Sjómenn uggandi vegna verðfalls Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Gengisstyrking krónunnar skýrir ekki verðfallið á fiskmörkuðum að öllu leyti. Verðið hefur lækkað um meira en 50 prósent milli ára. vísir/stefán Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að þær verðlækkanir sem hafa orðið á fiskmörkuðum í sumar valdi sjómönnum miklum áhyggjum. Verði þær viðvarandi gætu þær reynst þjóðarbúinu afar dýrkeyptar. Engin einhlít skýring hefur fundist á lækkununum. „Ef þorskverðið heldur áfram að lækka svona gríðarlega, þá munu áhrifin á þjóðarbúið koma fljótt í ljós þar sem þorskur er um 45 prósent af öllu aflaverðmæti. Þannig munu laun allra sjómanna lækka sem leiðir til minnkandi tekna sveitarfélaga í formi útsvars og annarra gjalda. Þannig að lækkunin smitar út frá sér. Það er engin spurning um það. Og ef hún verður viðvarandi, sem ég vona auðvitað ekki, þá er alvarleikinn mikill,“ segir hann í samtali við blaðið. Dæmi eru um að verð á óslægðum þorski hafi lækkað um 52 prósent á milli ára. Meðalverð á fiskmörkuðum í lok júnímánaðar var 157 krónur á kíló en kílóverðið var 327 krónur á sama tíma í fyrra. Örn segir að mikil gengisstyrking krónunnar skýri þessa lækkun að einhverju leyti, en þó ekki að öllu. Einnig hafi kostnaður við vinnslu hækkað og þá hafi stóru sjávarútvegsfyrirtækin ekki keypt eins mikið af fiski í sumar og síðustu sumur. Kaupendahópurinn sé því annar en áður. Það geti skýrt lækkunina að hluta. Lækkanirnar hafa, að sögn Arnar, dregið úr áhuga sjómanna og jafnframt leitt til þess að mun færri stunda strandveiðar í ár en í fyrra. „En sumir vilja blása á móti og ég veit til dæmis um strandveiðimenn sem hafa verið að hugleiða það að kanna útflutning á fiski í gámum til þess að selja á erlenda markaði,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að þær verðlækkanir sem hafa orðið á fiskmörkuðum í sumar valdi sjómönnum miklum áhyggjum. Verði þær viðvarandi gætu þær reynst þjóðarbúinu afar dýrkeyptar. Engin einhlít skýring hefur fundist á lækkununum. „Ef þorskverðið heldur áfram að lækka svona gríðarlega, þá munu áhrifin á þjóðarbúið koma fljótt í ljós þar sem þorskur er um 45 prósent af öllu aflaverðmæti. Þannig munu laun allra sjómanna lækka sem leiðir til minnkandi tekna sveitarfélaga í formi útsvars og annarra gjalda. Þannig að lækkunin smitar út frá sér. Það er engin spurning um það. Og ef hún verður viðvarandi, sem ég vona auðvitað ekki, þá er alvarleikinn mikill,“ segir hann í samtali við blaðið. Dæmi eru um að verð á óslægðum þorski hafi lækkað um 52 prósent á milli ára. Meðalverð á fiskmörkuðum í lok júnímánaðar var 157 krónur á kíló en kílóverðið var 327 krónur á sama tíma í fyrra. Örn segir að mikil gengisstyrking krónunnar skýri þessa lækkun að einhverju leyti, en þó ekki að öllu. Einnig hafi kostnaður við vinnslu hækkað og þá hafi stóru sjávarútvegsfyrirtækin ekki keypt eins mikið af fiski í sumar og síðustu sumur. Kaupendahópurinn sé því annar en áður. Það geti skýrt lækkunina að hluta. Lækkanirnar hafa, að sögn Arnar, dregið úr áhuga sjómanna og jafnframt leitt til þess að mun færri stunda strandveiðar í ár en í fyrra. „En sumir vilja blása á móti og ég veit til dæmis um strandveiðimenn sem hafa verið að hugleiða það að kanna útflutning á fiski í gámum til þess að selja á erlenda markaði,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira