Takata öryggispúðaframleiðandinn gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 15:17 Sprunginn Takata öryggispúði. Heimildir herma að japanski öryggispúðaframleiðandinn Takata muni bera fram gjaldþrotabeiðni í næstu viku. Alls hafa verið innkallaðir yfir 100 milljón bíla með Takata loftpúða um heim allan á síðustu árum og er þar um að ræða stærstu innköllun bíla í sögunni. Takata útvegaði 19 bílaframleiðendum öryggispúða í bíla sína, þar á meðal, Ford, Honda, Volkswagen og Tesla. Takata þarf að greiða miklar bætur fyrir gallaða örygipúða sína, sem valdið hafa a.m.k. 16 dauðsföllum og fjölmörgum slysum á undanförnum árum. Takata hefur samþykkt að greiða 1 milljarð bandaríkjadala, eða 100 milljarða króna í sektir. Það versta í tilfelli Takata var að það uppgötvaðist að stjórnendur Takata vissu af göllunum án þess að bregðast við þeim og ekki hefur það orðið til að lækka sektirnar á höndum fyrirtækinu. Af þeim 46,2 milljónum bíla með Takata öryggispúða sem eru í Bandaríkjunum er aðeins búið að skipta út öryggispúðum í 35% þeirra, svo allt eins má búast við fleiri dauðsföllum og slysum af völdum gallaðra öryggispúða frá Takata. Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent
Heimildir herma að japanski öryggispúðaframleiðandinn Takata muni bera fram gjaldþrotabeiðni í næstu viku. Alls hafa verið innkallaðir yfir 100 milljón bíla með Takata loftpúða um heim allan á síðustu árum og er þar um að ræða stærstu innköllun bíla í sögunni. Takata útvegaði 19 bílaframleiðendum öryggispúða í bíla sína, þar á meðal, Ford, Honda, Volkswagen og Tesla. Takata þarf að greiða miklar bætur fyrir gallaða örygipúða sína, sem valdið hafa a.m.k. 16 dauðsföllum og fjölmörgum slysum á undanförnum árum. Takata hefur samþykkt að greiða 1 milljarð bandaríkjadala, eða 100 milljarða króna í sektir. Það versta í tilfelli Takata var að það uppgötvaðist að stjórnendur Takata vissu af göllunum án þess að bregðast við þeim og ekki hefur það orðið til að lækka sektirnar á höndum fyrirtækinu. Af þeim 46,2 milljónum bíla með Takata öryggispúða sem eru í Bandaríkjunum er aðeins búið að skipta út öryggispúðum í 35% þeirra, svo allt eins má búast við fleiri dauðsföllum og slysum af völdum gallaðra öryggispúða frá Takata.
Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent