Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Áslaug Arna segir það valda sér vonbrigðum að nota eigi boð og bönn í stað forvarna. Vísir/Anton Brink „Finnst ráðherra þetta vera meðalhóf og eðlilegt frumvarp miðað við þær litlu rannsóknar sem liggja fyrir á skaðsemi þessara rafsígaretta? Og ef þetta er meðalhóf, væri þá ekki meðalhóf að veiða rjúpu með sprengju?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata sameinuðust í andstöðu við frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafsígarettur. „Það olli mér töluverðum vonbrigðum að sjá frumvarpið, að við séum enn og aftur að líta til boða, takmarkana og banna í stað forvarna. Og að það sé komið frumvarp um eitthvað tól sem ég taldi ekki skaðlegt,“ sagði Áslaug Arna jafnframt. Hildur Sverrisdóttir, flokksystir hennar, tók undir gagnrýni hennar. „Mer finnst mjög dapurlegt að það eigi að fella lög um rafrettur undir tóbaksvarnalög,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og spurði Óttar hvort hann væri opinn fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann benti á að frumvarpið hefði sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá neytendum. Gunnar I. Guðmundsson, flokksbróðir Birgittu, gagnrýndi frumvarpið líka. „Væri ekki sniðugt að búa til sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki vera með sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað,“ sagði hann. „Mínar megináhyggjur eru þær að okkar besta þekking í dag bendir til að þessar vörur séu þrátt fyrir allt talsvert hollari en þær vörur sem menn neyta í dag, sem eru venjulegar sígarettur. Þannig að jafnvel þótt neysla á nikótíni myndi eitthvað aukast þá væru heildaráhrifin hugsanlega jákvæð ef svo mætti orða,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, lýsti líka efasemdum sínum um frumvarp Óttars frænda síns. „Ég held að það sé rétt að það sé hætta á því að það að setja rafrettur undir sama hatt og tóbak verði til þess að færri nýti sér þær sem leið til að hætta að reykja. Ég held að það sé hætta á því,“ sagði Kolbeinn. Óttarr sagðist telja að meðalhófs væri gætt í frumvarpinu en telur eðlilegt að breytingar séu gerðar á því í meðferð þingsins. „Það færi vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu sem myndi þá kannski hafa áhrif á afstöðu mína til þeirra breytinga. En ég legg frumvarpið fram í lýðheilsulegum tilgangi og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð,“ sagði hann. Sömu reglur og gilda um tóbak Með frumvarpi um rafsígarettur er lagt til að sömu reglur gildi varðandi sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og gilda um tóbak. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að merkingar verði á umbúðum rafsígaretta. Frumvarpið er liður í innleiðingu á tilskipun um framleiðslu kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, en vinnan við innleiðinguna hefur staðið yfir í velferðarráðuneyti frá árinu 2014.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
„Finnst ráðherra þetta vera meðalhóf og eðlilegt frumvarp miðað við þær litlu rannsóknar sem liggja fyrir á skaðsemi þessara rafsígaretta? Og ef þetta er meðalhóf, væri þá ekki meðalhóf að veiða rjúpu með sprengju?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata sameinuðust í andstöðu við frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafsígarettur. „Það olli mér töluverðum vonbrigðum að sjá frumvarpið, að við séum enn og aftur að líta til boða, takmarkana og banna í stað forvarna. Og að það sé komið frumvarp um eitthvað tól sem ég taldi ekki skaðlegt,“ sagði Áslaug Arna jafnframt. Hildur Sverrisdóttir, flokksystir hennar, tók undir gagnrýni hennar. „Mer finnst mjög dapurlegt að það eigi að fella lög um rafrettur undir tóbaksvarnalög,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og spurði Óttar hvort hann væri opinn fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann benti á að frumvarpið hefði sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá neytendum. Gunnar I. Guðmundsson, flokksbróðir Birgittu, gagnrýndi frumvarpið líka. „Væri ekki sniðugt að búa til sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki vera með sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað,“ sagði hann. „Mínar megináhyggjur eru þær að okkar besta þekking í dag bendir til að þessar vörur séu þrátt fyrir allt talsvert hollari en þær vörur sem menn neyta í dag, sem eru venjulegar sígarettur. Þannig að jafnvel þótt neysla á nikótíni myndi eitthvað aukast þá væru heildaráhrifin hugsanlega jákvæð ef svo mætti orða,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, lýsti líka efasemdum sínum um frumvarp Óttars frænda síns. „Ég held að það sé rétt að það sé hætta á því að það að setja rafrettur undir sama hatt og tóbak verði til þess að færri nýti sér þær sem leið til að hætta að reykja. Ég held að það sé hætta á því,“ sagði Kolbeinn. Óttarr sagðist telja að meðalhófs væri gætt í frumvarpinu en telur eðlilegt að breytingar séu gerðar á því í meðferð þingsins. „Það færi vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu sem myndi þá kannski hafa áhrif á afstöðu mína til þeirra breytinga. En ég legg frumvarpið fram í lýðheilsulegum tilgangi og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð,“ sagði hann. Sömu reglur og gilda um tóbak Með frumvarpi um rafsígarettur er lagt til að sömu reglur gildi varðandi sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og gilda um tóbak. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að merkingar verði á umbúðum rafsígaretta. Frumvarpið er liður í innleiðingu á tilskipun um framleiðslu kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, en vinnan við innleiðinguna hefur staðið yfir í velferðarráðuneyti frá árinu 2014.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira