Stjarnan tók á móti Fjölni í Olísdeild kvenna í handbolta í dag en leikurinn hófst kl 13:00. Fyrir leikinn var Stjarnan með fimm stig á meðan Fjölnir var með tvö stig.
Leikurinn fór hægt af stað hjá báðum liðum og voru ekki mikið af mörkum búin að líta dagsins ljós eftir tíu mínútur. Eftir það fóru Stjörnustúlkur að taka forystuna og var staðan 15-10 í leikhlé.
Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og juku þær forystu sína jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn og unnu að lokum siur 34-16. Markahæst í liði Stjörnunnar var Hanna Guðrún Stefánsdóttir með sjö mörk á meðan Berglind Benediktsdóttir var markahæst hjá Fjölni með fjögur mörk.
Eftir leikinn er Stjarnan með sjö stig í 5.sæti á meðan Fjölnir er í 7.sæti með tvö stig.
Stjarnan með stórsigur á Fjölni
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



