„Ég get staðfest að tímabilinu mínu er lokið vegna hnémeiðsla. Svo dæmigert að þetta gerist á besta tímabili ferils míns,“ skrifaði hann Instagram-síðuna sína.
Rosenborg er á toppi norsku deildarinnar og Matthías er þriðji markahæsti leikmaður liðsins í ár með sjö mörk í átján leikjum. Hann spilaði síðast með Rosenborg í 4-1 sigri á Kristiansund í byrjun ágúst.
Rosenborg sló út Ajax í forkeppni Evrópudeildar UEFA og spilar í riðlakeppninni í vetur. Liðið er í L-riðli með Vardar, Zenit og Real Sociedad.