Tveggja turna tal á stóra sviðinu Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 13. maí 2017 11:00 Margir telja nánast öruggt að hinn 38 ára Francesco Gabbani muni vinna Eurovison, enda lag hans feiknavinsælt um alla álfuna. Fréttablaðið/EPA Tvö lönd eru talin líklegust til afreka í Eurovision í kvöld. Annars vegar Ítalía, með sjarmatröllið og orkuboltann Francesco Gabbani í fararbroddi, og hins vegar Portúgal þar sem hinn silkimjúki Salvador Sobral leikur við míkrófóninn eins og hann sé að mála fallegt málverk í rólegheitum. Önnur lönd sem koma til greina samkvæmt sérfræðingum hér í Kænugarði eru Svíþjóð, Belgía, Rúmenía og jafnvel Danmörk en danska lagið hefur komið sterkt inn undanfarna daga. Langlíkegast er að ítalski söngvarinn Francesco Gabbani muni hampa glermíkrófóninum eftirsótta þegar úrslitin verða kunngjörð. Lagið hans, Occidentali’s Karma, er gríðarlega vinsælt um Evrópu og hefur Gabbani verið hampað fyrir framkomu sína og brosmildi hér undanfarna daga. Nýleg alþjóðleg frægð Riccardo Pasquini, blaðamaður RTV 38, segir að Gabbani sé mjög vinsæll á Ítalíu og nýleg alþjóðleg frægð hans hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Við erum bjartsýn fyrir stóra kvöldið. Francesco varð mjög vinsæll á Ítalíu ekki alls fyrir löngu. Lagið hans er eitt mest selda ítalska lag frá upphafi og það er búið að horfa á myndbandið hans yfir 100 milljón sinnum. Ítalskt lag hefur aldrei notið svona mikilla vinsælda þannig að, já, ég myndi segja að við værum bjartsýn en við sjáum til þegar atkvæðin verða talin hvernig fer.“ Ítalir hafa unnið keppnina tvisvar sinnum, 1964 og 1990 þegar Stjórnin varð í fjórða sæti með Eitt lag enn. Þeir hafa tekið þátt 42 sinnum og voru meðal þjóða sem sungu í fyrstu Eurovisionkeppninni 1956. Gabbani vann Sanremo-keppnina sem er forkeppni Ítala en sú keppni er einmitt fyrirmynd Eurovision. Lagið keppti ekki í undankeppninni þar sem Ítalir eru ein af hinum svokölluðu stóru fimm sem komast beint í úrslitin. Hin eru Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland. Ítalir drógu sig út úr Eurovision fyrir 20 árum en sneru aftur 2010. Það er sama við hvern er talað, hvort sem það eru íslenskir Eurovisionsérfræðingar eða íslenskir blaðamenn eða erlendir sérfræðingar eða blaðamenn, það spá allir að Gabbani muni vinna. Sigurinn sé nánast þegar kominn í höfn og Eurovisionsirkusinn haldi til Rómar á næsta ári.Hjartveikur hjartaknúsari Þó er einn keppandi sem gæti veitt honum einhverja keppni. Mikið hefur verið rætt og ritað hér í Úkraínu um Salvador Sobral, söngvarann frá Portúgal. Meðbyrinn sem lag hans og flutningur hefur fengið undanfarna daga er mikill. Sobral er 27 ára og glímir við hjartasjúkdóm. Hann syngur á móðurmálinu en lagið er samið af systur hans sem einnig er söngvari. Hann hefur lýst laginu á blaðamannafundum sem sorglegu ástarlagi. Sobral talar litla ensku þrátt fyrir að hafa búið í Bandaríkjunum og vegna ástands hans hefur hann lítt haft sig í frammi. Portúgalar eru einnig bjartsýnir á gott gengi en þeim hefur aldrei gengið neitt í Eurovision. Hafa hæst náð sjötta sæti og fengið tvisvar 0 stig. Nina Pinto, fararstjóri portúgalska hópsins, segir að lagið sé ólíkt öðrum lögum. Annaðhvort elski fólk það eða hati. „Lagið er vinsælt og í fyrsta sinn sé ég okkur í efri hlutanum og jafnvel með möguleika á sigri. En þetta er öðruvísi lag og annaðhvort elskarðu það eða hatar. Það er ekkert meðalhóf. En ég vona að okkur gangi vel.