The Guardian hefur þetta eftir Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem heimsótti síðarnefndu eyjuna í dag. Um 1.500 íbúar eyjarinnar voru algerlega sambandslausir við umheiminn í meira en hálfan sólahring eftir að eyjan lenti í miðju fellibyljarins.
Browne segir að einn hafi farist á Barbúda. Í símtali þaðan endurtók hann ítrekað að eyðileggingin á eyjunni væri alger, að sögn The Guardian.
Veðurstofa Bandaríkjanna segir að Irma sé nú tæpum 90 kílómetrum austnorðaustan af San Juan á Púertó Ríkó. Vindstyrkur fellibyljarins er enn gríðarlegur, að því er kemur fram hjá Reuters-fréttastofunni.
Þegar Irma gekk á land í Karíbahafi í dag náði hún í annað sæti á lista yfir öflugustu fellibylji sem hafa gengið á land á jörðinni frá því að athuganir hófust, jöfn tveimur öðrum byljum. Hún er fimmta stigs fellibylur. Það er hæsta stig fellibylja samkvæmt algengustu skilgreiningu veðurfræðinga.
With multiple Caribbean landfalls today, Hurricane #Irma is now tied for the 2nd-strongest landfall in recorded history, anywhere on Earth. pic.twitter.com/4CSOMGQIbD
— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 6, 2017