Samkeppnin nú þegar hafin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson fer með stóran hóp til Katar. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær stóran landsliðshóp sem fer í æfingaferð til Katar á næstu dögum en fram undan eru æfingaleikir gegn bæði heimamönnum og sterku liði Tékka. Um alþjóðlega leikdaga er að ræða og gat Heimir því valið alla leikmenn sem gátu gefið kost á sér. Heimir tekur með sér alla leikmenn sem voru með í síðasta verkefni, að þeim Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða Böðvarssyni undanskildum en báðir eiga við meiðsli að stríða. Þá bætast þeir Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í Noregi, og Theódór Elmar Bjarnason, sem nýlega gekk í raðir Elazigspor í Tyrklandi, í hópinn. „Leikmennirnir sem við völdum eru þeir sem mest hafa verið með okkur í aðdraganda þess að við tryggðum okkur HM-sætið,“ sagði Heimir við Fréttablaðið á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þetta eru því að hluta til verðlaun fyrir þá að við tökum svona stóran hóp með okkur. En um leið vita menn að það eru að minnsta kosti fimm úr þessum hópi sem ekki fara með til Rússlands og því samkeppni um sæti í lokahópnum hafin.“Sín hlutverk á hreinu Heimir sagði að um afslappaða ferð verði að ræða. Leikirnir séu ekki jafn mikilvægir og leikir Íslands hafi verið að undanförnu og að það hafi verið ósk hans að fara með liðið í hlýtt loftslag og afslappað umhverfi. „Þessi ferð er hugsuð til að við fáum þar tækifæri til að ræða meira saman og plana framhaldið og undirbúninginn fyrir HM í sumar. Við viljum fara yfir hvað við getum lært af síðustu lokakeppni,“ sagði Heimir sem gerir þó vitanlega kröfur til þeirra sem koma til með að spila leikina. „Ég vil sjá að þeir sem spila þessa leiki séu með leikfræðin á hreinu sem og sín hlutverk á vellinum. Þeir sem hafa fengið tækifærið hingað til hafa staðið sig vel og ég vona að okkur takist að stækka þann hóp enn frekar.“Vonandi erfitt verkefni Ísland mun spila æfingaleiki í janúar og jafnvel febrúar en þó án þeirra atvinnumanna Íslands sem spila í sterkustu deildum Evrópu. Næsti alþjóðlegi leikdagur verður svo í mars og lokahnykkur undirbúningsins fyrir HM í Rússlandi hefst síðari hluta maímánaðar. Heimir fær því að gefa mörgum leikmönnum tækifæri fyrir stóru stundina næsta sumar en hann segir að svipað fyrirkomulag hafi gefist vel fyrir tveimur árum, er liðið var að undirbúa sig fyrir EM í Frakklandi. „Menn notuðu tækifærið með landsliðinu sem gulrót til að leggja enn meira á sig og spila vel með sínum félagsliðum. Allir sóknarmenn okkar voru að skora reglulega og þegar Íslendingur var að spila var hann yfirleitt valinn maður leiksins. Það var afar erfitt að velja lokahópinn fyrir EM og ég vona að það verði erfitt fyrir HM.“ Blaðamannafundur Heimis HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31 Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42 Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær stóran landsliðshóp sem fer í æfingaferð til Katar á næstu dögum en fram undan eru æfingaleikir gegn bæði heimamönnum og sterku liði Tékka. Um alþjóðlega leikdaga er að ræða og gat Heimir því valið alla leikmenn sem gátu gefið kost á sér. Heimir tekur með sér alla leikmenn sem voru með í síðasta verkefni, að þeim Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða Böðvarssyni undanskildum en báðir eiga við meiðsli að stríða. Þá bætast þeir Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í Noregi, og Theódór Elmar Bjarnason, sem nýlega gekk í raðir Elazigspor í Tyrklandi, í hópinn. „Leikmennirnir sem við völdum eru þeir sem mest hafa verið með okkur í aðdraganda þess að við tryggðum okkur HM-sætið,“ sagði Heimir við Fréttablaðið á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þetta eru því að hluta til verðlaun fyrir þá að við tökum svona stóran hóp með okkur. En um leið vita menn að það eru að minnsta kosti fimm úr þessum hópi sem ekki fara með til Rússlands og því samkeppni um sæti í lokahópnum hafin.“Sín hlutverk á hreinu Heimir sagði að um afslappaða ferð verði að ræða. Leikirnir séu ekki jafn mikilvægir og leikir Íslands hafi verið að undanförnu og að það hafi verið ósk hans að fara með liðið í hlýtt loftslag og afslappað umhverfi. „Þessi ferð er hugsuð til að við fáum þar tækifæri til að ræða meira saman og plana framhaldið og undirbúninginn fyrir HM í sumar. Við viljum fara yfir hvað við getum lært af síðustu lokakeppni,“ sagði Heimir sem gerir þó vitanlega kröfur til þeirra sem koma til með að spila leikina. „Ég vil sjá að þeir sem spila þessa leiki séu með leikfræðin á hreinu sem og sín hlutverk á vellinum. Þeir sem hafa fengið tækifærið hingað til hafa staðið sig vel og ég vona að okkur takist að stækka þann hóp enn frekar.“Vonandi erfitt verkefni Ísland mun spila æfingaleiki í janúar og jafnvel febrúar en þó án þeirra atvinnumanna Íslands sem spila í sterkustu deildum Evrópu. Næsti alþjóðlegi leikdagur verður svo í mars og lokahnykkur undirbúningsins fyrir HM í Rússlandi hefst síðari hluta maímánaðar. Heimir fær því að gefa mörgum leikmönnum tækifæri fyrir stóru stundina næsta sumar en hann segir að svipað fyrirkomulag hafi gefist vel fyrir tveimur árum, er liðið var að undirbúa sig fyrir EM í Frakklandi. „Menn notuðu tækifærið með landsliðinu sem gulrót til að leggja enn meira á sig og spila vel með sínum félagsliðum. Allir sóknarmenn okkar voru að skora reglulega og þegar Íslendingur var að spila var hann yfirleitt valinn maður leiksins. Það var afar erfitt að velja lokahópinn fyrir EM og ég vona að það verði erfitt fyrir HM.“ Blaðamannafundur Heimis
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31 Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42 Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31
Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50
Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42
Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30