Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist henni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2017 00:04 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Róberti vísir/gva Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut þriggja ára dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. Hann fékk í dag lögmannsréttindi á ný með dómi Hæstaréttar en í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir að tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Nína segir að forseti Íslands hafi brugðist henni. Nína Rún, sem er 26 ára í dag, ritar færslu á Facebook-síðu sína í kvöld en hún var á 15. ári þegar Robert braut gegn henni. Þau töluðu saman á netinu og hittust tvisvar sinnum. Í færslu sinni segist Nína hafa grátið þegar hún las fréttir af því í dag að Robert væri kominn með lögmannsréttindi á ný og í samtali við Vísi segir hún að sér hafi verið mjög brugðið. „Ég hreinlega trúði þessu ekki og varð mjög reið og leið. Ég grét og varð nánast dofin. Ég er ennþá í smá sjokki en allur stuðningurinn sem ég hef fengið eftir að ég setti færsluna inn er ómetanlegur. Svo á ég líka æðislega fjölskyldu sem styður við bakið á mér,“ segir Nína Rún.Nína Rún Bergsdóttir.Spyr hvaða rök liggja að baki ákvörðun forsetans Á Facebook segir Nína Rún að íslenska réttarkerfið hafi brugðist henni. „Forseti Íslands hefur brugðist mér. Ég hef þurft að lifa Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um. Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt/horft á ákveðnar myndir/farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér útaf þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við internetið. Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný. Hvar er réttlætið í því..? Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“ segir Nína Rún í færslunni. Þá beinir hún spurningu til forseta Íslands í samtali við Vísi: „Hvaða rök liggja að baki uppreist æru Róberts Árna? Hann hefur aldrei iðrast né lofað betrun, heldur lætur hann eins og fórnarlamb.“ Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 „Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut þriggja ára dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. Hann fékk í dag lögmannsréttindi á ný með dómi Hæstaréttar en í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir að tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Nína segir að forseti Íslands hafi brugðist henni. Nína Rún, sem er 26 ára í dag, ritar færslu á Facebook-síðu sína í kvöld en hún var á 15. ári þegar Robert braut gegn henni. Þau töluðu saman á netinu og hittust tvisvar sinnum. Í færslu sinni segist Nína hafa grátið þegar hún las fréttir af því í dag að Robert væri kominn með lögmannsréttindi á ný og í samtali við Vísi segir hún að sér hafi verið mjög brugðið. „Ég hreinlega trúði þessu ekki og varð mjög reið og leið. Ég grét og varð nánast dofin. Ég er ennþá í smá sjokki en allur stuðningurinn sem ég hef fengið eftir að ég setti færsluna inn er ómetanlegur. Svo á ég líka æðislega fjölskyldu sem styður við bakið á mér,“ segir Nína Rún.Nína Rún Bergsdóttir.Spyr hvaða rök liggja að baki ákvörðun forsetans Á Facebook segir Nína Rún að íslenska réttarkerfið hafi brugðist henni. „Forseti Íslands hefur brugðist mér. Ég hef þurft að lifa Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um. Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt/horft á ákveðnar myndir/farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér útaf þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við internetið. Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný. Hvar er réttlætið í því..? Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“ segir Nína Rún í færslunni. Þá beinir hún spurningu til forseta Íslands í samtali við Vísi: „Hvaða rök liggja að baki uppreist æru Róberts Árna? Hann hefur aldrei iðrast né lofað betrun, heldur lætur hann eins og fórnarlamb.“
Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 „Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33
„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00