Erfitt að þrífa veggjakrotið af Akureyrarkirkju vegna skeljasandsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2017 19:15 Sérstakur skeljasandur er utan á kirkjunni sem erfitt er að þrífa án þess að eyðileggja yfirborðið. mynd/svavar alfreð jónsson Þrif á skemmdarverkum sem unnin voru á Akureyrarkirkju síðastliðna nótt ganga hægt að sögn Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests í kirkjunni. Ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. „Kirkjan er húðuð með skeljasandi og það þarf alveg sérstaka meðferð til þess að ná þessu af, því ef þú hreinsar svona sand að þá tekuru sandinn af, þannig að blettur verður eftir“ segir Svavar en hann segir jafnframt að leit sé hafin að viðeigandi aðferð til að þrífa veggi kirkjunnar. „Það er verið að prófa sig áfram, til að sjá hvaða efni er hægt að nota. Það er ekki hægt að mála yfir þessa sérstöku húð utan á kirkjunni“ segir Svavar en margir, hvaðanæva af landinu hafa boðist til þess að aðstoða við þrif á kirkjunni. „Mikið af fólki bæði að sunnan og héðan úr bænum hefur haft samband við okkur og boðið fram krafta sína og telur sig vera með réttu hreinsiefnin og aðferðirnar til að ná þessu af, svo að hlýhuginn vantar ekki“ en að sögn Svavars hefur starfsemi kirkjunnar ekki raskast vegna skemmdarverkanna og fór útför fram í dag með eðlilegum hætti. „Við höldum okkar striki og látum þetta ekki raska starfinu í kirkjunni“ segir Svavar en starfsemi kirkjunnar mun verða óbreytt næstu daga. Svavar efast um að búið verði að hreinsa kirkjuna á morgun vegna þess hve viðkvæm húðin utan á kirkjunni er og er ekki viss hvenær hreinsun verður lokið. Að sögn lögreglunnar á Akureyri í kvöld er rannsókn málsins enn á frumstigi en spreyjað var á þrjár aðrar kirkjur í bænum síðastliðna nótt og skoðar lögreglan nú ábendingar sem henni hefur borist sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Ekki í fyrsta skipti sem spreyjað er á kirkjuna. 4. janúar 2017 09:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þrif á skemmdarverkum sem unnin voru á Akureyrarkirkju síðastliðna nótt ganga hægt að sögn Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests í kirkjunni. Ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. „Kirkjan er húðuð með skeljasandi og það þarf alveg sérstaka meðferð til þess að ná þessu af, því ef þú hreinsar svona sand að þá tekuru sandinn af, þannig að blettur verður eftir“ segir Svavar en hann segir jafnframt að leit sé hafin að viðeigandi aðferð til að þrífa veggi kirkjunnar. „Það er verið að prófa sig áfram, til að sjá hvaða efni er hægt að nota. Það er ekki hægt að mála yfir þessa sérstöku húð utan á kirkjunni“ segir Svavar en margir, hvaðanæva af landinu hafa boðist til þess að aðstoða við þrif á kirkjunni. „Mikið af fólki bæði að sunnan og héðan úr bænum hefur haft samband við okkur og boðið fram krafta sína og telur sig vera með réttu hreinsiefnin og aðferðirnar til að ná þessu af, svo að hlýhuginn vantar ekki“ en að sögn Svavars hefur starfsemi kirkjunnar ekki raskast vegna skemmdarverkanna og fór útför fram í dag með eðlilegum hætti. „Við höldum okkar striki og látum þetta ekki raska starfinu í kirkjunni“ segir Svavar en starfsemi kirkjunnar mun verða óbreytt næstu daga. Svavar efast um að búið verði að hreinsa kirkjuna á morgun vegna þess hve viðkvæm húðin utan á kirkjunni er og er ekki viss hvenær hreinsun verður lokið. Að sögn lögreglunnar á Akureyri í kvöld er rannsókn málsins enn á frumstigi en spreyjað var á þrjár aðrar kirkjur í bænum síðastliðna nótt og skoðar lögreglan nú ábendingar sem henni hefur borist sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum.
Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Ekki í fyrsta skipti sem spreyjað er á kirkjuna. 4. janúar 2017 09:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37
Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Ekki í fyrsta skipti sem spreyjað er á kirkjuna. 4. janúar 2017 09:27