Ungir karlmenn sem vilja deyja Ingólfur Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2017 00:56 Kæri ungi karlmaður sem vilt deyja, Fyrir það fyrsta þá vil ég segja við þig: Þú ert ekki einn. Og því fer fjarri. Ég veit þér líður eflaust þannig, einum að rogast með allar heimsins tilfinningar, í myrkrinu sem gleypir allt eins og Pacman sem á vegi þess verður, ógnvægilega tómarúminu sem fær þig til að öskra, sársaukafulla dofanum sem streymir um líkamann. Ég veit það er freistandi að láta sig hverfa, að kveðja fyrir fullt og allt, loka dyrunum hljóðlega á eftir sér, með hag allra í kringum sig í forgrunni. Það er eins og allir séu komnir með nóg af manni, vanlíðaninni, af veseninu sem fylgir, þetta er svo fjandi erfitt. Það er búið að tala við þig klukkustundunum saman á rólegum nótum, þér leið kannski betur á meðan því stóð, en vanlíðanin jókst enn frekar þegar stundargleðin leið hjá, og ég veit að fólkið í kringum þig hefur eflaust grátið, blótað, öskrað og ekki vitað í hvorn fótinn skuli stíga gagnvart þér. En þú ert ekki einn. Ég veit að enginn skilur þig. Hvernig ætti svosem nokkur manneskja að geta sett sig í spor okkar? Það skilur enginn þennan sársauka nema að upplifa hann sjálfur. Og skömmin, maður. Það er ekkert sérlega karlmannslegt að gráta eins og barn, að líða illa í sálinni. Svo þegar maður segir frá því hvernig manni líður er stundum eins og hjálpin sem á að fást við það snúist upp í andhverfu sína. Manni líður bara verr fyrir vikið, eins og strá salti á sárið, enn önnur áminningin um skilningsleysið sem maður býr við. Þú verður stundum fyrir fordómum, án þess að manneskjan sem beitir þeim átti sig endilega á því, og það er fjandi fúlt. Ég veit að meðferðarúrræðin sem eru í boði eru djók. Klukkutími hjá sálfræðingi upp á tólf þúsund kall? Ég skal koma ef ég má borga sálfræðitímana mína á raðgreiðslum næstu tólf árin. Geðsvið Landspítalans er djók. Ekki fólkið sem vinnur þar, alls ekki, en kerfið. Hvernig getur verið opnunartími á geðdeild? Að vera synjað um hjálp, bent á að fara niður á Landspítalann í Fossvogi. Þvílíka niðurlægingin. „Það opnar aftur í fyrramálið.“ Já, ókei. En ef ég er með hjartverk? Ætliði þá að senda mig líka heim yfir nóttina? Síðan er bara eitthvað skrifstofufólk í jakkafötum í einhverjum fundarherbergjum sem þykist vera í einhverjum rótargreiningum. „Það er eitthvert vesen á geðdeildinni. Hmm. Segjumst bara setja það í ferli, þá róast allir.“ Ég veit að þú hefur einhvern tímann drullað upp á bak. Að þér líði eins og þú hafir málað þig sjálfur út í horn, allir hafi snúist gegn þér, og innst inni finnst þér það ósanngjarnt. En við skulum sleppa því að segja það upphátt, það myndi falla í grýttan jarðveg, og þetta helvítis líf virðist ekki snúast um neitt annað nema halda öðrum á góðu hliðinni hjá sér. Það er líka vont að særa, það stingur inn að beini, og maður kann einhvern veginn ekki að leysa úr því. Hversu oft þarf maður að segja fyrirgefðu til að allt verði eins og áður? Sama hvað þú heldur, þá ert þú ekki einn. Ekki í eina sekúndu. Ég er með þér í liði. Ég dæmi þig ekki í eina sekúndu. Ég bakka þig upp, alla leið. Ef þú bakkar mig upp. Við eigum líka miklu fleiri liðsfélaga en okkur óraði nokkurn tímann fyrir. Það eru þúsundir ungra karlmanna á Íslandi. Mörghundruð þeirra þekkja þær hörmungar sem við höfum gengið í gegnum og það eru enn fleiri hundruðir sem munu þurfa að upplifa það sem við höfum gengið í gegnum. Við verðum að berjast hvor fyrir annan. Ef þú berst fyrir mig, þá berst ég fyrir þig. Ég tóri fyrir þig, ef þú tórir fyrir mig. Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri ungi karlmaður sem vilt deyja, Fyrir það fyrsta þá vil ég segja við þig: Þú ert ekki einn. Og því fer fjarri. Ég veit þér líður eflaust þannig, einum að rogast með allar heimsins tilfinningar, í myrkrinu sem gleypir allt eins og Pacman sem á vegi þess verður, ógnvægilega tómarúminu sem fær þig til að öskra, sársaukafulla dofanum sem streymir um líkamann. Ég veit það er freistandi að láta sig hverfa, að kveðja fyrir fullt og allt, loka dyrunum hljóðlega á eftir sér, með hag allra í kringum sig í forgrunni. Það er eins og allir séu komnir með nóg af manni, vanlíðaninni, af veseninu sem fylgir, þetta er svo fjandi erfitt. Það er búið að tala við þig klukkustundunum saman á rólegum nótum, þér leið kannski betur á meðan því stóð, en vanlíðanin jókst enn frekar þegar stundargleðin leið hjá, og ég veit að fólkið í kringum þig hefur eflaust grátið, blótað, öskrað og ekki vitað í hvorn fótinn skuli stíga gagnvart þér. En þú ert ekki einn. Ég veit að enginn skilur þig. Hvernig ætti svosem nokkur manneskja að geta sett sig í spor okkar? Það skilur enginn þennan sársauka nema að upplifa hann sjálfur. Og skömmin, maður. Það er ekkert sérlega karlmannslegt að gráta eins og barn, að líða illa í sálinni. Svo þegar maður segir frá því hvernig manni líður er stundum eins og hjálpin sem á að fást við það snúist upp í andhverfu sína. Manni líður bara verr fyrir vikið, eins og strá salti á sárið, enn önnur áminningin um skilningsleysið sem maður býr við. Þú verður stundum fyrir fordómum, án þess að manneskjan sem beitir þeim átti sig endilega á því, og það er fjandi fúlt. Ég veit að meðferðarúrræðin sem eru í boði eru djók. Klukkutími hjá sálfræðingi upp á tólf þúsund kall? Ég skal koma ef ég má borga sálfræðitímana mína á raðgreiðslum næstu tólf árin. Geðsvið Landspítalans er djók. Ekki fólkið sem vinnur þar, alls ekki, en kerfið. Hvernig getur verið opnunartími á geðdeild? Að vera synjað um hjálp, bent á að fara niður á Landspítalann í Fossvogi. Þvílíka niðurlægingin. „Það opnar aftur í fyrramálið.“ Já, ókei. En ef ég er með hjartverk? Ætliði þá að senda mig líka heim yfir nóttina? Síðan er bara eitthvað skrifstofufólk í jakkafötum í einhverjum fundarherbergjum sem þykist vera í einhverjum rótargreiningum. „Það er eitthvert vesen á geðdeildinni. Hmm. Segjumst bara setja það í ferli, þá róast allir.“ Ég veit að þú hefur einhvern tímann drullað upp á bak. Að þér líði eins og þú hafir málað þig sjálfur út í horn, allir hafi snúist gegn þér, og innst inni finnst þér það ósanngjarnt. En við skulum sleppa því að segja það upphátt, það myndi falla í grýttan jarðveg, og þetta helvítis líf virðist ekki snúast um neitt annað nema halda öðrum á góðu hliðinni hjá sér. Það er líka vont að særa, það stingur inn að beini, og maður kann einhvern veginn ekki að leysa úr því. Hversu oft þarf maður að segja fyrirgefðu til að allt verði eins og áður? Sama hvað þú heldur, þá ert þú ekki einn. Ekki í eina sekúndu. Ég er með þér í liði. Ég dæmi þig ekki í eina sekúndu. Ég bakka þig upp, alla leið. Ef þú bakkar mig upp. Við eigum líka miklu fleiri liðsfélaga en okkur óraði nokkurn tímann fyrir. Það eru þúsundir ungra karlmanna á Íslandi. Mörghundruð þeirra þekkja þær hörmungar sem við höfum gengið í gegnum og það eru enn fleiri hundruðir sem munu þurfa að upplifa það sem við höfum gengið í gegnum. Við verðum að berjast hvor fyrir annan. Ef þú berst fyrir mig, þá berst ég fyrir þig. Ég tóri fyrir þig, ef þú tórir fyrir mig. Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun