Innlent

Akureyringur vill láta bera kjörföður sinn út

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þórshöfn á Langanesi.
Þórshöfn á Langanesi. vísir/pjetur
Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu manns á Akureyri þess efnis að fá kjörföður sinn borinn út úr húsi á Þórshöfn.

Í niðurstöðunni kemur fram að árið 2007 hafi húsinu á Þórshöfn verið afsalað til mannsins af móður hans, þáverandi eiginkonu kjörföðurins. Maðurinn telur að kjörfaðir sinn hafi búið í húsinu án leyfis og án þess að borga leigu. Vill hann losna við hann úr því til að geta selt eignina. Kjörfaðir hans hélt því hins vegar fram að húsinu hefði verið afsalað til sonarins til málamynda og að hann ætti í raun ekkert í eigninni.

Á báðum dómstigum var tekið fram að til að unnt væri að fallast á aðför þyrfti heimild eiganda að vera ótvíræð. Þar sem feðgarnir voru tvísaga var vafi uppi um raunveruleg atvik málsins og útburði því hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×