Fyrirséð að fjárhagstjón verður umtalsvert Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2017 14:45 Verksmiðja United Silicon í Helguvík Vísir/Eyþór Fyrirséð er að fjárhagslegt tap vegna stöðvunar á starfsemi United Silicon í Helguvík verður mikið, segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá fyrirtækinu. Alls óvíst er hvenær framleiðsla getur hafist að nýju. „Við töpum umtalsverðum fjárhæðum á hverjum einasta degi. En það er ekki okkar fókus heldur að finna lausn á þessum vanda,“ segir Kristleifur, sem vill þó ekki gefa upp hvert fjárhagstjónið er talið verða í krónum talið.Störf gætu verið í hættu Hátt í sjötíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og gætu störf þeirra verið í hættu. Kristleifur segir hins vegar of snemmt að fullyrða um slíkt. „Það eru öll störf í hættu ef verksmiðjan fer ekki aftur í gang en engin störf í hættu ef við komumst aftur í gang. En þá verður bara fjölgun á starfsfólki,“ segir hann. Umhverfisstofnun ákvað með bréfi sínu í gær að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Hún verður ekki endurræst að nýju fyrr en hægt verður að skýra lyktarmengun sem íbúar í nágrenni verksmiðjunnar hafa ítrekað kvartað undan og ráðist hefur verið í úrbætur vegna þessa.Allra leiða leitað Fyrirtækið gerði ekki athugasemdir við ákvörðunina en hefur leitað til ráðgjafafyrirtækis í Noregi til þess að reyna að leysa vandamál verksmiðjunnar. „Við erum að vinna í okkar málum með öllum þeim sérfræðingum sem fáanlegir eru. Við verðum með alla þessa sérfræðinga plús Umhverfisstofnun þegar við störtum upp og við stefnum á að koma með lausnir sem lágmarka þessa lykt og ætlum að koma þessu í almennilegt ástand.“ Þá segist hann aðspurður ekki vita hvenær hægt verði að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar, en samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar þarf United Silicon sérstakt leyfi til gangsetningarinnar, ásamt því sem það þarf að upplýsa íbúa Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Kristmundur segist þó geta fullyrt að ofninn verði ekki ræstur í þessari viku. United Silicon Tengdar fréttir Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fyrirséð er að fjárhagslegt tap vegna stöðvunar á starfsemi United Silicon í Helguvík verður mikið, segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá fyrirtækinu. Alls óvíst er hvenær framleiðsla getur hafist að nýju. „Við töpum umtalsverðum fjárhæðum á hverjum einasta degi. En það er ekki okkar fókus heldur að finna lausn á þessum vanda,“ segir Kristleifur, sem vill þó ekki gefa upp hvert fjárhagstjónið er talið verða í krónum talið.Störf gætu verið í hættu Hátt í sjötíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og gætu störf þeirra verið í hættu. Kristleifur segir hins vegar of snemmt að fullyrða um slíkt. „Það eru öll störf í hættu ef verksmiðjan fer ekki aftur í gang en engin störf í hættu ef við komumst aftur í gang. En þá verður bara fjölgun á starfsfólki,“ segir hann. Umhverfisstofnun ákvað með bréfi sínu í gær að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Hún verður ekki endurræst að nýju fyrr en hægt verður að skýra lyktarmengun sem íbúar í nágrenni verksmiðjunnar hafa ítrekað kvartað undan og ráðist hefur verið í úrbætur vegna þessa.Allra leiða leitað Fyrirtækið gerði ekki athugasemdir við ákvörðunina en hefur leitað til ráðgjafafyrirtækis í Noregi til þess að reyna að leysa vandamál verksmiðjunnar. „Við erum að vinna í okkar málum með öllum þeim sérfræðingum sem fáanlegir eru. Við verðum með alla þessa sérfræðinga plús Umhverfisstofnun þegar við störtum upp og við stefnum á að koma með lausnir sem lágmarka þessa lykt og ætlum að koma þessu í almennilegt ástand.“ Þá segist hann aðspurður ekki vita hvenær hægt verði að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar, en samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar þarf United Silicon sérstakt leyfi til gangsetningarinnar, ásamt því sem það þarf að upplýsa íbúa Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Kristmundur segist þó geta fullyrt að ofninn verði ekki ræstur í þessari viku.
United Silicon Tengdar fréttir Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07