Reynslumiklir nýliðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 06:00 Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er nýliði í efstu deild eins og liðið sem hann þjálfar, KA. vísir/stefán Íþróttadeild 365 opinberar í dag hvaða liði hún spáir fimmta sæti deildarinnar en það er Breiðablik eins og sést hér að ofan. Niðurtalningin heldur áfram og er nú aðeins staldrað við liðin sem íþróttadeild telur að verði í miðjumoðinu frá 5.-8. sæti en það eru Blikar, Fjölnismenn, KA og Víkingar í Reykjavík sem gætu reyndar auðveldlega sogast niður á fallsvæðið.Náð í þrjá markaskorara Arnar Grétarsson þurfti enga taugaskurðlækna til að greina vandamál Blikaliðsins. Þau voru augljós í fyrra: Liðið gat ekki skorað mörk. Vörnin hélt sem fyrr og var ein sú besta í deildinni en liðið skoraði aðeins 27 mörk í 22 leikjum og olli miklum vonbrigðum með að enda í sjötta sætinu. Arnar brást við því með að fá til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV og endurnýja með því sóknarlínu sína alfarið. Þessir þrír leikmenn skoruðu samtals 24 mörk í fyrra og voru allir markahæstir í sínum liðum. Heimavöllurinn brást Blikum á síðustu leiktíð en þeir unnu aðeins fjóra leiki í Kópavoginum. Geti Blikar skorað mörk og haldið vörninni í lagi getur liðið hæglega komist aftur í baráttu um Evrópusæti.Nýliðar, en samt ekki KA er mætt aftur í efstu deild í fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið hefur styrkt sig gríðarlega undanfarin tvö ár og var mikið áfall fyrir norðan að komast ekki upp sumarið 2015. Þá var bara bætt í og gengu KA-menn frá Inkasso-deildinni í fyrra. Þrátt fyrir að kallast nýliðar er gríðarleg reynsla í liðinu og mikil gæði en þar er fullt af mönnum sem hafa Pepsi-deildar reynslu og sumir hafa verið í atvinnumennsku. Það eru ekki margir nýliðar sem koma upp með Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Hallgrím Mar Steingrímsson innan sinna raða. KA-mönnum er hvergi spáð falli og ekki nálægt því, frekar er talið að liðið geti barist í efri hlutanum. Þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þó nýliði í efstu deild og spurning er með markvörsluna hjá liðinu.Ágúst með töfravöndinn? Fjölnismönnum spáði íþróttadeild 6. sæti en í fyrra setti liðið persónulegt met með því að fá 37 stig og enda í fjórða sæti. Það rétt missti af Evrópu á lokasprettinum og féll á hverju stóra prófinu á fætur öðru. Fjölnismenn hafa misst miklu betri leikmenn en þeir fengu á móti en þrír lykilmenn í vörninni eru farnir auk Martins Lund sem var stundum eins manns her í sóknarlínunni. Ástæða til bjartsýni er ekki mikil í Grafarvoginum en aldrei skal afskrifa Ágúst Gylfason, þjálfara Fjölnis, sem hefur gert ótrúlega hluti með liðið sama hverjir hafa yfirgefið það. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Íþróttadeild 365 opinberar í dag hvaða liði hún spáir fimmta sæti deildarinnar en það er Breiðablik eins og sést hér að ofan. Niðurtalningin heldur áfram og er nú aðeins staldrað við liðin sem íþróttadeild telur að verði í miðjumoðinu frá 5.-8. sæti en það eru Blikar, Fjölnismenn, KA og Víkingar í Reykjavík sem gætu reyndar auðveldlega sogast niður á fallsvæðið.Náð í þrjá markaskorara Arnar Grétarsson þurfti enga taugaskurðlækna til að greina vandamál Blikaliðsins. Þau voru augljós í fyrra: Liðið gat ekki skorað mörk. Vörnin hélt sem fyrr og var ein sú besta í deildinni en liðið skoraði aðeins 27 mörk í 22 leikjum og olli miklum vonbrigðum með að enda í sjötta sætinu. Arnar brást við því með að fá til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV og endurnýja með því sóknarlínu sína alfarið. Þessir þrír leikmenn skoruðu samtals 24 mörk í fyrra og voru allir markahæstir í sínum liðum. Heimavöllurinn brást Blikum á síðustu leiktíð en þeir unnu aðeins fjóra leiki í Kópavoginum. Geti Blikar skorað mörk og haldið vörninni í lagi getur liðið hæglega komist aftur í baráttu um Evrópusæti.Nýliðar, en samt ekki KA er mætt aftur í efstu deild í fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið hefur styrkt sig gríðarlega undanfarin tvö ár og var mikið áfall fyrir norðan að komast ekki upp sumarið 2015. Þá var bara bætt í og gengu KA-menn frá Inkasso-deildinni í fyrra. Þrátt fyrir að kallast nýliðar er gríðarleg reynsla í liðinu og mikil gæði en þar er fullt af mönnum sem hafa Pepsi-deildar reynslu og sumir hafa verið í atvinnumennsku. Það eru ekki margir nýliðar sem koma upp með Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Hallgrím Mar Steingrímsson innan sinna raða. KA-mönnum er hvergi spáð falli og ekki nálægt því, frekar er talið að liðið geti barist í efri hlutanum. Þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þó nýliði í efstu deild og spurning er með markvörsluna hjá liðinu.Ágúst með töfravöndinn? Fjölnismönnum spáði íþróttadeild 6. sæti en í fyrra setti liðið persónulegt met með því að fá 37 stig og enda í fjórða sæti. Það rétt missti af Evrópu á lokasprettinum og féll á hverju stóra prófinu á fætur öðru. Fjölnismenn hafa misst miklu betri leikmenn en þeir fengu á móti en þrír lykilmenn í vörninni eru farnir auk Martins Lund sem var stundum eins manns her í sóknarlínunni. Ástæða til bjartsýni er ekki mikil í Grafarvoginum en aldrei skal afskrifa Ágúst Gylfason, þjálfara Fjölnis, sem hefur gert ótrúlega hluti með liðið sama hverjir hafa yfirgefið það.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira