Innlent

Erfitt að koma vörum á milli lands og Eyja

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Eyjamenn vilja fjölga ferðum Herjólfs.
Eyjamenn vilja fjölga ferðum Herjólfs. vísir/eyþór
Fyrirtæki í matvælavinnslu í Vestmannaeyjum hafa sent fimm ráðherrum erindi þar sem þess er krafist að ferðum Herjólfs verði fjölgað úr sex í átta í sumar. Í erindinu segir að þær fáu ferðir sem Herjólfur sigli á hverjum degi dugi ekki til þess að anna eftirspurn ferðamanna, sjávarútvegsfyrirtækja eða Vestmannaeyinga.

Elliði Vignisson bæjarstjóri segir forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðunni. Fyrirtækin eigi orðið í erfiðleikum með að koma vörum og hráefni á milli lands og Eyja. „Við getum ekki horft upp á tækifærin tapast og hráefni skemmast vegna þess að ríkið skammtar ekki nógu margar ferðir með Herjólfi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×