Borgarstjóri vonar að vopnaglamri um Reykjavíkurflugvöll verði hætt Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2017 18:45 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Valli/Pjetur Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra. Ráðherrann vill að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári og möguleikar kannaðir á áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri á meðan ekki hafi verið ákveðið að byggja upp flugvöll annars staðar. Hins vegar sé núverandi aðstaða fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ekki boðleg og því nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð strax á næsta ári. Hvað sem líður skoðunum fólks á framtíð Reykjavíkurflugvallar eru flestir þeir sem fara um flugstöðina á vellinum sammála um að aðstaðan þar er hvorki góð fyrir farþega né starfsfólk. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sjálfu sér ekki illa í að aðstæður á flugvellinum verði bættar. Í samningi ríkis og borgar frá 2013 sé gert ráð fyrir að gera megi endurbætur á aðstöðu farþega. „Það er sérstaklega kveðið á um að Isavia þurfi þá að semja við Flugfélag Íslands sem á núverandi byggingar. Við hönnun og útfærslu verði þá tryggt að það sé auðvelt að færa viðkomandi byggingar ef til kemur og það verði gert Reykjavíkurborg að bótalausu,“ segir Dagur. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, fagnar þeim áformum ráðherra að byggja nýja flugstöð í Reykjavík. Það sé orðið stöðugt kostnaðarsamara og erfiðara að viðhalda núverandi byggingu og því séþetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið og farþega þess. Reiknað hefur verið með að ný bygging rýsi norðaustan við núverandi flugstöð. Samgönguráðherra ætlar að skipa nýjan starfshóp um framtíð flugvallar í Reykjavík þar sem einnig verði skoðaðir möguleikar á að hann verði áfram þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd. Borgarstjóri segir að fyrri nefndir hafa skoðað kosti við breyttan Reykjavíkurflugvöll og hann eigi ekki von á að nýr starfshópur komist að annarri niðurstöðu og þvíþurfi að skoða Hvassahraun til hlítar. „Að ekki sé talað um að ef hægt er að tengja betur innanlandsflug og millilandaflug eru auðvitað í því mikil sóknarfæri. Ekki síst fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og innalandsflugið sjálft. Því þá eru fleiri farþegar sem myndu nýta sér það,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt skipulagi á Reykjavíkurflugvöllur að fullu að vera horfinn úr Vatnsmýri árið 2024. „Við getum vonað að það sé verið að setja þetta í einhvern fastari farveg sem er þá vonandi ákvarðanatöku farvegur.“Reiknar þú með að ráðherra ræði þetta við þig á næstunni?„Við erum búnir að tala um þau og ræða að fara vel yfir þetta saman. Ég vona að það verði á uppbyggilegum nótum en ekki eihverju vopnaglamri okkar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra. Ráðherrann vill að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári og möguleikar kannaðir á áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri á meðan ekki hafi verið ákveðið að byggja upp flugvöll annars staðar. Hins vegar sé núverandi aðstaða fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ekki boðleg og því nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð strax á næsta ári. Hvað sem líður skoðunum fólks á framtíð Reykjavíkurflugvallar eru flestir þeir sem fara um flugstöðina á vellinum sammála um að aðstaðan þar er hvorki góð fyrir farþega né starfsfólk. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sjálfu sér ekki illa í að aðstæður á flugvellinum verði bættar. Í samningi ríkis og borgar frá 2013 sé gert ráð fyrir að gera megi endurbætur á aðstöðu farþega. „Það er sérstaklega kveðið á um að Isavia þurfi þá að semja við Flugfélag Íslands sem á núverandi byggingar. Við hönnun og útfærslu verði þá tryggt að það sé auðvelt að færa viðkomandi byggingar ef til kemur og það verði gert Reykjavíkurborg að bótalausu,“ segir Dagur. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, fagnar þeim áformum ráðherra að byggja nýja flugstöð í Reykjavík. Það sé orðið stöðugt kostnaðarsamara og erfiðara að viðhalda núverandi byggingu og því séþetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið og farþega þess. Reiknað hefur verið með að ný bygging rýsi norðaustan við núverandi flugstöð. Samgönguráðherra ætlar að skipa nýjan starfshóp um framtíð flugvallar í Reykjavík þar sem einnig verði skoðaðir möguleikar á að hann verði áfram þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd. Borgarstjóri segir að fyrri nefndir hafa skoðað kosti við breyttan Reykjavíkurflugvöll og hann eigi ekki von á að nýr starfshópur komist að annarri niðurstöðu og þvíþurfi að skoða Hvassahraun til hlítar. „Að ekki sé talað um að ef hægt er að tengja betur innanlandsflug og millilandaflug eru auðvitað í því mikil sóknarfæri. Ekki síst fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og innalandsflugið sjálft. Því þá eru fleiri farþegar sem myndu nýta sér það,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt skipulagi á Reykjavíkurflugvöllur að fullu að vera horfinn úr Vatnsmýri árið 2024. „Við getum vonað að það sé verið að setja þetta í einhvern fastari farveg sem er þá vonandi ákvarðanatöku farvegur.“Reiknar þú með að ráðherra ræði þetta við þig á næstunni?„Við erum búnir að tala um þau og ræða að fara vel yfir þetta saman. Ég vona að það verði á uppbyggilegum nótum en ekki eihverju vopnaglamri okkar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira