Fótbolti

Fótboltalandsliðið líka komið til Helsinki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir á æfingu í dag.
Strákarnir á æfingu í dag. mynd/ksí
Strákarnir í íslenska fótboltalandsliðinu eru komnir til Finnlands þar sem þeir munu undirbúa sig undir leikina mikilvægu gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018.

Íslenska liðið dvelur í Helsinki fram á fimmtudag þegar það heldur til Tampere þar sem leikurinn gegn Finnum fer fram á laugardaginn.

Karlalandsliðið í körfubolta kom einnig til Helsinki í morgun þar sem það keppir á EM.

Áður en strákarnir í fótboltalandsliðinu fara til Tampere munu þeir mæta til að styðja við bakið á körfuboltaliðinu sem mætir Grikkjum á fimmtudaginn.

Fyrsta æfing íslenska liðsins var í dag. Í framhaldi af æfingunni fengu íslensku leikmennirnir ítarlegar upplýsingar um finnska liðið frá Arnari Bill Gunnarssyni sem hefur séð um kortleggja það undanfarna mánuði.

Ísland er í 2. sæti I-riðils með 13 stig, jafn mörg og topplið Króatíu en lakari markatölu.

Riðlakeppninni lýkur í byrjun október. Ísland mætir þá Tyrklandi í Eskisehir föstudaginn 6. október og tekur svo á móti Kósovó á Laugardalsvellinum mánudaginn 9. október.

Sigurvegarar riðlanna níu komast beint á HM en þau átta lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna fara í umspil um fjögur laus sæti á HM.


Tengdar fréttir

Heimir: Búnir að velja okkur stað á HM í Rússlandi

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, talaði um það að blaðamannafundi í dag að hann og KSÍ eru byrjaðir að undirbúa lokakeppni HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar.

Við verðum að spila af hörku

Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn.

Sókndjarfari og ferskari Finnar

Heimir Hallgrímsson gerði aðeins tvær breytingar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM. Heimir á von á sókndjarfara og ferskara finnsku liði en síðast.

Heimir: Stuðningsmenn Everton eiga eftir að elska Gylfa

Heimir Hallgrímsson fylgdist að sjálfsögðu vel með fyrsta leik Gylfa Þórs Sigurðssonar í byrjunarliði Everton gegn Hajduk Split í fyrradag. Gylfi skoraði frábært mark í upphafi seinni hálfleiks með skoti rétt fyrir innan miðju.

Svona var blaðamannafundur Heimis

Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM í byrjun næsta mánaðar.

Rúnar Alex í hópinn á kostnað Ögmundar

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahópinn sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í næsta mánuði.

Craig: Ég svaf ekki mikið í nótt

Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik Íslands á Eurobasket 2017 og það mátti sjá á íslenska hópnum í Leifsstöð í morgun að það ríkir mikil eftirvænting meðal allra sem taka þátt í þessu stóra verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×