Kosningateymi franski forsetaframbjóðandans Emmanuel Macron hefur staðfest að fimm tölvuárásir hafi verið gerðar á skrifstofur framboðsins síðan í janúar. Tölvuþrjótum hafi þó ekki tekist að komast yfir eða hafa áhrif á gögn.
Reuters greinir frá þessu. „Emmanuel Macron er eini frambjóðandinn í frönsku forsetakosningunum sem var ráðist á,“ segir í yfirlýsingu frá En Marche, stjórnmálahreyfingar Macron.
„Það kemur ekkert á óvart ef Emmanuel Macron, síðasti framsækni frambjóðandinn í kosningunum, sé helsta skotmarkið,“ segir í yfirlýsingunni.
Teymi Macron segir að rannsókn öryggisfyrirtækisins Trend Micro hafi leitt í ljós að njósnasamtök sem ganga undir nafni „Pawn Storm“ hafi ráðist á skrifstofur Macron.
Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, munu mætast í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí.
Macron staðfestir að tölvuþrjótar hafi ráðist á skrifstofur hans

Tengdar fréttir

Tölvuþrjótar herja á Macron
Tölvuþrjótar reyna nú að koma fæti fyrir Emmanuel Macron og framboð hans til forseta Frakklands, samkvæmt öryggissérfræðingum.

Liðtækur píanóspilari og tangódansari og dáir sparkbox
Emmanuel Macron hefur í raun snúið frönskum stjórnmálum á hvolf og bendir nú allt til að hann verði næsti forseti landsins.

Skammar dóttur sína fyrir ekki nógu Trumplega baráttu
Faðir forsetaframbjóðans Marine Le Pen vandaði dóttur sinni ekki kveðjurnar í samtali við RTL útvarpsstöðina í morgun.