Myndband af drápi lögreglumanns á svörtum manni birt Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2017 15:16 Jeronimo Yanez miðar byssu sinni að Philando Castile. Skjáskot/ABC Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum hefur birt myndband úr lögreglubíl af því þegar lögreglumaður skýtur svartan mann til bana í bifreið sem hann hafði stöðvað. Lögreglumaðurinn var sýknaður af manndrápsákæru í síðustu viku. Philando Castile var skotinn til bana af lögreglumanninum Jeronimo Yanez í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað Castile fyrir að vera með bilað afturljós í úthverfi borgarinnar St. Paul. Á myndbandinu heyrist Castile tilkynna Yanez að hann sé með skotvopn í bílnum. Skotvopnið átti Castile löglega. Yanez skipar Castile þá að teygja sig ekki eftir byssunni. Endurtekur hann skipunina og skýtur Castile svo nokkrum skotum, að því er kemur fram í frétt ABC-sjónvarpsstöðvarinnar.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá samskipti Yanez og Castile sem lýkur með því að lögreglumaðurinn skýtur ökumanninn til bana. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.Sáu myndbandið en sýknuðu lögreglumanninn Kærasta Castlile var með honum í bílnum og sendi atvikið út beint á Facebook. Fjögurra ára gömul dóttir hennar var í aftursæti bílsins. Þegar kærastan segir Yanez að Castile hafi verið að teygja sig í skilríki sín segir lögreglumaðurinn að hann hafi sagt honum að teygja sig ekki eftir þeim. Þegar sjúkrabíll kemur á vettvang heyrist Yanez svo segja að hann hafi ekki vitað hvar byssan var og að Castile hafi virst halda um eitthvað þykkara en veski. Kviðdómur sá myndbandið en sýknaði Yanez af ákæru um manndráp í síðustu viku. Honum var hins vegar sagt upp störfum hjá lögreglunni. Sakaði fjölskylda Castile bandarískt réttarkerfi um að bregðast blökkumönnum með sýknudómnum. Drápið á Castile er eitt fjölda mála þar sem lögreglumenn hafa skotið unga blökkumenn til bana í Bandaríkjunum. Hörð mótmæli hafa geisað reglulega í Bandaríkjunum undanfarin misseri vegna slíkra mála. Samtök byssueigenda (NRA) hafa sætt töluverðri gagnrýni fyrir að þegja þunnu hljóði um mál Castile. Þau hafa barist fyrir rétti bandarísks almennings til að bera vopn með kjafti og klóm. Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Sýknaður af drápinu á Philando Castile Lögreglumaðurinn sem skaut blökkumanninn Philando Castile í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Móðir Castile segir bandaríska réttarkerfið bregðast svörtu fólki. 17. júní 2017 10:20 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum hefur birt myndband úr lögreglubíl af því þegar lögreglumaður skýtur svartan mann til bana í bifreið sem hann hafði stöðvað. Lögreglumaðurinn var sýknaður af manndrápsákæru í síðustu viku. Philando Castile var skotinn til bana af lögreglumanninum Jeronimo Yanez í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað Castile fyrir að vera með bilað afturljós í úthverfi borgarinnar St. Paul. Á myndbandinu heyrist Castile tilkynna Yanez að hann sé með skotvopn í bílnum. Skotvopnið átti Castile löglega. Yanez skipar Castile þá að teygja sig ekki eftir byssunni. Endurtekur hann skipunina og skýtur Castile svo nokkrum skotum, að því er kemur fram í frétt ABC-sjónvarpsstöðvarinnar.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá samskipti Yanez og Castile sem lýkur með því að lögreglumaðurinn skýtur ökumanninn til bana. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.Sáu myndbandið en sýknuðu lögreglumanninn Kærasta Castlile var með honum í bílnum og sendi atvikið út beint á Facebook. Fjögurra ára gömul dóttir hennar var í aftursæti bílsins. Þegar kærastan segir Yanez að Castile hafi verið að teygja sig í skilríki sín segir lögreglumaðurinn að hann hafi sagt honum að teygja sig ekki eftir þeim. Þegar sjúkrabíll kemur á vettvang heyrist Yanez svo segja að hann hafi ekki vitað hvar byssan var og að Castile hafi virst halda um eitthvað þykkara en veski. Kviðdómur sá myndbandið en sýknaði Yanez af ákæru um manndráp í síðustu viku. Honum var hins vegar sagt upp störfum hjá lögreglunni. Sakaði fjölskylda Castile bandarískt réttarkerfi um að bregðast blökkumönnum með sýknudómnum. Drápið á Castile er eitt fjölda mála þar sem lögreglumenn hafa skotið unga blökkumenn til bana í Bandaríkjunum. Hörð mótmæli hafa geisað reglulega í Bandaríkjunum undanfarin misseri vegna slíkra mála. Samtök byssueigenda (NRA) hafa sætt töluverðri gagnrýni fyrir að þegja þunnu hljóði um mál Castile. Þau hafa barist fyrir rétti bandarísks almennings til að bera vopn með kjafti og klóm.
Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Sýknaður af drápinu á Philando Castile Lögreglumaðurinn sem skaut blökkumanninn Philando Castile í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Móðir Castile segir bandaríska réttarkerfið bregðast svörtu fólki. 17. júní 2017 10:20 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Sýknaður af drápinu á Philando Castile Lögreglumaðurinn sem skaut blökkumanninn Philando Castile í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Móðir Castile segir bandaríska réttarkerfið bregðast svörtu fólki. 17. júní 2017 10:20
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48