Lokar sig inni í gluggalausu herbergi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2017 20:00 Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Fellibylurinn Irma ríður nú yfir Karíbahafið af gríðarlegum krafti. Bylurinn mælist á fimmta og hæsta stigi en vindhraðinn hefur náð upp í 83 metra á sekúndu. Irma telst nú meðal öflugustu fellibylja sögunnar.Leið Irmu liggur í gegnum Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu og gæti náð til Flórída um helgina þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. „Það er afar mikilvægt að allir íbúar Flórída fylgist grannt með þessum ótrúlega hættulega stormi. Ekki sitja og bíða með undirbúninginn. Undirbúið ykkur núna strax," sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída í dag. Fellibylurinn hefur þegar valdið mikilli eyðileggingu og tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands í morgun að fjórar sterkbyggðustu byggingar St. Martin væru ónýtar. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en símasamband hefur víða legið niðri auk þess sem rafmagn hefur verið slegið út af öryggisástæðum. Mikil fátækt ríkir meðal íbúa margra eyjanna og eru húsin því gjarnan veikbyggð. Kona sem býr ásamt 200 öðrum í tjaldbúðum á Haítí óttast það versta þar sem húsnæðið heldur varla rigningu. „Ég get ekki farið neitt. Ég verð að vera hér. Ég lifi eða dey eftir því hvernig þessi stormur lendir á okkur. Ef guð vill hjálpa okkur gerir hann það en við höfum engan stað til að fara á," segir Jessy, íbúi í fátækrahverfi Haítí. Búðirnar tómarRannveig GísladóttirRannveig Gísladóttir er stödd í fríi í borginni San Juan á Púertó Ríkó í heimsókn hjá vinkonu sinni. Þegar fréttastofa náði af henni tali var klukkan um tíu að staðartíma en Irma náði landi um klukkan tvö í Púertó Ríkó. „Við erum búin að fylla 55 gallon lítra af tunnu og allt sem við getum fyllt af vatni til þess að geta notað sem sturtu eða fyrir hvað sem er," segir Rannveig. Hún segir búðirnar tómar þar sem fólk hefur birgt sig upp af mat og drykk. „Það var allt búið í búðunum. Við fórum og versluðum í gær. Allt vatnið var búið. Ætluðum að reyna kaupa teip en það var allt búið. Við rétt svo náðum ílátum til að fylla af vatni," segir Rannveig. Mikill óróleiki er í fólki en sjálf segist hún eiga að vera á öruggum stað. „Ég er í raun og veru í mjög sterkbyggðu steypuhúsi sem á ekkert að hrynja. En við munum líklega fara í gluggalaust herbergi þegar það versta gengur yfir fara og vona það besta," segir Rannveig. Dóminíska lýðveldið Fellibylurinn Irma Mið-Ameríka Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Fellibylurinn Irma ríður nú yfir Karíbahafið af gríðarlegum krafti. Bylurinn mælist á fimmta og hæsta stigi en vindhraðinn hefur náð upp í 83 metra á sekúndu. Irma telst nú meðal öflugustu fellibylja sögunnar.Leið Irmu liggur í gegnum Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu og gæti náð til Flórída um helgina þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. „Það er afar mikilvægt að allir íbúar Flórída fylgist grannt með þessum ótrúlega hættulega stormi. Ekki sitja og bíða með undirbúninginn. Undirbúið ykkur núna strax," sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída í dag. Fellibylurinn hefur þegar valdið mikilli eyðileggingu og tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands í morgun að fjórar sterkbyggðustu byggingar St. Martin væru ónýtar. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en símasamband hefur víða legið niðri auk þess sem rafmagn hefur verið slegið út af öryggisástæðum. Mikil fátækt ríkir meðal íbúa margra eyjanna og eru húsin því gjarnan veikbyggð. Kona sem býr ásamt 200 öðrum í tjaldbúðum á Haítí óttast það versta þar sem húsnæðið heldur varla rigningu. „Ég get ekki farið neitt. Ég verð að vera hér. Ég lifi eða dey eftir því hvernig þessi stormur lendir á okkur. Ef guð vill hjálpa okkur gerir hann það en við höfum engan stað til að fara á," segir Jessy, íbúi í fátækrahverfi Haítí. Búðirnar tómarRannveig GísladóttirRannveig Gísladóttir er stödd í fríi í borginni San Juan á Púertó Ríkó í heimsókn hjá vinkonu sinni. Þegar fréttastofa náði af henni tali var klukkan um tíu að staðartíma en Irma náði landi um klukkan tvö í Púertó Ríkó. „Við erum búin að fylla 55 gallon lítra af tunnu og allt sem við getum fyllt af vatni til þess að geta notað sem sturtu eða fyrir hvað sem er," segir Rannveig. Hún segir búðirnar tómar þar sem fólk hefur birgt sig upp af mat og drykk. „Það var allt búið í búðunum. Við fórum og versluðum í gær. Allt vatnið var búið. Ætluðum að reyna kaupa teip en það var allt búið. Við rétt svo náðum ílátum til að fylla af vatni," segir Rannveig. Mikill óróleiki er í fólki en sjálf segist hún eiga að vera á öruggum stað. „Ég er í raun og veru í mjög sterkbyggðu steypuhúsi sem á ekkert að hrynja. En við munum líklega fara í gluggalaust herbergi þegar það versta gengur yfir fara og vona það besta," segir Rannveig.
Dóminíska lýðveldið Fellibylurinn Irma Mið-Ameríka Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira