Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Elvar Geir Magnússon í Mýrinni skrifar 25. apríl 2017 21:45 Helena Rut Örvarsdóttir reynir að brjótast í gegnum vörn Gróttu. vísir/eyþór Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1 í kvöld. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. Stjarnan vann afar sannfærandi fimm marka sigur í Mýrinni í kvöld. Liðið tók yfirhöndina í fyrri hálfleik og lokaði algjörlega á sóknarleik Gróttu. Gestirnir náðu að halda leiknum á smá lífi í seinni hálfleik en Stjörnuliðið hafði forystuna frá upphafi til enda. Ef liðið ætlar að fylgja þessu eftir verður það að vinna næstu tvo leiki til að koma sér í úrslitaeinvígið. Reynsluboltarnir Rakel Dögg Bragadóttir og Sólveig Lára Kjærnested skinu skært í leiknum í kvöld og skoruðu samtal 11 af mörkum Garðabæjarliðsins. Í aðdraganda leiksins var lítið rætt um handbolta heldur sigur Gróttu í öðrum leiknum. Liðið vann á kærumáli eins og mikið hefur verið fjallað um. Það mál virtist blása enn meiri orku í Garðabæjarliðið sem fagnaði vel hverju atviki sem féll því í skaut í kvöld. Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 7, Sólveig Lára Kjærnested 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3/3, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Helena Rut Örvarsdóttir 1. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 14.Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 4/1, Unnur Ómarsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Thompson 2, Emma Havin Sardarsdóttir 1. Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 15.Halldór Harri var ánægður með varnarleik Gróttu í kvöld.vísir/ernirHalldór Harri: Náðum að nýta reiðina rétt„Þetta var óvenjulegur aðdragandi að leiknum en þetta var líka óvanalegt fyrir hitt liðið. Við tókum bara vel á því, áttum ágætis spjall í gær og gerðum okkur bara klárar,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill kraftur í okkur í dag og það sýnir það að við erum tilbúnar að við fengum 14 mörk á okkur. Þetta mál þjappaði hópnum saman og við unnum vel á því.“ „Þetta var virkilega góð byrjun á þessum leik í kvöld. Markmaðurinn var góður og vörnin virkilega góð. Auðvitað hefðum við viljað sjá okkur spila meira léttleikandi sóknarlega en vörn vinnur leiki og þannig var það í dag.“ „Við sem erum að þjálfa höfum bara verið að fókusera á handboltann. Maður var ekki sáttur út af þessu máli en við náðum að nýta reiðina rétt.“Kári í þungum þönkum á hliðarlínunni í kvöld.vísir/eyþórKári: Er bara verktaki með 150 þúsund á mánuðiÞjálfari Gróttu viðurkenndi að það hafi verið furðulegt að undirbúa leikinn í ljósi atburða síðustu daga. „Þegar úrskurðurinn kom fór ýmislegt í gang. Það er sérstakur dagur að baki en maður reyndi eins og maður gat að svara ekki alveg öllum símtölum, frá 365 og fleiri aðilum. Maður reyndi að halda fókus á leikinn. Ég neita því ekki að þetta var sérstakt,“ segir Kári Garðarsson. Telur hann að þetta mál hafi haft áhrif á spilamennsku liðanna í kvöld? „Ég held að það hafi klárlega haft áhrif á umgjörð leiksins. Það var mun meira fjallað um leikinn og mætingin mun betri. Umræðan var kannski á neikvæðu rófi. Það getur vel verið að þetta hafi haft einhver áhrif. Það verða sérfróðir menn að finna út.“ Var Kári sjálfur hlynntur því að þessi kæra yrði lögð fram? „Ég kom ekki að því máli. Ég lét bara stjórnina alfarið um það og sagði ekki mína skoðun á því. Hvort þetta yrði af eða á.“ En er það ekki óeðlilegt að hann fái ekkert að segja um þetta? „Nei ég er bara verktaki sem fæ 150 þúsund krónur á mánuði fyrir að þjálfa handbolta. Þetta er ekkert sem ég velti mikið fyrir mér enda vildi ég ekkert blanda mér í þetta. Ég vildi bara að stjórnin myndi taka þá ákvörðun sem hún teldi best að taka,“ segir Kári sem tekur undir það að hann vilji auðvitað að úrslitin ráðist helst á vellinum sjálfum. „Þetta er leiðindamál og mjög óheppilegt. Þetta er ekki að gerast á hverjum degi en reglur eru víst reglur og það verður að fara eftir þeim.“ Kári segir að Grótta hafi spilað arfaslakan sóknarleik í kvöld og það hafi farið með leikinn. „Sóknarleikurinn var lélegur nánast allan tímann og við náðum ekki upp neinu floti. Næsta verkefni er á fimmtudaginn og við verðum að núllstilla okkur og skilja við þessi leiðindi sem eru að baki. Við reynum að læra af þessum leik og komast í úrslitaeinvígið,“ segir Kári Garðarsson.Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst á vellinum með sjö mörk.vísir/eyþórLEIK LOKIÐ 19-14: Stjarnan minnkar muninn í einvíginu í 2-1. Næsti leikur á Seltjarnarnesi á fimmtudag.59. mín 17-14: Grótta tekur leikhlé. Lítið eftir. Grótta þarf kraftaverk. Ég er hræddur um að arfadapur fyrri hálfleikur hafi algjörlega farið með þetta hjá gestunum. 57. mín 17-14: Unnur skorar og heldur Gróttu lifandi. Tíminn samt naumur. Það þarf að koma túrbó-endir á þessum leik svo að Grótta geti komið þessu í framlengingu. 54. mín 17-13: Aðalheiður Hreinsdóttir með tvö mikilvæg mörk fyrir Stjörnuna með stuttu millibili. Svo skýtur Grótta í stöngina. Garðabæjarliðið getur náð fimm marka forskoti.53. mín 16-13: Grótta fór í sókn og gat minnkað muninn í tvö mörk, gert þetta að alvöru spennuleik en þær köstuðu boltanum klaufalega út af. Svona mistök eru bara ekki í boði þegar staðan er þessi.51. mín 16-13: Sóknarleikurinn hjá Gróttu mun markvissari en í fyrri hálfleiknum, en betur má ef duga skal. Heiða í marki Stjörnunnar að taka sitt þrettánda varða skot í þessum skrifuðu orðum.48. mín 15-11: Þetta hefur verið glíma síðustu mínútur og lítið um mörk. Selma komin skyndilega með 11 skot varin í marki Gróttu.43. mín 14-11: Það hefur breytt miklu fyrir Gróttu og fyrir leikinn að Selma Þóra Jóhannsdóttir er komin í betri gír í markinu eftir frekar dapran fyrri hálfleik. Nú var Þórey Anna að fá tveggja mínútna brottvísun og skilur lítið í því.42. mín 14-11: Grótta nær aðeins að saxa á þetta. Kári þjálfari Gróttu fékk gula spjaldið fyrir kjaft áðan og fögnuðu áhorfendur á bandi Stjörnunnar mikið þegar dómarinn lyfti upp gula spjaldinu.40. mín 14-10: Bylmingsskot að hætti Bjarna Fel! Þórey Anna Ásgeirsdóttir með rosalegt skot í slá og inn. Minnkar muninn í fjögur mörk.36. mín 14-9: Svakaleg hávörn hjá Stjörnunni sem vinnur boltann. Lovísa Thompson er svo rekin á bekkinn með sína aðra brottvísun í leiknum.34. mín 13-9: Sunna María skorar sitt þriðja mark í leiknum og minnkar muninn í fjögur mörk. Stjarnan missir leikmann af velli með brottvísun. Nær Grótta að nýta sér þennan kafla?32. mín 12-7: Seinni hálfleikur kominn á fulla siglingu. Spennandi að sjá hvort Grótta ætli að bjóða okkur upp á leik hérna í kvöld. Kári Garðarsson verður að galdra eitthvað almennilegt upp úr erminni.Hálfleikur: Liðin mætt aftur út á völlinn og allt að verða klárt fyrir seinni hálfleikinn. Ég búinn að fá mér kaffibolla og allir í stuði, allavega heimafólk.Hálfleikur 12-7:Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2 (2 víti), Stefanía Theodórsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 11. Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Lovísa Thompson 1, Emma Havin Sardarsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1. Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 2.29. mín 12-6: Þetta er allt saman enn í öruggum höndum Stjörnuliðsins. Rakel Dögg var að labba í gegnum Gróttuvörnina og skora enn eitt markið sitt.27. mín 11-5: Anna Úrsúla fékk þriðju brottvísun Gróttu á stuttum tíma. Algjörlega tilgangslaust brot. Grótta verður að halda haus þrátt fyrir mótætið.24. mín 10-4: Hanna Guðrún skorar af vítalínunni. Grótta í miklu basli og er tveimur færri þessa stundina eftir tvö klaufaleg brot. Það þarf mikið að breytast hjá gestaliðinu hérna ef það ætlar að klára þetta einvígi í kvöld.21. mín 9-4: Eftir sex Stjörnumörk í röð náði Grótta loks að skora handboltamark! Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld.19. mín 9-3: Sex marka munur. Rakel Dögg að skora sitt fjórða mark, Sólveig Lára komin með þrjú. Markvörður Gróttu átti að gera betur þarna. Það lekur allt inn hjá Stjörnunni á meðan sóknarleikur Gróttu er mjög fyrirsjáanlegur og hugmyndasnauður.17. mín 7-3: Gríðarlegur hugur í Stjörnuliðinu sem fagnar hverju einasta misheppnaða skoti Gróttu. Þetta kærumál hefur væntanlega peppað Garðabæjarliðið enn betur upp og það er að ná að binda vörnina afskaplega vel saman. Grótta tekur leikhlé. Stjarnan miklu betra liðið.14. mín 6-3: Grótta fékk fyrstu brottvísun leiksins og Stjarnan nýtir sér liðsmuninn til þess að komast þremur mörkum yfir. Stefanía Theodórsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í þessum leik.12. mín 5-3: Sunna María Einarsdóttir klúðraði víti hjá Gróttu þegar liðið gat jafnað metin. Rakel Dögg Bragadóttir refsaði fyrir þetta klúður og kom Stjörnunni tveimur mörkum yfir, með sínu öðru marki.9. mín 3-3: Byrjunarskjálftinn farinn og liðin farin að nýta sóknirnar sínar betur.6. mín 1-1: Það sést á spilamennsku liðanna að spennustigið er nokkuð hátt í þessum leik. Fín mæting, bæði lið með trommur og þokkalegustu læti. Lovísa jafnaði fyrir Gróttu.3. mín 1-0: Fyrsta markið er komið og það gerði Sólveig Lára Kjærnested. Annars er talsvert um mistök á báða bóga hér í upphafi.1. mín 0-0: Leikurinn er hafinn og hann hefst á því að Lovísa Thompson á skot sem Heiða Ingólfsdóttir í marki Stjörnunnar ver vel.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks. Eyjólfur Garðarsson, hirðljósmyndari Gróttu, er mættur í hús. Lætur sig ekki vanta þegar Grótta keppir, sama hver íþróttin er. Grill-ilmurinn umlykur allt íþróttahúsið. Þá fer stuðið að hefjast.Fyrir leik: Er kominn með skýrsluna í hendurnar, svei mér þá ef hún er ekki bara löglega fyllt út. Ekkert 10-0 framundan í kvöld. Styttist í leikinn og allir bara í góðum gír.Fyrir leik: Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur sjá um að dæma leikinn í kvöld. Líklegt að þeir muni hafa í nægu að snúast í kvöld.Fyrir leik: "Reykjavík er okkar" með Emmsjé Gauta í græjunum. Hressandi þegar keppnisliðin eru frá Garðabæ og Seltjarnarnesi.Fyrir leik: Þrátt fyrir öll lætin í aðdraganda leiksins þá er allt með rólegasta móti hér í Mýrinni þegar 20 mínútur eru í leik. Liðin að hita upp við einhverja Verzló tónlist. Páló stuðningsmaður Stjörnunnar var fyrsti áhorfandinn í hús og fyrir utan er verið að grilla borgara.Fyrir leik: Það er ekki að ástæðulausu sem Breiðhyltingur var fenginn til að skrifa um þennan leik. Það er gríðarlegur hiti eftir síðustu viðureign þessara liða en það hefur ekki farið framhjá nokkrum íþróttaáhugamanni. Mistök hjá liðsstjóra Stjörnunnar við skýrsluútfyllingu gerði það að verkum að einn leikmaður Stjörnunnar var ekki á skýrslunni. Grótta kærði og fékk dæmdan 10-0 sigur, í leik sem Stjarnan hafði unnið. Sitt sýnist hverjum um þá niðurstöðu. Það sýður á Stjörnufólki og gæti verið góður hiti í kvöld. Staðan í þessu einvígi er því 2-0 fyrir Gróttu en ekki 1-1, vegna kærumálsins.Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð og velkomin með okkur í Mýrina. Hér má búast við hörkuslag þar sem Stjarnan þarf nauðsynlega að vinna til að fara ekki í sumarfrí. Í rauninni þarf liðið að vinna þrjá leiki núna í röð til að koma sér í úrslitin. Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1 í kvöld. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. Stjarnan vann afar sannfærandi fimm marka sigur í Mýrinni í kvöld. Liðið tók yfirhöndina í fyrri hálfleik og lokaði algjörlega á sóknarleik Gróttu. Gestirnir náðu að halda leiknum á smá lífi í seinni hálfleik en Stjörnuliðið hafði forystuna frá upphafi til enda. Ef liðið ætlar að fylgja þessu eftir verður það að vinna næstu tvo leiki til að koma sér í úrslitaeinvígið. Reynsluboltarnir Rakel Dögg Bragadóttir og Sólveig Lára Kjærnested skinu skært í leiknum í kvöld og skoruðu samtal 11 af mörkum Garðabæjarliðsins. Í aðdraganda leiksins var lítið rætt um handbolta heldur sigur Gróttu í öðrum leiknum. Liðið vann á kærumáli eins og mikið hefur verið fjallað um. Það mál virtist blása enn meiri orku í Garðabæjarliðið sem fagnaði vel hverju atviki sem féll því í skaut í kvöld. Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 7, Sólveig Lára Kjærnested 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3/3, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Helena Rut Örvarsdóttir 1. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 14.Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 4/1, Unnur Ómarsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Thompson 2, Emma Havin Sardarsdóttir 1. Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 15.Halldór Harri var ánægður með varnarleik Gróttu í kvöld.vísir/ernirHalldór Harri: Náðum að nýta reiðina rétt„Þetta var óvenjulegur aðdragandi að leiknum en þetta var líka óvanalegt fyrir hitt liðið. Við tókum bara vel á því, áttum ágætis spjall í gær og gerðum okkur bara klárar,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill kraftur í okkur í dag og það sýnir það að við erum tilbúnar að við fengum 14 mörk á okkur. Þetta mál þjappaði hópnum saman og við unnum vel á því.“ „Þetta var virkilega góð byrjun á þessum leik í kvöld. Markmaðurinn var góður og vörnin virkilega góð. Auðvitað hefðum við viljað sjá okkur spila meira léttleikandi sóknarlega en vörn vinnur leiki og þannig var það í dag.“ „Við sem erum að þjálfa höfum bara verið að fókusera á handboltann. Maður var ekki sáttur út af þessu máli en við náðum að nýta reiðina rétt.“Kári í þungum þönkum á hliðarlínunni í kvöld.vísir/eyþórKári: Er bara verktaki með 150 þúsund á mánuðiÞjálfari Gróttu viðurkenndi að það hafi verið furðulegt að undirbúa leikinn í ljósi atburða síðustu daga. „Þegar úrskurðurinn kom fór ýmislegt í gang. Það er sérstakur dagur að baki en maður reyndi eins og maður gat að svara ekki alveg öllum símtölum, frá 365 og fleiri aðilum. Maður reyndi að halda fókus á leikinn. Ég neita því ekki að þetta var sérstakt,“ segir Kári Garðarsson. Telur hann að þetta mál hafi haft áhrif á spilamennsku liðanna í kvöld? „Ég held að það hafi klárlega haft áhrif á umgjörð leiksins. Það var mun meira fjallað um leikinn og mætingin mun betri. Umræðan var kannski á neikvæðu rófi. Það getur vel verið að þetta hafi haft einhver áhrif. Það verða sérfróðir menn að finna út.“ Var Kári sjálfur hlynntur því að þessi kæra yrði lögð fram? „Ég kom ekki að því máli. Ég lét bara stjórnina alfarið um það og sagði ekki mína skoðun á því. Hvort þetta yrði af eða á.“ En er það ekki óeðlilegt að hann fái ekkert að segja um þetta? „Nei ég er bara verktaki sem fæ 150 þúsund krónur á mánuði fyrir að þjálfa handbolta. Þetta er ekkert sem ég velti mikið fyrir mér enda vildi ég ekkert blanda mér í þetta. Ég vildi bara að stjórnin myndi taka þá ákvörðun sem hún teldi best að taka,“ segir Kári sem tekur undir það að hann vilji auðvitað að úrslitin ráðist helst á vellinum sjálfum. „Þetta er leiðindamál og mjög óheppilegt. Þetta er ekki að gerast á hverjum degi en reglur eru víst reglur og það verður að fara eftir þeim.“ Kári segir að Grótta hafi spilað arfaslakan sóknarleik í kvöld og það hafi farið með leikinn. „Sóknarleikurinn var lélegur nánast allan tímann og við náðum ekki upp neinu floti. Næsta verkefni er á fimmtudaginn og við verðum að núllstilla okkur og skilja við þessi leiðindi sem eru að baki. Við reynum að læra af þessum leik og komast í úrslitaeinvígið,“ segir Kári Garðarsson.Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst á vellinum með sjö mörk.vísir/eyþórLEIK LOKIÐ 19-14: Stjarnan minnkar muninn í einvíginu í 2-1. Næsti leikur á Seltjarnarnesi á fimmtudag.59. mín 17-14: Grótta tekur leikhlé. Lítið eftir. Grótta þarf kraftaverk. Ég er hræddur um að arfadapur fyrri hálfleikur hafi algjörlega farið með þetta hjá gestunum. 57. mín 17-14: Unnur skorar og heldur Gróttu lifandi. Tíminn samt naumur. Það þarf að koma túrbó-endir á þessum leik svo að Grótta geti komið þessu í framlengingu. 54. mín 17-13: Aðalheiður Hreinsdóttir með tvö mikilvæg mörk fyrir Stjörnuna með stuttu millibili. Svo skýtur Grótta í stöngina. Garðabæjarliðið getur náð fimm marka forskoti.53. mín 16-13: Grótta fór í sókn og gat minnkað muninn í tvö mörk, gert þetta að alvöru spennuleik en þær köstuðu boltanum klaufalega út af. Svona mistök eru bara ekki í boði þegar staðan er þessi.51. mín 16-13: Sóknarleikurinn hjá Gróttu mun markvissari en í fyrri hálfleiknum, en betur má ef duga skal. Heiða í marki Stjörnunnar að taka sitt þrettánda varða skot í þessum skrifuðu orðum.48. mín 15-11: Þetta hefur verið glíma síðustu mínútur og lítið um mörk. Selma komin skyndilega með 11 skot varin í marki Gróttu.43. mín 14-11: Það hefur breytt miklu fyrir Gróttu og fyrir leikinn að Selma Þóra Jóhannsdóttir er komin í betri gír í markinu eftir frekar dapran fyrri hálfleik. Nú var Þórey Anna að fá tveggja mínútna brottvísun og skilur lítið í því.42. mín 14-11: Grótta nær aðeins að saxa á þetta. Kári þjálfari Gróttu fékk gula spjaldið fyrir kjaft áðan og fögnuðu áhorfendur á bandi Stjörnunnar mikið þegar dómarinn lyfti upp gula spjaldinu.40. mín 14-10: Bylmingsskot að hætti Bjarna Fel! Þórey Anna Ásgeirsdóttir með rosalegt skot í slá og inn. Minnkar muninn í fjögur mörk.36. mín 14-9: Svakaleg hávörn hjá Stjörnunni sem vinnur boltann. Lovísa Thompson er svo rekin á bekkinn með sína aðra brottvísun í leiknum.34. mín 13-9: Sunna María skorar sitt þriðja mark í leiknum og minnkar muninn í fjögur mörk. Stjarnan missir leikmann af velli með brottvísun. Nær Grótta að nýta sér þennan kafla?32. mín 12-7: Seinni hálfleikur kominn á fulla siglingu. Spennandi að sjá hvort Grótta ætli að bjóða okkur upp á leik hérna í kvöld. Kári Garðarsson verður að galdra eitthvað almennilegt upp úr erminni.Hálfleikur: Liðin mætt aftur út á völlinn og allt að verða klárt fyrir seinni hálfleikinn. Ég búinn að fá mér kaffibolla og allir í stuði, allavega heimafólk.Hálfleikur 12-7:Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2 (2 víti), Stefanía Theodórsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 11. Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Lovísa Thompson 1, Emma Havin Sardarsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1. Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 2.29. mín 12-6: Þetta er allt saman enn í öruggum höndum Stjörnuliðsins. Rakel Dögg var að labba í gegnum Gróttuvörnina og skora enn eitt markið sitt.27. mín 11-5: Anna Úrsúla fékk þriðju brottvísun Gróttu á stuttum tíma. Algjörlega tilgangslaust brot. Grótta verður að halda haus þrátt fyrir mótætið.24. mín 10-4: Hanna Guðrún skorar af vítalínunni. Grótta í miklu basli og er tveimur færri þessa stundina eftir tvö klaufaleg brot. Það þarf mikið að breytast hjá gestaliðinu hérna ef það ætlar að klára þetta einvígi í kvöld.21. mín 9-4: Eftir sex Stjörnumörk í röð náði Grótta loks að skora handboltamark! Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld.19. mín 9-3: Sex marka munur. Rakel Dögg að skora sitt fjórða mark, Sólveig Lára komin með þrjú. Markvörður Gróttu átti að gera betur þarna. Það lekur allt inn hjá Stjörnunni á meðan sóknarleikur Gróttu er mjög fyrirsjáanlegur og hugmyndasnauður.17. mín 7-3: Gríðarlegur hugur í Stjörnuliðinu sem fagnar hverju einasta misheppnaða skoti Gróttu. Þetta kærumál hefur væntanlega peppað Garðabæjarliðið enn betur upp og það er að ná að binda vörnina afskaplega vel saman. Grótta tekur leikhlé. Stjarnan miklu betra liðið.14. mín 6-3: Grótta fékk fyrstu brottvísun leiksins og Stjarnan nýtir sér liðsmuninn til þess að komast þremur mörkum yfir. Stefanía Theodórsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í þessum leik.12. mín 5-3: Sunna María Einarsdóttir klúðraði víti hjá Gróttu þegar liðið gat jafnað metin. Rakel Dögg Bragadóttir refsaði fyrir þetta klúður og kom Stjörnunni tveimur mörkum yfir, með sínu öðru marki.9. mín 3-3: Byrjunarskjálftinn farinn og liðin farin að nýta sóknirnar sínar betur.6. mín 1-1: Það sést á spilamennsku liðanna að spennustigið er nokkuð hátt í þessum leik. Fín mæting, bæði lið með trommur og þokkalegustu læti. Lovísa jafnaði fyrir Gróttu.3. mín 1-0: Fyrsta markið er komið og það gerði Sólveig Lára Kjærnested. Annars er talsvert um mistök á báða bóga hér í upphafi.1. mín 0-0: Leikurinn er hafinn og hann hefst á því að Lovísa Thompson á skot sem Heiða Ingólfsdóttir í marki Stjörnunnar ver vel.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks. Eyjólfur Garðarsson, hirðljósmyndari Gróttu, er mættur í hús. Lætur sig ekki vanta þegar Grótta keppir, sama hver íþróttin er. Grill-ilmurinn umlykur allt íþróttahúsið. Þá fer stuðið að hefjast.Fyrir leik: Er kominn með skýrsluna í hendurnar, svei mér þá ef hún er ekki bara löglega fyllt út. Ekkert 10-0 framundan í kvöld. Styttist í leikinn og allir bara í góðum gír.Fyrir leik: Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur sjá um að dæma leikinn í kvöld. Líklegt að þeir muni hafa í nægu að snúast í kvöld.Fyrir leik: "Reykjavík er okkar" með Emmsjé Gauta í græjunum. Hressandi þegar keppnisliðin eru frá Garðabæ og Seltjarnarnesi.Fyrir leik: Þrátt fyrir öll lætin í aðdraganda leiksins þá er allt með rólegasta móti hér í Mýrinni þegar 20 mínútur eru í leik. Liðin að hita upp við einhverja Verzló tónlist. Páló stuðningsmaður Stjörnunnar var fyrsti áhorfandinn í hús og fyrir utan er verið að grilla borgara.Fyrir leik: Það er ekki að ástæðulausu sem Breiðhyltingur var fenginn til að skrifa um þennan leik. Það er gríðarlegur hiti eftir síðustu viðureign þessara liða en það hefur ekki farið framhjá nokkrum íþróttaáhugamanni. Mistök hjá liðsstjóra Stjörnunnar við skýrsluútfyllingu gerði það að verkum að einn leikmaður Stjörnunnar var ekki á skýrslunni. Grótta kærði og fékk dæmdan 10-0 sigur, í leik sem Stjarnan hafði unnið. Sitt sýnist hverjum um þá niðurstöðu. Það sýður á Stjörnufólki og gæti verið góður hiti í kvöld. Staðan í þessu einvígi er því 2-0 fyrir Gróttu en ekki 1-1, vegna kærumálsins.Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð og velkomin með okkur í Mýrina. Hér má búast við hörkuslag þar sem Stjarnan þarf nauðsynlega að vinna til að fara ekki í sumarfrí. Í rauninni þarf liðið að vinna þrjá leiki núna í röð til að koma sér í úrslitin.
Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira