Frítekjumarkið burt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 17. október 2017 11:45 Sú regla hefur gilt í íslensku samfélagi að eldri borgarar fara af vinnumarkaði 70 ára án tillits til þess hvort þeir sjálfir eða atvinnurekendur hafi óskað eftir því. Nokkuð hefur borið á því í umræðunni að vísað sé til eldri borgara líkt og um væri að ræða einsleitan hóp. Þannig er því ekki háttað. Eldri borgarar eiga það sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert frábrugðinn hópum fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar talað er um efri árin er heilsufar. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er hættan á heilsubresti vissulega mest á efri árum. Að þessu leyti til gætir þó mikils mismunar hjá eldri borgurum eins og gengur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Aðrar aðstæður s.s. fjölskylduaðstæður eru að sama skapi afar mismunandi. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður eru stór áhrifaþáttur á líðan allra, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Eftir því sem aldurinn færist yfir með tilheyrandi breytingum er fátt sem skiptir eins miklu máli og fjárhagslegt öryggi. Líklegt má telja að flestir eldri borgarar búi við að minnsta kosti þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Vitað er þó að ákveðinn hluti eldri borgara hefur ekki nægjanleg fjárráð, býr við ófullnægjandi aðstæður og jafnvel skort. Áhersluatriði Flokks fólksins er að enginn eldri borgari búi við skort af neinu tagi. Þetta er fólkið sem hefur alla sína starfstíð lagt sitt af mörkum til samfélagsins og það ber ekki að launa því með því að útiloka það frá vinnumarkaðnum þótt ákveðnum aldri hafi verið náð. Tryggja skal eldri borgurum mannsæmandi afkomu svo þeir geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Í hópi eldri borgara eru einstaklingar sem bæði geta og vilja vera áfram á vinnumarkaði við ólík störf. Það er ekki hlutverk ríkisins að leggja stein í götu eldri borgara sem vilja vera á vinnumarkaði. Hvenær eldri borgari hættir að vinna er hans val og hans persónulega ákvörðun. Þess vegna vill Flokkur fólksins einfaldlega fella frítekjumarkið burt. Sú kynslóð sem hér um ræðir hefur öðlast reynslu og safnað fjölþættri þekkingu. Með því að auka hlutfall eldri borgara á vinnumarkaði geta þeir miðlað til annarra þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum, dýrmætum menningararfi sem skilar sér vel í munnlegum samskiptum frá einum aðila til annars. Því lengur sem eldri borgarar eru virkir í atvinnulífinu og í sem nánustu tengslum við yngri kynslóðirnar því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild.Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sú regla hefur gilt í íslensku samfélagi að eldri borgarar fara af vinnumarkaði 70 ára án tillits til þess hvort þeir sjálfir eða atvinnurekendur hafi óskað eftir því. Nokkuð hefur borið á því í umræðunni að vísað sé til eldri borgara líkt og um væri að ræða einsleitan hóp. Þannig er því ekki háttað. Eldri borgarar eiga það sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert frábrugðinn hópum fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar talað er um efri árin er heilsufar. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er hættan á heilsubresti vissulega mest á efri árum. Að þessu leyti til gætir þó mikils mismunar hjá eldri borgurum eins og gengur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Aðrar aðstæður s.s. fjölskylduaðstæður eru að sama skapi afar mismunandi. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður eru stór áhrifaþáttur á líðan allra, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Eftir því sem aldurinn færist yfir með tilheyrandi breytingum er fátt sem skiptir eins miklu máli og fjárhagslegt öryggi. Líklegt má telja að flestir eldri borgarar búi við að minnsta kosti þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Vitað er þó að ákveðinn hluti eldri borgara hefur ekki nægjanleg fjárráð, býr við ófullnægjandi aðstæður og jafnvel skort. Áhersluatriði Flokks fólksins er að enginn eldri borgari búi við skort af neinu tagi. Þetta er fólkið sem hefur alla sína starfstíð lagt sitt af mörkum til samfélagsins og það ber ekki að launa því með því að útiloka það frá vinnumarkaðnum þótt ákveðnum aldri hafi verið náð. Tryggja skal eldri borgurum mannsæmandi afkomu svo þeir geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Í hópi eldri borgara eru einstaklingar sem bæði geta og vilja vera áfram á vinnumarkaði við ólík störf. Það er ekki hlutverk ríkisins að leggja stein í götu eldri borgara sem vilja vera á vinnumarkaði. Hvenær eldri borgari hættir að vinna er hans val og hans persónulega ákvörðun. Þess vegna vill Flokkur fólksins einfaldlega fella frítekjumarkið burt. Sú kynslóð sem hér um ræðir hefur öðlast reynslu og safnað fjölþættri þekkingu. Með því að auka hlutfall eldri borgara á vinnumarkaði geta þeir miðlað til annarra þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum, dýrmætum menningararfi sem skilar sér vel í munnlegum samskiptum frá einum aðila til annars. Því lengur sem eldri borgarar eru virkir í atvinnulífinu og í sem nánustu tengslum við yngri kynslóðirnar því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild.Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun