Nichole segir forseta Alþingis hafa hótað sér: „Þú munt sprengja ríkisstjórnina ef þú leggur þetta fram“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 13:35 „Ef þú gerir það munt þú sprengja ríkisstjórnina,“ sagði Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun þar sem hún lýsir símtali frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, daginn fyrir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hún segir dagana fyrir stjórnarslitin um miðjan september síðastliðinn hafa minnt á æsispennandi lokamínútur í þáttaröðinni House of Cards. Nichole hafði unnið að frumvarpi um breytingartillögu á útlendingalögum vegna frétta af brottvísunum tveggja stúlkna, Haniye og Mary, í september síðastliðnum. Þegar þau mál rötuðu í fréttirnar fór Nichole á stúfana til að finna leiðir til að hafa áhrif á þau. Strax hafi komið upp tillaga um breytingar á útlendingalögum með það að markmiði að börn njóti frekari verndar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hafði lagt fram frumvarp sem átti að tryggja stúlkunum ríkisborgararétt en Nichole leist ekki á það því þá myndu þær ekki njóta alþjóðlegrar verndar, og fara í raun aftast í röðina þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og aðgangi að félagslegu húsnæði.Fór á fund ráðherra Innan Alþingis fréttist af því að Nichole væri byrjuð á þessari vinnu og var hún boðuð á fund Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra, til að ræða málin. Á fundinum segist Nichole hafa fengið þau svör að það þætti ótrúverðugt ef flokkar í ríkisstjórn myndu standa gegn ákvörðun dómsmálaráðherra. Nichole ákvað að halda áfram með vinnuna og hún hafi fengið þau skilaboð innan Alþingis að tillaga hennar myndi hljóta forgang á þingdagskránni eftir að fjárlög höfðu verið lögð fram.Sigríður Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherravísir/ernirHún ítrekaði í Harmageddon að verið var að keppa við klukkuna til að ná þessum breytingum í gegn áður en stúlkunum yrði vísað úr landi. Á miðvikudeginum fyrir stjórnarslitin var umræða um stefnuræðu forsætisráðherra á þingi og þar hafi Sigríður Andersen staðið í ræðustól og sagst ætla að taka á móti tillögum frá þingmönnum vegna breytinga á útlendingalögum og skipuð yrði þverpólitísk nefnd til að endurskoða þau. Fékk símtal Nichole sagðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hún heyrði ræðu Sigríðar. Hún hafi því yfirgefið þingsal og ekið heim án þess að tala við neinn. Það var þá sem hún fékk símtal frá Unni Brá sem sagði henni að hún ætti að fagna tillögu Sigríðar Andersen. Í Harmageddon sagði Nichole að hún hefði ekki getað það því hún treysti ekki Sigríði vegna framkomu hennar í Landsdómsmálinu og varðandi málefni tengd uppreist æru. Nichole segir Unni Brá hafa því hótað sér með þeim orðum að ef Nichole myndi leggja frumvarp sitt um breytingar á útlendingalögum fram daginn eftir þá myndi það sprengja ríkisstjórnina.Unnur Brá Konráðsdóttir.Vísir/Anton„Þú munt sprengja ríkisstjórnina ef þú leggur þetta fram á morgun,“ hafði Nichole eftir Unni Brá í Harmageddon í morgun. „En ég sagði, hvað með mitt orðspor? Ég er búin að fara í viðtöl um að ég væri að leggja fram þessar breytingar. Og mér er hótað að ég ein mun sprengja ríkisstjórn. Það var flokkur sem var að bíða eftir þessum breytingum,“ sagði Nichole.„Ég var höfð að fífli“ Hún sagðist hafa fengið þau skilaboð að ræða við Sigríði Andersen daginn eftir og vinna með henni. Nichole sagði í Harmageddon að það hefði komið í ljós hvers vegna Sigríður Andersen vildi ekki breytingartillögu hennar, það gæti verið hvati til mansals á börnum. Nichole segist ekki hafa fengið það svar þá, heldur að fordæmi sem breytingartillagan myndi hafa. Kvöldið eftir sprakk ríkisstjórnin. „Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu. Ég var höfð á fífli. Ég var látin hlaupa um og vinna þessa vinnu. Tefja mál og koma Viðreisn að málinu. Ég var notfærð, mér var hótað og ég var höfð að fífli,“ sagði Nichole um hvernig hún upplifði svik af hálfu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Þáttastjórnendur Harmageddon sögðu þessa atburðarás minna á lokamínútur í þáttaröðinni House of Cards. „Þetta var þannig. Ég elska þennan þátt og ég gat ekki annað en hugsað hvernig í ósköpunum ég var komin hingað.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
„Ef þú gerir það munt þú sprengja ríkisstjórnina,“ sagði Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun þar sem hún lýsir símtali frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, daginn fyrir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hún segir dagana fyrir stjórnarslitin um miðjan september síðastliðinn hafa minnt á æsispennandi lokamínútur í þáttaröðinni House of Cards. Nichole hafði unnið að frumvarpi um breytingartillögu á útlendingalögum vegna frétta af brottvísunum tveggja stúlkna, Haniye og Mary, í september síðastliðnum. Þegar þau mál rötuðu í fréttirnar fór Nichole á stúfana til að finna leiðir til að hafa áhrif á þau. Strax hafi komið upp tillaga um breytingar á útlendingalögum með það að markmiði að börn njóti frekari verndar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hafði lagt fram frumvarp sem átti að tryggja stúlkunum ríkisborgararétt en Nichole leist ekki á það því þá myndu þær ekki njóta alþjóðlegrar verndar, og fara í raun aftast í röðina þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og aðgangi að félagslegu húsnæði.Fór á fund ráðherra Innan Alþingis fréttist af því að Nichole væri byrjuð á þessari vinnu og var hún boðuð á fund Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra, til að ræða málin. Á fundinum segist Nichole hafa fengið þau svör að það þætti ótrúverðugt ef flokkar í ríkisstjórn myndu standa gegn ákvörðun dómsmálaráðherra. Nichole ákvað að halda áfram með vinnuna og hún hafi fengið þau skilaboð innan Alþingis að tillaga hennar myndi hljóta forgang á þingdagskránni eftir að fjárlög höfðu verið lögð fram.Sigríður Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherravísir/ernirHún ítrekaði í Harmageddon að verið var að keppa við klukkuna til að ná þessum breytingum í gegn áður en stúlkunum yrði vísað úr landi. Á miðvikudeginum fyrir stjórnarslitin var umræða um stefnuræðu forsætisráðherra á þingi og þar hafi Sigríður Andersen staðið í ræðustól og sagst ætla að taka á móti tillögum frá þingmönnum vegna breytinga á útlendingalögum og skipuð yrði þverpólitísk nefnd til að endurskoða þau. Fékk símtal Nichole sagðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hún heyrði ræðu Sigríðar. Hún hafi því yfirgefið þingsal og ekið heim án þess að tala við neinn. Það var þá sem hún fékk símtal frá Unni Brá sem sagði henni að hún ætti að fagna tillögu Sigríðar Andersen. Í Harmageddon sagði Nichole að hún hefði ekki getað það því hún treysti ekki Sigríði vegna framkomu hennar í Landsdómsmálinu og varðandi málefni tengd uppreist æru. Nichole segir Unni Brá hafa því hótað sér með þeim orðum að ef Nichole myndi leggja frumvarp sitt um breytingar á útlendingalögum fram daginn eftir þá myndi það sprengja ríkisstjórnina.Unnur Brá Konráðsdóttir.Vísir/Anton„Þú munt sprengja ríkisstjórnina ef þú leggur þetta fram á morgun,“ hafði Nichole eftir Unni Brá í Harmageddon í morgun. „En ég sagði, hvað með mitt orðspor? Ég er búin að fara í viðtöl um að ég væri að leggja fram þessar breytingar. Og mér er hótað að ég ein mun sprengja ríkisstjórn. Það var flokkur sem var að bíða eftir þessum breytingum,“ sagði Nichole.„Ég var höfð að fífli“ Hún sagðist hafa fengið þau skilaboð að ræða við Sigríði Andersen daginn eftir og vinna með henni. Nichole sagði í Harmageddon að það hefði komið í ljós hvers vegna Sigríður Andersen vildi ekki breytingartillögu hennar, það gæti verið hvati til mansals á börnum. Nichole segist ekki hafa fengið það svar þá, heldur að fordæmi sem breytingartillagan myndi hafa. Kvöldið eftir sprakk ríkisstjórnin. „Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu. Ég var höfð á fífli. Ég var látin hlaupa um og vinna þessa vinnu. Tefja mál og koma Viðreisn að málinu. Ég var notfærð, mér var hótað og ég var höfð að fífli,“ sagði Nichole um hvernig hún upplifði svik af hálfu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Þáttastjórnendur Harmageddon sögðu þessa atburðarás minna á lokamínútur í þáttaröðinni House of Cards. „Þetta var þannig. Ég elska þennan þátt og ég gat ekki annað en hugsað hvernig í ósköpunum ég var komin hingað.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira