Sport

Hrækti á hjúkrunarkonu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adam „Pacman“ Jones er farinn að brjóta lögin á nýjan leik.
Adam „Pacman“ Jones er farinn að brjóta lögin á nýjan leik. vísir/getty
Eftir að hafa haldið sig á mottunni í þrjú ár bætti vandræðagemsinn Adam „Pacman“ Jones, leikmaður Cincinnati Benglas, upp fyrir tapaðan tíma með því að brjóta ítrekað af sér er hann var handtekinn í gær.

Jones var alltaf kallaður Pacman sem krakki en móðir hans gaf honum viðurnefnið þar sem hann skipti um skoðun jafn fljótt og Pacman snéri sér í tölvuleiknum vinsæla.

Hann sleppti viðurnefninu er hann tók sig saman í andlitinu og fór að haga sér eins og maður fyrir þrem árum síðan. Í gær kom Pacman út til þess að leika sér á ný.

Hann var að leika sér að því að banka á hurðir á hóteli um miðja nótt. Er öryggisvörður skipti sér af athæfinu ýtti Jones við honum og potaði svo putta í auga öryggisvarðarins. Þá var hringt á lögreglu.

Pacman brjálaðist er hann var handtekinn. Streittist á móti, sparkaði í og skallaði lögreglumennina.

Er farið var með hann á sjúkrahús til þess að taka lyfjaprufur þá hrækti hann á hjúkrunarkonuna. Ekki var hægt að taka blóðprufuna þá. Er hann kom í fangelsið varð að óla hann niður til að hafa stjórn á honum.

Á árum áður var það nánast daglegt brauð að hann kæmi sér í vandræði. Hann var til að mynda í banni alla leiktíðina árið 2007 og stóran hluta af 2008 vegna uppátækja utan allar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×