Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Fólk tekur myndir af skemmdum í Schanzenviertel stórmarkaðnum. Mótmælendur unnu miklar skemmdir þegar fundur G20 ríkjanna fór fram. vísir/epa Reiði og hneykslan ríkir í Þýskalandi vegna óeirða í tengslum við G20 fundinn í Hamborg. Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina til að halda í skefjum nokkur hundruð mótmælendum sem skemmdu bíla, stálu úr búðum og köstuðu Molotov-kokteilum á fundinum sem fram fór á föstudag og laugardag. Tugþúsundir annarra mótmælenda mótmæltu friðsamlega við sama tilefni. Tæplega 480 lögreglumenn hlutu meiðsl í mótmælunum; skurði, brunasár eftir flugelda og augnskemmdir eftir laserbendla. Lögreglan greindi frá því í gær að 186 manns hefðu verið handteknir. Þýskir fréttamiðlar vörðu umtalsvert meira plássi í myndir af átökum lögreglunnar við mótmælendur en af fundum Merkel kanslara með leiðtogum annarra þjóða. „Skömm fyrir Þýskaland“ var fyrirsögn í þýska blaðinu Tagesspiegel. Einn af dálkahöfundum blaðsins, Gerd Nowakowski, sagði að myndir af máttlausri lögreglu í baráttu við mótmælendur væru pólitískt stórslys. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birti myndir af grímuklæddum mótmælendum og lögreglunni með fyrirsögninni „Glæpamenn og grey“. Inni í blaðinu lýsti stjórnmálafræðingur atburðarásinni í mótmælunum og sagði þau hafa verið mjög ofbeldisfull. Heimspressan hefur beint kastljósinu meira að fundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundinum og að skoðunum Bandaríkjaforseta á loftslagsmálum. Skoðanakönnun sýnir að meirihluti Þjóðverja, 59 prósent, telur að óeirðirnar skemmi ímynd Þýskalands jafnvel þótt ofbeldi hafi haft áhrif á fjölda alþjóðafunda víða um heim í gegnum árin. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og Reuters fréttastofan segir að íbúar séu þekktir fyrir að vera róttækir vinstrisinnar. Merkel kanslari hefur varið val sitt á Hamborg sem fundarstað og sagði að slíkir fundir hefðu verið haldnir í öðrum stórborgum, eins og Lundúnum. Merkel hafði viljað sýna aðilum G20, þar á meðal Pútín og Erdogan, forseta Tyrklands, að hún aðhylltist tjáningarfrelsi og hafnaði fullyrðingum um að sumar borgir gætu ekki haldið viðburð af þessu tagi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Reiði og hneykslan ríkir í Þýskalandi vegna óeirða í tengslum við G20 fundinn í Hamborg. Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina til að halda í skefjum nokkur hundruð mótmælendum sem skemmdu bíla, stálu úr búðum og köstuðu Molotov-kokteilum á fundinum sem fram fór á föstudag og laugardag. Tugþúsundir annarra mótmælenda mótmæltu friðsamlega við sama tilefni. Tæplega 480 lögreglumenn hlutu meiðsl í mótmælunum; skurði, brunasár eftir flugelda og augnskemmdir eftir laserbendla. Lögreglan greindi frá því í gær að 186 manns hefðu verið handteknir. Þýskir fréttamiðlar vörðu umtalsvert meira plássi í myndir af átökum lögreglunnar við mótmælendur en af fundum Merkel kanslara með leiðtogum annarra þjóða. „Skömm fyrir Þýskaland“ var fyrirsögn í þýska blaðinu Tagesspiegel. Einn af dálkahöfundum blaðsins, Gerd Nowakowski, sagði að myndir af máttlausri lögreglu í baráttu við mótmælendur væru pólitískt stórslys. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birti myndir af grímuklæddum mótmælendum og lögreglunni með fyrirsögninni „Glæpamenn og grey“. Inni í blaðinu lýsti stjórnmálafræðingur atburðarásinni í mótmælunum og sagði þau hafa verið mjög ofbeldisfull. Heimspressan hefur beint kastljósinu meira að fundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundinum og að skoðunum Bandaríkjaforseta á loftslagsmálum. Skoðanakönnun sýnir að meirihluti Þjóðverja, 59 prósent, telur að óeirðirnar skemmi ímynd Þýskalands jafnvel þótt ofbeldi hafi haft áhrif á fjölda alþjóðafunda víða um heim í gegnum árin. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og Reuters fréttastofan segir að íbúar séu þekktir fyrir að vera róttækir vinstrisinnar. Merkel kanslari hefur varið val sitt á Hamborg sem fundarstað og sagði að slíkir fundir hefðu verið haldnir í öðrum stórborgum, eins og Lundúnum. Merkel hafði viljað sýna aðilum G20, þar á meðal Pútín og Erdogan, forseta Tyrklands, að hún aðhylltist tjáningarfrelsi og hafnaði fullyrðingum um að sumar borgir gætu ekki haldið viðburð af þessu tagi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira