Hægt að nýta nýju flugstöðina í annað ef flugvöllurinn fer Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. júní 2017 10:45 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að ef breytingar verði gerðar á staðsetningu innanlandsflugs verði hægt að nýta nýja flugstöð sem stendur til að byggja til annars. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að ef breytingar verði gerðar á staðsetningu innanlandsflugs verði hægt að nýta nýja flugstöð sem stendur til að byggja til annars. Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að stefnt sé á að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýri á næsta ári. „Ég er búinn að segja þetta eiginlega frá því ég tók við embætti samgönguráðherra að það er auðvitað ekki boðleg sú aðstaða sem er, hvorki fyrir farþega né starfsfólk, á Reykjavíkurflugvelli og það verður ekki beðið með það lengur að hefja byggingu á nýrri flugstöð,“ segir Jón Gunnarsson en rætt var við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er svosem gert ráð fyrir því í skipulagi hjá Reykjavíkurborg að það rísi þarna flugstöð en það gæti orðið einhverjir fyrirvarar á því að það verða þá ef að til kæmi að það verði einhverjar breytingar á staðsetningu innanlandsflugs þá væri hægt að nýta þessa byggingu fyrir eitthvað annað.“Verður hún þá byggð með það í huga? „Já ég held að það sé skynsamlegt að gera það en í dag er staðan einfaldlega þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að miðstöð innanlandsflugs flytji eitthvað annað og það er mikilli óvissu háð, þeir staðir sem hafa verið í umræðunni og meðal annars sú að það verður ekkert beðið með það að hefja byggingu á nýrri flugstöð. Það er bara í raun löngu tímabært.“ Jón segir málið vera í undirbúningsvinnslu inni í ráðuneyti en hann vonist til að sótt verði um leyfi síðar á þessu ári og að þá verði hægt að hefja framkvæmdir á næsta ári. „Ég hef rætt þetta við borgarstjóra og það er svosem bara gert ráð fyrir þessu á skipulagi þannig að það er í sjálfu sér ekkert annað en bara að afgreiða þá einhverjar teikningar og fara í gegnum til að gefa byggingaleyfi. Það er nú þegar verið að hefja undirbúning á því að ganga frá bílastæðum og slíku sem hefur einnig verið óboðlegt þarna á svæðinu. Ég geri mér vonir um að það klárist jafnvel á þessu ári að útbúa þarna bílastæði, lantíma bílastæði og skammtímastæði.“ Jón hefur stofnað nýjan starfshóp til að meta hvaða staðsetning henti best innanlandsflugi. Svokölluð Rögnunefnd skilaði af sér skýrslu um kosti undir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu í júní árið 2015. „Ég var ekki sáttur við það að Reykjavíkurflugvöllur væri ekki skoðaður í raun mjög vel sem möguleg framtíðarstaðsetning innanlandsflugs í framtíðinni samhliða öðrum valkostum. Þannig að ég hef tjáð yfirvöldum í borginni það að í þessum hóp sem við munum setja saman, og ég vona að Reykjavíkurborg taki þátt í því með okkur, þá verði einnig litið til núverandi staðsetningar og hvort það sé hægt að mæta núverandi sjónarmiðum um hana og gera eitthvað betur þar.“Er svigrúmið þar fyrir hendi? „Það hafa ýmsir lagt fram tillögur sem eru áhugaverðar, hversu raunhæfar þær eru þori ég ekki að tjá mig um fyrr en það hefur verið skoðað mjög vel en það hafa komið fram ýmsar áhugaverðar hugmyndir um að færa braut jafnvel út í sjó og lengja þannig og opna þannig fyrir mögulega öðrum framkvæmdir á þó nokkrum hluta af flugvallarsvæðinu. Ég er alveg opinn fyrir því að það sé skoðað, að Reykjavíkurborg geti fengið þarna eitthvað meira af byggingarlandi til að þétta byggð en við getum þá breytt legu flugvallarins að einhverru leyti.“ Jón vill ekki taka undir það að tímabært sé að kjósa um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Flugvöllurinn er bara þarna. Það hefur enginn ákvörðun verið tekin um að flytja hann eitt eða neitt. Á meðan slík ákvörðun hefur ekki verið tekin þá verður flugvöllurinn bara þarna. Komist menn að einhverju samkomulagi eða einhverri niðurstöðu með það að flytja starfsemi innanlandsflug eitthvað annað þá ákveða menn einhverja tímasetningu í því. En ég mun ekki skrifa undir eitthvað samkomulag við Reykjavíkurborg um að völlurinn fari eftir fimm ár, tíu ár eða tuttugu ár. Ég tel það tilgangslaust að vera að ákveða einhverja dagsetningu í þeim efnum. Aðalatriðið er þetta, komist menn að einhverju samkomulagi um það að flytja starfsemina og þá hvert. Þá geta menn ráðist í einhverjar tímalínur og einhverjar áætlanir um það hvernig það telur að það skuli gerast. En á meðan staðan er eins og hún er í dag þá sé ég bara þann kost vænstan að byggja þarna upp og gera ráð fyrir því að innanlandsflugið verði þar sem það er.Er ekki verið að byggja nýjan landspítala þarna á þessu svæði einmitt út af þessu? „Jú meðal annars og það er eitt sem þarf að skoða sérstaklega. Ég setti í gang vinnu fyrir nokkrum mánuðum síðan varðandi öryggishlutverk vallarins og það var vanreyfað að mínu mati í skýrslu svokallaðrar Rögnunefndar. Sú skýrsla mun koma út núna fljótlega og þar er ég ekki bara að horfa til sjúkraflugsins heldur einnig almennt öryggishlutverks vallarins. Það er til að mynda, gagnvart Landspítalanum, í þeim drögum sem ég hef séð þá er það mjög mikilvægt að völlurinn sé þarna vegna þess að allt aðflug með þyrlu, beint að spítalanum, það þarf mikið svigrúm fyrir slíkt aðflug og slíkt neyðarflug. Það gerist ekki innan um byggingar sem eru komnar á svæðið út um allt. Þetta er auðvitað hluti af því sem þarf að skoða í því samhengi varðandi framtíðarstarfsemi,“ segir Jón. „Það er löngu tímabært að höggva á þennan hnút og menn geri sér grein fyrir því að miðstöð innanlandsflugs er ekki að fara að flytja neitt. Um það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun og á meðan svo er þá byggjum við auðvitað upp og erum að þjóna bæði starfsfólki og farþegum með sem bestum hætti á þessu svæði.“Viðtalið við Jón má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að ef breytingar verði gerðar á staðsetningu innanlandsflugs verði hægt að nýta nýja flugstöð sem stendur til að byggja til annars. Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að stefnt sé á að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýri á næsta ári. „Ég er búinn að segja þetta eiginlega frá því ég tók við embætti samgönguráðherra að það er auðvitað ekki boðleg sú aðstaða sem er, hvorki fyrir farþega né starfsfólk, á Reykjavíkurflugvelli og það verður ekki beðið með það lengur að hefja byggingu á nýrri flugstöð,“ segir Jón Gunnarsson en rætt var við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er svosem gert ráð fyrir því í skipulagi hjá Reykjavíkurborg að það rísi þarna flugstöð en það gæti orðið einhverjir fyrirvarar á því að það verða þá ef að til kæmi að það verði einhverjar breytingar á staðsetningu innanlandsflugs þá væri hægt að nýta þessa byggingu fyrir eitthvað annað.“Verður hún þá byggð með það í huga? „Já ég held að það sé skynsamlegt að gera það en í dag er staðan einfaldlega þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að miðstöð innanlandsflugs flytji eitthvað annað og það er mikilli óvissu háð, þeir staðir sem hafa verið í umræðunni og meðal annars sú að það verður ekkert beðið með það að hefja byggingu á nýrri flugstöð. Það er bara í raun löngu tímabært.“ Jón segir málið vera í undirbúningsvinnslu inni í ráðuneyti en hann vonist til að sótt verði um leyfi síðar á þessu ári og að þá verði hægt að hefja framkvæmdir á næsta ári. „Ég hef rætt þetta við borgarstjóra og það er svosem bara gert ráð fyrir þessu á skipulagi þannig að það er í sjálfu sér ekkert annað en bara að afgreiða þá einhverjar teikningar og fara í gegnum til að gefa byggingaleyfi. Það er nú þegar verið að hefja undirbúning á því að ganga frá bílastæðum og slíku sem hefur einnig verið óboðlegt þarna á svæðinu. Ég geri mér vonir um að það klárist jafnvel á þessu ári að útbúa þarna bílastæði, lantíma bílastæði og skammtímastæði.“ Jón hefur stofnað nýjan starfshóp til að meta hvaða staðsetning henti best innanlandsflugi. Svokölluð Rögnunefnd skilaði af sér skýrslu um kosti undir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu í júní árið 2015. „Ég var ekki sáttur við það að Reykjavíkurflugvöllur væri ekki skoðaður í raun mjög vel sem möguleg framtíðarstaðsetning innanlandsflugs í framtíðinni samhliða öðrum valkostum. Þannig að ég hef tjáð yfirvöldum í borginni það að í þessum hóp sem við munum setja saman, og ég vona að Reykjavíkurborg taki þátt í því með okkur, þá verði einnig litið til núverandi staðsetningar og hvort það sé hægt að mæta núverandi sjónarmiðum um hana og gera eitthvað betur þar.“Er svigrúmið þar fyrir hendi? „Það hafa ýmsir lagt fram tillögur sem eru áhugaverðar, hversu raunhæfar þær eru þori ég ekki að tjá mig um fyrr en það hefur verið skoðað mjög vel en það hafa komið fram ýmsar áhugaverðar hugmyndir um að færa braut jafnvel út í sjó og lengja þannig og opna þannig fyrir mögulega öðrum framkvæmdir á þó nokkrum hluta af flugvallarsvæðinu. Ég er alveg opinn fyrir því að það sé skoðað, að Reykjavíkurborg geti fengið þarna eitthvað meira af byggingarlandi til að þétta byggð en við getum þá breytt legu flugvallarins að einhverru leyti.“ Jón vill ekki taka undir það að tímabært sé að kjósa um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Flugvöllurinn er bara þarna. Það hefur enginn ákvörðun verið tekin um að flytja hann eitt eða neitt. Á meðan slík ákvörðun hefur ekki verið tekin þá verður flugvöllurinn bara þarna. Komist menn að einhverju samkomulagi eða einhverri niðurstöðu með það að flytja starfsemi innanlandsflug eitthvað annað þá ákveða menn einhverja tímasetningu í því. En ég mun ekki skrifa undir eitthvað samkomulag við Reykjavíkurborg um að völlurinn fari eftir fimm ár, tíu ár eða tuttugu ár. Ég tel það tilgangslaust að vera að ákveða einhverja dagsetningu í þeim efnum. Aðalatriðið er þetta, komist menn að einhverju samkomulagi um það að flytja starfsemina og þá hvert. Þá geta menn ráðist í einhverjar tímalínur og einhverjar áætlanir um það hvernig það telur að það skuli gerast. En á meðan staðan er eins og hún er í dag þá sé ég bara þann kost vænstan að byggja þarna upp og gera ráð fyrir því að innanlandsflugið verði þar sem það er.Er ekki verið að byggja nýjan landspítala þarna á þessu svæði einmitt út af þessu? „Jú meðal annars og það er eitt sem þarf að skoða sérstaklega. Ég setti í gang vinnu fyrir nokkrum mánuðum síðan varðandi öryggishlutverk vallarins og það var vanreyfað að mínu mati í skýrslu svokallaðrar Rögnunefndar. Sú skýrsla mun koma út núna fljótlega og þar er ég ekki bara að horfa til sjúkraflugsins heldur einnig almennt öryggishlutverks vallarins. Það er til að mynda, gagnvart Landspítalanum, í þeim drögum sem ég hef séð þá er það mjög mikilvægt að völlurinn sé þarna vegna þess að allt aðflug með þyrlu, beint að spítalanum, það þarf mikið svigrúm fyrir slíkt aðflug og slíkt neyðarflug. Það gerist ekki innan um byggingar sem eru komnar á svæðið út um allt. Þetta er auðvitað hluti af því sem þarf að skoða í því samhengi varðandi framtíðarstarfsemi,“ segir Jón. „Það er löngu tímabært að höggva á þennan hnút og menn geri sér grein fyrir því að miðstöð innanlandsflugs er ekki að fara að flytja neitt. Um það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun og á meðan svo er þá byggjum við auðvitað upp og erum að þjóna bæði starfsfólki og farþegum með sem bestum hætti á þessu svæði.“Viðtalið við Jón má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira