Á höllum brauðfæti? Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 17. október 2017 16:35 Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.Langtímamálin standa verst Orka og athygli í umræðu um heilbrigðismál beinist hlutfallslega mest að bráðaþjónustu, Landspítala og mönnun sjúkrahúsa. Það er brýn umræða, en meira þyrfti þó og mætti ræða um langtímaverkefnin, svo sem málefni langveikra, fatlaðra og aldraðra, sem þurfa öfluga nærþjónustu til langs tíma. Einmitt til þess að halda sig fjarri bráðaþjónustunni, sem okkur er svo tamt að ræða.Stefnulaus heilbrigðispólitík Það virðist ganga illa að ná samstöðu um langtímamarkmið og stefnu í heilbrigðismálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þá eru kosningar til þings (oftast) á fjögurra ára fresti og gefa í hvert sinn tilefni til stóryrtra yfirlýsinga í þessum málum sem öðrum. Í öðru lagi snýst umræðan alltof oft um pólitískar kreddur, svo sem um fýsileika eða ómöguleika sjálfstæðs rekstrar, sem stuðlar að misklíð frekar en samstæðri stefnumótun. Í þeirri umræðu er stétt att gegn stétt, auk þess sem hópar innan hverrar stéttar fyrir sig eru settir í varnarstöðu hver gegn öðrum. Læknum á sjúkrahúsum er þannig stillt upp gegn læknum á stofum, og þannig koll af kolli. Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur heilbrigðisþjónustu í landinu er í dag rekinn af sjálfstæðum og/eða hálfopinberum aðilum. Vissulega skortir heildarsýn á því sviði, líkt og öðrum, en betur færi á því að ræða þá stefnumótun undir formerkjum samstöðu frekar en samkeppni, með heildstæðri aðkomu allra stétta. Þetta verkefni er meðal þeirra sem Óttarr Proppé hefur sett af stað í hlutverki heilbrigðisráðherra.Skortur á hugrekki Getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til þess að standa fyrir breiðu samtali um heildarstefnu hefur gert það að verkum að íslenska heilbrigðiskerfið þróast á sjálfstýringu, eins og Landlæknir og fleiri hafa bent á. Ósamræmi í fjármögnunarfyrirkomulagi opinberra stofnana og einkaaðila hefur gert það að verkum að við sitjum uppi með ósamstætt kerfi. Sökin fyrir því liggur hjá pólitíkinni og skorti á hugrekki til heiðarlegrar stefnumótunar, en síst af öllu hjá heilbrigðisgeiranum sjálfum. Mikill skortur er á jafnvægi í því hvar þjónusta er veitt, af hverjum og því hvort samræmi er milli þarfar og þjónustuframboðs vítt og breitt um landið. Stjórnmálin verða að fara að gæta að orðum sínum þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi. Brauðfæturnir eru ekki hjá því færa og samviskusama fólki sem stendur vaktirnar og mannar þjónustuna, heldur hjá þeim sem bera ábyrgð á því að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hafi fast land undir fótum og búi við eðlilegar starfsaðstæður hvað stefnu og tilgang starfa þeirra varðar. Fyrr en við lögum það breytist ekki neitt.Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti í NV fyrir lista Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.Langtímamálin standa verst Orka og athygli í umræðu um heilbrigðismál beinist hlutfallslega mest að bráðaþjónustu, Landspítala og mönnun sjúkrahúsa. Það er brýn umræða, en meira þyrfti þó og mætti ræða um langtímaverkefnin, svo sem málefni langveikra, fatlaðra og aldraðra, sem þurfa öfluga nærþjónustu til langs tíma. Einmitt til þess að halda sig fjarri bráðaþjónustunni, sem okkur er svo tamt að ræða.Stefnulaus heilbrigðispólitík Það virðist ganga illa að ná samstöðu um langtímamarkmið og stefnu í heilbrigðismálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þá eru kosningar til þings (oftast) á fjögurra ára fresti og gefa í hvert sinn tilefni til stóryrtra yfirlýsinga í þessum málum sem öðrum. Í öðru lagi snýst umræðan alltof oft um pólitískar kreddur, svo sem um fýsileika eða ómöguleika sjálfstæðs rekstrar, sem stuðlar að misklíð frekar en samstæðri stefnumótun. Í þeirri umræðu er stétt att gegn stétt, auk þess sem hópar innan hverrar stéttar fyrir sig eru settir í varnarstöðu hver gegn öðrum. Læknum á sjúkrahúsum er þannig stillt upp gegn læknum á stofum, og þannig koll af kolli. Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur heilbrigðisþjónustu í landinu er í dag rekinn af sjálfstæðum og/eða hálfopinberum aðilum. Vissulega skortir heildarsýn á því sviði, líkt og öðrum, en betur færi á því að ræða þá stefnumótun undir formerkjum samstöðu frekar en samkeppni, með heildstæðri aðkomu allra stétta. Þetta verkefni er meðal þeirra sem Óttarr Proppé hefur sett af stað í hlutverki heilbrigðisráðherra.Skortur á hugrekki Getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til þess að standa fyrir breiðu samtali um heildarstefnu hefur gert það að verkum að íslenska heilbrigðiskerfið þróast á sjálfstýringu, eins og Landlæknir og fleiri hafa bent á. Ósamræmi í fjármögnunarfyrirkomulagi opinberra stofnana og einkaaðila hefur gert það að verkum að við sitjum uppi með ósamstætt kerfi. Sökin fyrir því liggur hjá pólitíkinni og skorti á hugrekki til heiðarlegrar stefnumótunar, en síst af öllu hjá heilbrigðisgeiranum sjálfum. Mikill skortur er á jafnvægi í því hvar þjónusta er veitt, af hverjum og því hvort samræmi er milli þarfar og þjónustuframboðs vítt og breitt um landið. Stjórnmálin verða að fara að gæta að orðum sínum þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi. Brauðfæturnir eru ekki hjá því færa og samviskusama fólki sem stendur vaktirnar og mannar þjónustuna, heldur hjá þeim sem bera ábyrgð á því að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hafi fast land undir fótum og búi við eðlilegar starfsaðstæður hvað stefnu og tilgang starfa þeirra varðar. Fyrr en við lögum það breytist ekki neitt.Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti í NV fyrir lista Bjartrar framtíðar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun