Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2017 20:00 Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús í hjarta hafnarinnar breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar um leið og bærinn fær andlitslyftingu. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, í fréttum Stöðvar 2. Hluti húsanna verður rifinn, ný reist í staðinn og önnur endurbyggð. Bogadregna horn Ísfélagshússins verður áfram eitt af andlitum bæjarins, en allur Fiskiðjureiturinn er að fá nýtt hlutverk í fasteignaþróunarverkefni, sem bæjarstjórinn áætlar að kosti yfir þrjá milljarða króna. Hluti gömlu fiskvinnsluhúsanna hefur verið rifinn en önnur verða endurbyggð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Einkaaðilar standa að stærsta hlutanum í samstarfi við bæjarfélagið. Hér verða þrjátíu til fjörutíu nýjar íbúðir, sambýli fyrir fatlaða, skrifstofur þekkingarseturs Vestmannaeyja og ferðaþjónusta. Jafnframt er til skoðunar að þriðja hæð Fiskiðjuhússins verði innréttuð undir bæjarskrifstofurnar, að sögn Elliða. „Þetta er kannski til marks um þessa breytingu sem orðið hefur á samfélaginu í Vestmannaeyjum; frá því að vera nánast hreinræktaður sjávarútvegsbær yfir í það að vera sterkur sjávarútvegsbær en með fleiri egg í körfunni,“ segir Elliði.Gamla Fiskiðjuhúsið setur mikinn svip á hafnarsvæðið. Það gæti orðið ráðhús bæjarins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Samtímis standa atvinnufyrirtækin í miklum framkvæmdum, bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið. Bæjarstjórinn segir láta nærri að um 16 þúsund fermetrar séu í byggingu á þessu ári, til viðbótar við 14 þúsund fermetra í fyrra. Milli 60 og 70 íbúðir séu í smíðum upp á samtals sex þúsund fermetra. „Þannig að álagið á byggingageirann hér í Vestmannaeyjum er mikið en það er ekki í fyrsta skipti sem Eyjamenn vinna langan vinnudag.“ Bæjarstjórinn segir Eyjamenn bjartsýna um framtíðina. „Bæði er sjávarútvegurinn óvenju sterkur í Vestmannaeyjum um þessar mundir og sömuleiðis hefur ferðaþjónustan verið mjög kærkomin búbót.“ Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús í hjarta hafnarinnar breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar um leið og bærinn fær andlitslyftingu. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, í fréttum Stöðvar 2. Hluti húsanna verður rifinn, ný reist í staðinn og önnur endurbyggð. Bogadregna horn Ísfélagshússins verður áfram eitt af andlitum bæjarins, en allur Fiskiðjureiturinn er að fá nýtt hlutverk í fasteignaþróunarverkefni, sem bæjarstjórinn áætlar að kosti yfir þrjá milljarða króna. Hluti gömlu fiskvinnsluhúsanna hefur verið rifinn en önnur verða endurbyggð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Einkaaðilar standa að stærsta hlutanum í samstarfi við bæjarfélagið. Hér verða þrjátíu til fjörutíu nýjar íbúðir, sambýli fyrir fatlaða, skrifstofur þekkingarseturs Vestmannaeyja og ferðaþjónusta. Jafnframt er til skoðunar að þriðja hæð Fiskiðjuhússins verði innréttuð undir bæjarskrifstofurnar, að sögn Elliða. „Þetta er kannski til marks um þessa breytingu sem orðið hefur á samfélaginu í Vestmannaeyjum; frá því að vera nánast hreinræktaður sjávarútvegsbær yfir í það að vera sterkur sjávarútvegsbær en með fleiri egg í körfunni,“ segir Elliði.Gamla Fiskiðjuhúsið setur mikinn svip á hafnarsvæðið. Það gæti orðið ráðhús bæjarins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Samtímis standa atvinnufyrirtækin í miklum framkvæmdum, bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið. Bæjarstjórinn segir láta nærri að um 16 þúsund fermetrar séu í byggingu á þessu ári, til viðbótar við 14 þúsund fermetra í fyrra. Milli 60 og 70 íbúðir séu í smíðum upp á samtals sex þúsund fermetra. „Þannig að álagið á byggingageirann hér í Vestmannaeyjum er mikið en það er ekki í fyrsta skipti sem Eyjamenn vinna langan vinnudag.“ Bæjarstjórinn segir Eyjamenn bjartsýna um framtíðina. „Bæði er sjávarútvegurinn óvenju sterkur í Vestmannaeyjum um þessar mundir og sömuleiðis hefur ferðaþjónustan verið mjög kærkomin búbót.“
Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11