppninni eftir að dekk eins hjólsins fór ofan í rauf á kindahliði. Einn var í fyrstu talinn alvarlega slasaður en verður útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.Gripið til allra öryggisráðstafana Einar segir að gripið hafi verið til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppni. Hins vegar leynist hætturnar víða á opnum þjóðvegi á Íslandi, en að farið verði enn betur yfir öryggismál fyrir næstu keppni. „Þetta er 106 kílómetra leið. Það er verið að keppa á opnum þjóðvegi með umverð og við tökum það fram þegar fólk skráir sig á mótið að það sé með þessum hætti. En við munum að sjálfsögðu reyna að gera betur næst og reyna að koma í veg fyrir svona hluti,“ segir hann. Þá hafi viðbragðsaðilar allir verið til taks allan tímann. „Við erum með lækni á svæðinu. Við erum með björgunarsveitarbíl, fengum sjúkraflutninga og lögregluna í Árnessýslu til þess að vera með bíl á Laugarvatni sem gerði það að verkum að á innan við tíu mínútum var nánast allt tiltækt björgunarlið komið.“Síðustu dagar þeir erfiðustu Einar ítrekar að farið hafi verið í ítarlega brautarskoðun fyrir mót. Reyndustu hjólreiðamennirnir hafi sömuleiðis skoðað brautina sjálfir, en þessi sami hringur hefur verið hjólaður fimm sinnum áður. Þá hafi fólk verið meðvitað um að það þyrfti að fara varlega yfir ristarhliðin. „Það er hrikalega erfitt að vita til þess að fólk hafi slasast i þessari keppni. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að standa í henni og erum öll að reyna að vinna úr þessu, og munum að sjálfsögðu leita allra leiða til að koma í veg fyrir svona. En þetta er slys, fyrst og fremst. Aðstæður eru ýmis konar; það eru holur í vegum víða, laust sauðfé á beit í köntum og alls konar hættur,“ segir hann og bætir við að hann sé miður sín yfir atvikinu. „Síðustu tveir sólarhringar hafa verið með þeim erfiðari sem ég hef gengið í gegnum. En núna förum við í að endurskoða hlutina og ákveða næstu skref.“
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51
Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14
Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54