“ Nokkrir hafa bent á að fjarvera hans í upphafi keppninnar hafi verið skipulögð til að skapa umtal um hjartasjúkdóm hans og fá þannig fleiri atkvæði. Þessu vísar Pinto til föðurhúsanna. „Hann er með hjartasjúkdóm og það vita allir. Hann hefur haft hann í nokkur ár og það hefur aftrað honum frá því að syngja. Hann er með læknateymi og verður að fara sér hægt og taka því rólega en hann getur alveg sungið. Hann gat ekki komið hingað fyrir tveimur vikum því læknar vildu ekki leyfa honum það. Hann vill enga sérmeðferð, hann vill vera eins og allir hinir.“ Þótt þetta sé fyrirfram talið tveggja turna tal veit enginn hvað gerist í Eurovision. Ekki voru margir á því að Jamala myndi vinna í fyrra. Hvort keppnin fer fram í Róm eða Lissabon á næsta ári mun koma í ljós þegar atkvæðin hafa verið talin. Eitt er víst. Svala Björgvinsdóttir hefur lokið keppni og nokkur frábær lög duttu út sem áttu miklu meira skilið að vera á úrslitakvöldinu en til dæmis Aserbaídsjan – en það atriði og lag verður seint talið líklegt til afreka. Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sænski sjarmörinn finnur ekki fyrir pressunni Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. 12. maí 2017 09:15 Búlgarski keppandinn söng á Krímskaga en verður ekki rekinn úr Eurovision Rússneskur Eurovision-sigurvegari segir hann vera hetju Rússa. 12. maí 2017 10:53 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Tvö lönd eru talin líklegust til afreka í Eurovision í kvöld. Annars vegar Ítalía, með sjarmatröllið og orkuboltann Francesco Gabbani í fararbroddi, og hins vegar Portúgal þar sem hinn silkimjúki Salvador Sobral leikur við míkrófóninn eins og hann sé að mála fallegt málverk í rólegheitum. Önnur lönd sem koma til greina samkvæmt sérfræðingum hér í Kænugarði eru Svíþjóð, Belgía, Rúmenía og jafnvel Danmörk en danska lagið hefur komið sterkt inn undanfarna daga. Langlíkegast er að ítalski söngvarinn Francesco Gabbani muni hampa glermíkrófóninum eftirsótta þegar úrslitin verða kunngjörð. Lagið hans, Occidentali’s Karma, er gríðarlega vinsælt um Evrópu og hefur Gabbani verið hampað fyrir framkomu sína og brosmildi hér undanfarna daga. Nýleg alþjóðleg frægð Riccardo Pasquini, blaðamaður RTV 38, segir að Gabbani sé mjög vinsæll á Ítalíu og nýleg alþjóðleg frægð hans hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Við erum bjartsýn fyrir stóra kvöldið. Francesco varð mjög vinsæll á Ítalíu ekki alls fyrir löngu. Lagið hans er eitt mest selda ítalska lag frá upphafi og það er búið að horfa á myndbandið hans yfir 100 milljón sinnum. Ítalskt lag hefur aldrei notið svona mikilla vinsælda þannig að, já, ég myndi segja að við værum bjartsýn en við sjáum til þegar atkvæðin verða talin hvernig fer.“ Ítalir hafa unnið keppnina tvisvar sinnum, 1964 og 1990 þegar Stjórnin varð í fjórða sæti með Eitt lag enn. Þeir hafa tekið þátt 42 sinnum og voru meðal þjóða sem sungu í fyrstu Eurovisionkeppninni 1956. Gabbani vann Sanremo-keppnina sem er forkeppni Ítala en sú keppni er einmitt fyrirmynd Eurovision. Lagið keppti ekki í undankeppninni þar sem Ítalir eru ein af hinum svokölluðu stóru fimm sem komast beint í úrslitin. Hin eru Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland. Ítalir drógu sig út úr Eurovision fyrir 20 árum en sneru aftur 2010. Það er sama við hvern er talað, hvort sem það eru íslenskir Eurovisionsérfræðingar eða íslenskir blaðamenn eða erlendir sérfræðingar eða blaðamenn, það spá allir að Gabbani muni vinna. Sigurinn sé nánast þegar kominn í höfn og Eurovisionsirkusinn haldi til Rómar á næsta ári.Hjartveikur hjartaknúsari Þó er einn keppandi sem gæti veitt honum einhverja keppni. Mikið hefur verið rætt og ritað hér í Úkraínu um Salvador Sobral, söngvarann frá Portúgal. Meðbyrinn sem lag hans og flutningur hefur fengið undanfarna daga er mikill. Sobral er 27 ára og glímir við hjartasjúkdóm. Hann syngur á móðurmálinu en lagið er samið af systur hans sem einnig er söngvari. Hann hefur lýst laginu á blaðamannafundum sem sorglegu ástarlagi. Sobral talar litla ensku þrátt fyrir að hafa búið í Bandaríkjunum og vegna ástands hans hefur hann lítt haft sig í frammi. Portúgalar eru einnig bjartsýnir á gott gengi en þeim hefur aldrei gengið neitt í Eurovision. Hafa hæst náð sjötta sæti og fengið tvisvar 0 stig. Nina Pinto, fararstjóri portúgalska hópsins, segir að lagið sé ólíkt öðrum lögum. Annaðhvort elski fólk það eða hati. „Lagið er vinsælt og í fyrsta sinn sé ég okkur í efri hlutanum og jafnvel með möguleika á sigri. En þetta er öðruvísi lag og annaðhvort elskarðu það eða hatar. Það er ekkert meðalhóf. En ég vona að okkur gangi vel.“ Nokkrir hafa bent á að fjarvera hans í upphafi keppninnar hafi verið skipulögð til að skapa umtal um hjartasjúkdóm hans og fá þannig fleiri atkvæði. Þessu vísar Pinto til föðurhúsanna. „Hann er með hjartasjúkdóm og það vita allir. Hann hefur haft hann í nokkur ár og það hefur aftrað honum frá því að syngja. Hann er með læknateymi og verður að fara sér hægt og taka því rólega en hann getur alveg sungið. Hann gat ekki komið hingað fyrir tveimur vikum því læknar vildu ekki leyfa honum það. Hann vill enga sérmeðferð, hann vill vera eins og allir hinir.“ Þótt þetta sé fyrirfram talið tveggja turna tal veit enginn hvað gerist í Eurovision. Ekki voru margir á því að Jamala myndi vinna í fyrra. Hvort keppnin fer fram í Róm eða Lissabon á næsta ári mun koma í ljós þegar atkvæðin hafa verið talin. Eitt er víst. Svala Björgvinsdóttir hefur lokið keppni og nokkur frábær lög duttu út sem áttu miklu meira skilið að vera á úrslitakvöldinu en til dæmis Aserbaídsjan – en það atriði og lag verður seint talið líklegt til afreka.
Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sænski sjarmörinn finnur ekki fyrir pressunni Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. 12. maí 2017 09:15 Búlgarski keppandinn söng á Krímskaga en verður ekki rekinn úr Eurovision Rússneskur Eurovision-sigurvegari segir hann vera hetju Rússa. 12. maí 2017 10:53 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Sænski sjarmörinn finnur ekki fyrir pressunni Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. 12. maí 2017 09:15
Búlgarski keppandinn söng á Krímskaga en verður ekki rekinn úr Eurovision Rússneskur Eurovision-sigurvegari segir hann vera hetju Rússa. 12. maí 2017 10:53