Hagstjórnin og kvennastéttir Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2017 07:00 Kvenfrelsismál eru ofar á baugi í þessari kosningabaráttu en oft áður. Vegna þrotlausrar kvennabaráttu þarf ekki lengur að deila um hvort konur verði fyrir misrétti vegna kyns síns eða ekki, nú ræðum við um aðgerðir til að uppræta misréttið. Þetta gefur fyrirheit um að hægt verði að ná breiðri samstöðu á næsta kjörtímabili um að útrýma bæði kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Aðgerðirnar þurfa að taka á margþættri mismunun sem konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, fátækar konur og hinsegin konur mæta í daglegu lífi. Tillaga Viðreisnar um þjóðarsátt um kjör kvennastétta – þar sem tekist væri á við hinn „útskýrða“ launamun milli kynjanna – er gott innlegg í umræðuna. Með samstillu átaki ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda mætti ná fram raunverulegri leiðréttingu á kjörum kvennastétta í eitt skipti fyrir öll, þannig að svokallaðar ófaglærðar og faglærðar kvennastéttir nytu mannsæmandi kjara, bæði á einkamarkaði og hinum opinbera.Sveltistefna eykur vinnuálag kvenna En meira þarf að koma til en launahækkanir. Stórbæta þarf vinnuaðstöðu, aðbúnað og mönnun í þeim störfum sem þessar stéttir inna af hendi og stytta vinnutímann þannig að allt vinnandi fólk geti betur samhæft atvinnu og fjölskyldulíf. Kynbundinn launamunur verður ekki leiðréttur nema ólaunuð vinna – sem konur bera hitann og þungann af – verði tekin með í reikninginn. Sveltistefnan í heilbrigðismálum og menntamálum hefur bein neikvæð áhrif á kjör stórra kvennastétta og eykur um leið ólaunað vinnuálag á konur. Þar sem heilbrigðis- og velferðarkerfinu sleppir taka konur oftast við. Það er ekki lengra en rúmur mánuður síðan fráfarandi ríkisstjórnarflokkar lögðu fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi sá þess stað að nokkur vilji væri til að taka á kjörum kvennastétta eða til að breyta um kúrs og kveðja sveltistefnuna. Hægri hagstjórn – eins og sú sem fráfarandi ríkisstjórnarflokkar sýndu í verki – er ekki ávísun á velferð eða á jafnrétti kynjanna. Slík hagstjórn hefur hvergi orðið til þess að ýta undir frelsi kvenna, heldur þvert á móti lagt auknar byrðar af illa launaðri og ólaunaðri vinnu á þeirra herðar, sem aftur dregur úr tækifærum kvenna til að láta til sín taka í samfélaginu.Bráðum betri tíð? Hvernig sem Alþingi verður skipað eftir kosningar þá er fagnaðarefni að fleiri stjórnmálaflokkar lýsi yfir vilja til að einbeita sér að kjörum kvennastétta. Uppbygging í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmálum á ekki að mæta afgangi. Þetta er besta fjárfestingin til að tryggja efnahagslega velsæld til framtíðar. Tími samstilltra aðgerða er vonandi að renna upp. Höfundur er frambjóðandi VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenfrelsismál eru ofar á baugi í þessari kosningabaráttu en oft áður. Vegna þrotlausrar kvennabaráttu þarf ekki lengur að deila um hvort konur verði fyrir misrétti vegna kyns síns eða ekki, nú ræðum við um aðgerðir til að uppræta misréttið. Þetta gefur fyrirheit um að hægt verði að ná breiðri samstöðu á næsta kjörtímabili um að útrýma bæði kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Aðgerðirnar þurfa að taka á margþættri mismunun sem konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, fátækar konur og hinsegin konur mæta í daglegu lífi. Tillaga Viðreisnar um þjóðarsátt um kjör kvennastétta – þar sem tekist væri á við hinn „útskýrða“ launamun milli kynjanna – er gott innlegg í umræðuna. Með samstillu átaki ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda mætti ná fram raunverulegri leiðréttingu á kjörum kvennastétta í eitt skipti fyrir öll, þannig að svokallaðar ófaglærðar og faglærðar kvennastéttir nytu mannsæmandi kjara, bæði á einkamarkaði og hinum opinbera.Sveltistefna eykur vinnuálag kvenna En meira þarf að koma til en launahækkanir. Stórbæta þarf vinnuaðstöðu, aðbúnað og mönnun í þeim störfum sem þessar stéttir inna af hendi og stytta vinnutímann þannig að allt vinnandi fólk geti betur samhæft atvinnu og fjölskyldulíf. Kynbundinn launamunur verður ekki leiðréttur nema ólaunuð vinna – sem konur bera hitann og þungann af – verði tekin með í reikninginn. Sveltistefnan í heilbrigðismálum og menntamálum hefur bein neikvæð áhrif á kjör stórra kvennastétta og eykur um leið ólaunað vinnuálag á konur. Þar sem heilbrigðis- og velferðarkerfinu sleppir taka konur oftast við. Það er ekki lengra en rúmur mánuður síðan fráfarandi ríkisstjórnarflokkar lögðu fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi sá þess stað að nokkur vilji væri til að taka á kjörum kvennastétta eða til að breyta um kúrs og kveðja sveltistefnuna. Hægri hagstjórn – eins og sú sem fráfarandi ríkisstjórnarflokkar sýndu í verki – er ekki ávísun á velferð eða á jafnrétti kynjanna. Slík hagstjórn hefur hvergi orðið til þess að ýta undir frelsi kvenna, heldur þvert á móti lagt auknar byrðar af illa launaðri og ólaunaðri vinnu á þeirra herðar, sem aftur dregur úr tækifærum kvenna til að láta til sín taka í samfélaginu.Bráðum betri tíð? Hvernig sem Alþingi verður skipað eftir kosningar þá er fagnaðarefni að fleiri stjórnmálaflokkar lýsi yfir vilja til að einbeita sér að kjörum kvennastétta. Uppbygging í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmálum á ekki að mæta afgangi. Þetta er besta fjárfestingin til að tryggja efnahagslega velsæld til framtíðar. Tími samstilltra aðgerða er vonandi að renna upp. Höfundur er frambjóðandi VG í Reykjavík norður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun