Fimmti þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Karlakórnum Esju sem kemur fram í fimmta þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.
Karlakórinn Esja
Karlakórinn Esja var stofnaður í janúar 2013 en Kári Allansson, kirkjuorganisti Háteigskirkju hefur verið stjórnandi Esjunnar frá upphafi. Karlakórinn Esja hefur vaxið nokkuð jafnt og þétt síðastliðinn ár og farið frá því að vera 17 manna kór fyrsta starfsárið upp í að telja um 50 virka söngmenn í dag. Flestir söngmenn eru á aldrinum 25 til 35 ára og með tveimur undantekningum eru allir söngmenn undir fertugu.
Hér má sjá hvað gerist þegar Karlakórinn Esja fer saman í rúllustiga.
Hér að neðan má sjá kórinn syngja Ég er kominn heim (Ferðalok).