Innlent

Dæmt í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn ríkinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gestur Jónsson
Gestur Jónsson vísir/gva
Mannréttindadómstóll Evrópu mun á fimmtudaginn kveða upp dóm í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn íslenska ríkinu.

Málið snýst um það að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi telja að brotið hafi verið gegn mannréttindum þeirra með því að þeim hafi verið refsað tvisvar vegna sama atviks. Í tengslum við rannsókn Baugsmálsins rannsökuðu skattayfirvöld skattskil þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva fyrir árin 1998-2002. Leiddi rannsóknin til hækkunar á álögðum sköttum þeirra og ákvað yfirskattanefnd 25 prósenta álag á skattana. Þeir Tryggvi og Jón telja að með 25 prósent álaginu hafi þeim verið gerð refsing vegna þessara atvika. Síðan voru þeir dæmdir í Hæstarétti vegna brota á skattalögum.

„Þetta snýst um það hvort það hafi verið heimilt að refsa tvisvar, annars vegar fyrir stjórnvöldum og hins vegar fyrir dómstólum,“ segir Gestur Jónsson,verjandi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×