Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2017 09:00 Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar. vísir/ernir Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félagið á nú 23,3 prósenta hlut í Pressunni. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar og Arnar framkvæmdastjóri félagsins. Eignarhlutur Dalsins, sem er í jafnri eigu þeirra Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmanns, fór á sama tíma úr 88,4 í 66,3 prósent. Eiga nú félög í eigu Björns Inga og Arnars um 31 prósent hlut í Pressunni. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku var lánveitingum Dalsins til Pressunnar breytt í hlutafé og eignaðist félagið þannig ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækinu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Í dag verður stefna félagsins Útvarðar ehf., sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar, fyrrverandi stjórnarformanns DV, á hendur Pressunni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skuldar Pressan Útverði tugi milljóna króna. Síðar í mánuðinum verður gjaldþrotabeiðni tollstjórans á hendur Vefpressunni tekin fyrir í héraðsdómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félagið á nú 23,3 prósenta hlut í Pressunni. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar og Arnar framkvæmdastjóri félagsins. Eignarhlutur Dalsins, sem er í jafnri eigu þeirra Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmanns, fór á sama tíma úr 88,4 í 66,3 prósent. Eiga nú félög í eigu Björns Inga og Arnars um 31 prósent hlut í Pressunni. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku var lánveitingum Dalsins til Pressunnar breytt í hlutafé og eignaðist félagið þannig ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækinu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Í dag verður stefna félagsins Útvarðar ehf., sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar, fyrrverandi stjórnarformanns DV, á hendur Pressunni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skuldar Pressan Útverði tugi milljóna króna. Síðar í mánuðinum verður gjaldþrotabeiðni tollstjórans á hendur Vefpressunni tekin fyrir í héraðsdómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30
Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00