Einstök staða í frönskum stjórnmálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Emmanuel Macron er kvæntur Brigitte Marie-Claude Macron. Hún er tæpum 25 árum eldri en hann og kenndi honum í menntaskóla. Vísir/EPA Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. Þetta þykir benda til þess að fjárfestar veðji á sigur Emmanuels Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí næstkomandi. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn og keppir því við Marine Le Pen sem fékk 21,4 prósent. Helstu keppinautar þeirra Macrons og Le Pen hafa lýst stuðningi við Macron og beðið kjósendur um að taka afstöðu gegn öfgahyggju. Það hefur fráfarandi forseti, Francois Hollande, líka gert. Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, var stúdent í París á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur fylgst vel með frönskum stjórnmálum. Hann telur víst að Macron sigri í annarri umferð nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég geri ráð fyrir að kosningaþátttaka verði töluvert minni í þessari umferð en fyrri umferðinni. Vegna þess að bæði til vinstri og hægri er sá mórall að hann vinni þetta hvort eð er og menn vilja ekkert sérstaklega styðja hann,“ segir Mörður. Hann segir mestu spennuna framundan vera þingkosningarnar í júní. „Macron hefur engan flokk heldur er nýbúinn að stofna samtök að baki sér. Þau eru ekki reyndur flokkur með skipulag um allt land. Það verður því erfitt fyrir hann að fóta sig í þingkosningum,“ segir Mörður en bætir við að Macron hafi þó boðað framboð á landsvísu í þingkosningunum. „Hann nær nánast örugglega ekki meirihluta með því framboði og því lítur út fyrir að meirihluti þingsins verði gegn honum eða þá að það verði enginn skýr meirihluti í þinginu. Hann þarf því að reiða sig á eitthvert bandalag í þinginu og það hefur ekki gerst í franskri pólitík síðan 1958,“ segir Mörður. Frakkar muni því ganga í gegnum stjórnskipulega tilraun sem ekki hafi verið gengið í gegnum áður. Mörður segir að slæmt efnahagsástand í Frakklandi skýri skelfilega útreið rótgrónu stjórnmálaaflanna, en í sumum aldurshópum nær atvinnuleysi allt upp í 25 prósent. „Þetta er kreppan bara, Frakkland hefur verið seint upp úr kreppunni og svo eru vonbrigði með Hollande og stjórn hans. Því að hún lofaði mörgu, hefur staðið við sumt af því, en þau loforð byggðust á því að það ykist hagvöxtur,“ segir Mörður. Efnahagslífið hafi ekki batnað að verulegu leyti og atvinnuástandið lítt skánað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. Þetta þykir benda til þess að fjárfestar veðji á sigur Emmanuels Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí næstkomandi. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn og keppir því við Marine Le Pen sem fékk 21,4 prósent. Helstu keppinautar þeirra Macrons og Le Pen hafa lýst stuðningi við Macron og beðið kjósendur um að taka afstöðu gegn öfgahyggju. Það hefur fráfarandi forseti, Francois Hollande, líka gert. Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, var stúdent í París á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur fylgst vel með frönskum stjórnmálum. Hann telur víst að Macron sigri í annarri umferð nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég geri ráð fyrir að kosningaþátttaka verði töluvert minni í þessari umferð en fyrri umferðinni. Vegna þess að bæði til vinstri og hægri er sá mórall að hann vinni þetta hvort eð er og menn vilja ekkert sérstaklega styðja hann,“ segir Mörður. Hann segir mestu spennuna framundan vera þingkosningarnar í júní. „Macron hefur engan flokk heldur er nýbúinn að stofna samtök að baki sér. Þau eru ekki reyndur flokkur með skipulag um allt land. Það verður því erfitt fyrir hann að fóta sig í þingkosningum,“ segir Mörður en bætir við að Macron hafi þó boðað framboð á landsvísu í þingkosningunum. „Hann nær nánast örugglega ekki meirihluta með því framboði og því lítur út fyrir að meirihluti þingsins verði gegn honum eða þá að það verði enginn skýr meirihluti í þinginu. Hann þarf því að reiða sig á eitthvert bandalag í þinginu og það hefur ekki gerst í franskri pólitík síðan 1958,“ segir Mörður. Frakkar muni því ganga í gegnum stjórnskipulega tilraun sem ekki hafi verið gengið í gegnum áður. Mörður segir að slæmt efnahagsástand í Frakklandi skýri skelfilega útreið rótgrónu stjórnmálaaflanna, en í sumum aldurshópum nær atvinnuleysi allt upp í 25 prósent. „Þetta er kreppan bara, Frakkland hefur verið seint upp úr kreppunni og svo eru vonbrigði með Hollande og stjórn hans. Því að hún lofaði mörgu, hefur staðið við sumt af því, en þau loforð byggðust á því að það ykist hagvöxtur,“ segir Mörður. Efnahagslífið hafi ekki batnað að verulegu leyti og atvinnuástandið lítt skánað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00