Fjölmiðlar

Fréttamynd

Að bjarga sökkvandi skipi

Heimildin hefur lagt í björgunarleiðangur til að bjarga sökkvandi skipi Mannlífs undir stjórn Reynis Traustasonar. Leiðangurinn hefur þó ekki verið dramalaus og augljóst að mikil átök hafa verið innan hluthafahóps Heimildarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessa­stöðum til varnar

Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið.

Lífið
Fréttamynd

Segir kaup­verðið á Mann­lífi ekki hátt

Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimildin að ganga frá kaupum á Mann­lífi

Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramóta­skaupsins

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands sýknaði Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnanda á Morgunblaðinu, af kæru Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur, leikkonu, vegna ummæla sem hún taldi stríða gegn siðareglum blaðamanna. Stefán Einar neitaði sjálfur að viðurkenna að siðanefndin hefði lögsögu yfir honum.

Innlent
Fréttamynd

Einka­væðingará­form gætu hrakið Ís­rael úr Euro­vision

Stríðsrekstur Ísraela á Gasa og víðar fyrir botni Miðjarðarhafs leiddi til mikilla mótmæla þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. Nú er hugsanlegt að Ísrael verði meinuð þátttaka í keppninni, þó af allt annarri ástæðu.

Erlent
Fréttamynd

Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál

Á óvart kemur hvað viðhorfspistlar, lesendabréf, skoðanapistlar eða hvaða orð sem við gefum þessu fyrirbæri halda sínu og vel það. Ef við skoðum hvaða pistlar voru þeir mest lesnir á árinu má sjá hvað það var sem fólki lá helst á hjarta og þar kemur á daginn að forsetakandídatarnir voru mönnum ofarlega í huga. 

Lífið
Fréttamynd

Fer úr Efsta­leiti yfir til SFS

Benedikt Sigurðsson sagði skilið við fréttastofu RÚV og hefur nú verið ráðinn aftur til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar starfaði hann áður sem upplýsingafulltrúi.

Innlent
Fréttamynd

Myndir ársins: Miskunnar­leysi hrauneðjunnar og sigur­víma frambjóðandans

Sumum atburðum er erfitt, og jafnvel ómögulegt, að lýsa með orðum. Þess vegna eru ljósmyndir nauðsynlegur þáttur í fréttaflutningi vef- og prentmiðla. Ein mynd, römmuð inn af reyndu auga og tekin á hárréttu augnabliki, getur vakið tilfinningar sem erfitt væri að koma til skila til lesandans með öðrum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Halla­laus fjöl­miðla­um­fjöllun

Í kjölfar alþingiskosninga bíður þjóðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum varðandi stjórnun landsins næstu fjögur árin. Sem stendur er oddvitar Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna að því að koma saman starfhæfri ríkisstjórn, en við þann ráðahag hafa margir athugasemdir þó það sé ekki umfjöllunarefni þessa pistils.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur

Fréttaveita ABC hef­ur samþykkt að greiða Don­ald Trump bæt­ur upp á 15 millj­ón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum ís­lenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun.

Erlent
Fréttamynd

Tveir frétta­menn RÚV söðla um

Benedikt Sigurðsson og Valur Grettisson, fréttamenn á Ríkisútvarpinu, hafa ákveðið að segja skilið við fréttastofu RÚV. Annar er hættur en hinn að vinna sínar síðustu vaktir. Þeir hófu störf á svipuðum tíma í ársbyrjun 2023.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir

Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­miðlar á lands­byggðinni fá rúma milljón hver

Ellefu einkareknir, sstaðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fá úthlutað styrkjum frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu. Alls voru til úthlutunar 12,5 milljónir sem skiptast jafnt á milli allra miðla sem sóttu um og fær hver þeirra 1.136.363 krónur í sinn hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fær ekki að breyta skil­málum fjölskyldusjóðsins

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur verið gerður afturreka með ósk sína um að fá að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem meðal annars kveða á um að elstu börnin hans fjögur fái jafnan atkvæðisrétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum.

Erlent
Fréttamynd

Plötu­snúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni

Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Fréttin öll

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri og helsta sprautan í rekstri vefmiðilsins Fréttarinnar segir að því miður sé ekki rekstrargrundvöllur til að halda miðlinum lengur lifandi.

Innlent