Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Stjórnmálamenn ræddu innviði samfélagsins í sveitinni hjá Sigurði Inga og frú. vísir/Ernir „Við tökum bara einn dag í einu,“ segir Katrín Jakobsdóttir um framhaldið og næstu daga stjórnarmyndunarviðræðna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Pírata. „Við erum bara að setja grunninn núna yfir helgina svo tökum við stöðuna á mánudaginn og sjáum hvort við klárum þetta eða ekki.“ Katrín segir viðfangsefni dagsins hafa verið þessi helstu uppbyggingarmál, skilgreining verkefna og farið var yfir þau mál sem helst skilur flokkana að. Hópurinn hittist aftur eftir hádegi í dag. Uppbygging helstu innviða eru fyrirferðarmest í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ágætur samhljómur er meðal flokkanna um þá uppbyggingu en áherslur um tekjuöflunarleiðir og fjármögnun hennar eru ólíkari og skiptar skoðanir um hvort og að hvaða marki eigi að nota afgang af ríkisrekstri og arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum og hvort hækka eigi veiðigjöld og innheimta skuli hátekjuskatt.Ágúst ÓlafurFréttablaðið ræddi við þingmenn þeirra flokka sem eiga í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, um hvað felist í ‚uppbyggingu innviða‘ sem óhætt er að segja að hafi verið vinsælasta hugtak nýafstaðinna kosninga. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan, húsnæðismálin, vegakerfið og almenningssamgöngurnar. Þetta eru innviðirnir sem þeim eru hugleiknastir. „Innviðir eru það sem gera okkur að samfélagi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar „Einkamarkaðurinn sér ekki hag sinn í að fjárfesta í þessum innviðum að því marki sem nauðsynlegt er og þess vegna þarf hið opinbera að gera það.“ Ágúst segir fjárfestingu í innviðum hagkvæma og það auki almenna velsæld samfélaga að hið opinbera setji fé í helstu innviði eins og skóla, spítala, almenningssamgöngur og löggæslu. „Við eigum ekki að líta á innviðauppbyggingu sem kostnað og fjárútlát heldur er þetta fjárfesting sem skilar aukinni velmegun og hagkvæmni,“ segir Ágúst. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu innviða erum við í rauninni að tala um að setja aukið fjármagn í grunnreksturinn. Rekstur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið vanfjármagnaður hingað til og hið sama má segja um menntamálin,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Aðspurð segja þau helsta verkefnið lúta að launum og aðbúnaði starfsfólks enda mannekla eitt af stóru vandamálunum sérstaklega í heilbrigðisþjónustunni. Þau eru einnig sammála um að Ísland þurfi að ná að hífa sig upp úr botnsætinu í samanburði við önnur Evrópsk OECD ríki í hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu. Þá þurfi uppbygging þessara innviða að fara fram um landið allt. „Aðstöðumunurinn er svo misjafn,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Jafnvel þótt við getum ekki haft færustu sérfræðinga um allt landið þá þarf að finna lausnir á aðstöðumun þeirra sem búa á afskekktari stöðum. Jafnvel þótt við getum ekki gert kröfu um fæðingaþjónustu á Hvammstanga, þurfum við að huga að þeim aðstöðumun sem íbúar þar búa við og það er hluti af því að styrkja innviðina,“ segir Ásmundur. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata nefnir einnig húsnæðismálin. „Húsnæðismálin eru líka mikilvægir innviðir og til að leysa húsnæðisvandann þarf fyrst og fremst að bregðast við eftirspurninni. Það þarf að byggja miklu meira og leggja meiri áherslu á heilbrigðan leigumarkað,“ segir Björn Leví. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
„Við tökum bara einn dag í einu,“ segir Katrín Jakobsdóttir um framhaldið og næstu daga stjórnarmyndunarviðræðna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Pírata. „Við erum bara að setja grunninn núna yfir helgina svo tökum við stöðuna á mánudaginn og sjáum hvort við klárum þetta eða ekki.“ Katrín segir viðfangsefni dagsins hafa verið þessi helstu uppbyggingarmál, skilgreining verkefna og farið var yfir þau mál sem helst skilur flokkana að. Hópurinn hittist aftur eftir hádegi í dag. Uppbygging helstu innviða eru fyrirferðarmest í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ágætur samhljómur er meðal flokkanna um þá uppbyggingu en áherslur um tekjuöflunarleiðir og fjármögnun hennar eru ólíkari og skiptar skoðanir um hvort og að hvaða marki eigi að nota afgang af ríkisrekstri og arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum og hvort hækka eigi veiðigjöld og innheimta skuli hátekjuskatt.Ágúst ÓlafurFréttablaðið ræddi við þingmenn þeirra flokka sem eiga í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, um hvað felist í ‚uppbyggingu innviða‘ sem óhætt er að segja að hafi verið vinsælasta hugtak nýafstaðinna kosninga. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan, húsnæðismálin, vegakerfið og almenningssamgöngurnar. Þetta eru innviðirnir sem þeim eru hugleiknastir. „Innviðir eru það sem gera okkur að samfélagi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar „Einkamarkaðurinn sér ekki hag sinn í að fjárfesta í þessum innviðum að því marki sem nauðsynlegt er og þess vegna þarf hið opinbera að gera það.“ Ágúst segir fjárfestingu í innviðum hagkvæma og það auki almenna velsæld samfélaga að hið opinbera setji fé í helstu innviði eins og skóla, spítala, almenningssamgöngur og löggæslu. „Við eigum ekki að líta á innviðauppbyggingu sem kostnað og fjárútlát heldur er þetta fjárfesting sem skilar aukinni velmegun og hagkvæmni,“ segir Ágúst. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu innviða erum við í rauninni að tala um að setja aukið fjármagn í grunnreksturinn. Rekstur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið vanfjármagnaður hingað til og hið sama má segja um menntamálin,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Aðspurð segja þau helsta verkefnið lúta að launum og aðbúnaði starfsfólks enda mannekla eitt af stóru vandamálunum sérstaklega í heilbrigðisþjónustunni. Þau eru einnig sammála um að Ísland þurfi að ná að hífa sig upp úr botnsætinu í samanburði við önnur Evrópsk OECD ríki í hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu. Þá þurfi uppbygging þessara innviða að fara fram um landið allt. „Aðstöðumunurinn er svo misjafn,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Jafnvel þótt við getum ekki haft færustu sérfræðinga um allt landið þá þarf að finna lausnir á aðstöðumun þeirra sem búa á afskekktari stöðum. Jafnvel þótt við getum ekki gert kröfu um fæðingaþjónustu á Hvammstanga, þurfum við að huga að þeim aðstöðumun sem íbúar þar búa við og það er hluti af því að styrkja innviðina,“ segir Ásmundur. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata nefnir einnig húsnæðismálin. „Húsnæðismálin eru líka mikilvægir innviðir og til að leysa húsnæðisvandann þarf fyrst og fremst að bregðast við eftirspurninni. Það þarf að byggja miklu meira og leggja meiri áherslu á heilbrigðan leigumarkað,“ segir Björn Leví.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira