Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 17. júlí 2017 12:30 Nýliðarnir tveir; Agla María Albertsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. vísir/tom Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks, er einn af EM-nýliðunum í íslenska hópnum í Hollandi en hún tryggði sér farseðilinn á Evrópumótið með frábærri frammistöðu í síðustu tveimur vináttuleikjum Íslands fyrir mótið sem voru gegn Írlandi og Brasilíu. Ingibjörg fékk mikið lof fyrir frammistöðuna á móti Brasilíu, síðast á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær þar sem samherji hennar í Blikaliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, hrósaði henni í hástert. Ingibjörg, sem er fædd árið 1997, er svona enn að ná áttum eftir að vera komin á stórmót í fyrsta sinn en spili hún á móti Frakklandi á morgun verður það aðeins hennar þriðji landsleikur. „Það er rosalega gaman að vera komin hingað og mjög spennandi,“ segir Ingibjörg við Vísi á hóteli stelpnanna í gær þangað sem íslensku fjölmiðlarnir fengu að kíkja í heimsókn.Ingibjörg Sigurðardóttir átti stórleik á móti Brasilíu og fékk farseðilinn á EM.vísir/antonKennir manni svo margt Fleiri nýliðar eru í hópnum eins og Agla María Albertsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir. Reynsluboltarnir fara vel með þessar nýju. „Það er farið mjög vel með okkur. Stelpurnar eru allar mjög almennilegar og taka vel á móti okkur. Það er ekkert vesen með það,“ segir Ingibjörg. „Þetta dæmi er allt annað en ég bjóst við. Hér eru bara atvinnumenn í kringum mann. Maður lærir svo margt nýtt, alltaf eitthvað á hverjum degi.“ Ingibjörg segist njóta þess að æfa með atvinnumönnum eins og Söru Björk, Dagnýju og Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem veita henni mikinn innblástur. „Þetta kennir manni svo ótrúlega margt. Maður sér strax hvað maður getur bætt í sínum leik og hvernig maður æfir með því að horfa á þessa atvinnumenn æfa. Maður vissi ekkert hvernig þær hafa verið að gera þetta því ég er bara heima á Íslandi í mínum þægindaramma. Það er bara geggjað að sjá þetta og upplifa,“ segir hún en hvetur þetta miðvörðinn til frekari dáða? „Alveg klárlega. Um leið og maður mætti fyrst í hópinn fór maður strax að hugsa um hvað maður þarf að gera betur. Ég verð að gera allar æfingar á fullu og svo tek ég þetta með mér heim á æfingar með Breiðabliki og er ákveðnari þar á æfingum.“Ingibjörg á landsliðsæfingu um helgina með samherja sínum í Breiðabliki, Fanndísi Friðriksdóttur.vísir/tomNýliðarnir saman í herbergi Ingibjörg byrjaði síðustu tvo leiki íslenska liðsins í fjarveru Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur en hún er nú komin aftur. Vonast Ingibjörg eftir byrjunarliðssæti á móti Frakklandi? „Maður vill alltaf spila en Anna Björk er frábær leikmaður. Það er mikil samkeppni um þessar stöður því Arna Sif er þarna líka og hún hefur verið að koma mjög sterk inn. Ég legg mig alla fram á æfingum en síðan verð ég bara að vona það besta og vonast eftir fleiri mínútum og einhverjum tækifærum,“ segir hún. Ingibjörg var sett í herbergi með öðrum nýliða, Öglu Maríu Albertsdóttur, en þær þekkjast frá því á árum áður. Þær ólust báðar upp í Breiðabliki áður en Agla María fór í Val og svo Stjörnuna en hjá Blikum urðu þær saman Íslandsmeistarar í 2. flokki. „Hún er Bliki, það má ekki gleymast. Við Agla María náum vel saman og það er fínt að hafa hana sem herbergisfélaga. Það er langt síðan við vorum samherjar síðast þannig það er gaman að vera með henni núna,“ segir Ingibjörg og viðurkennir að lætin séu ekki mikil úr þeirra herbergi.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30 Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30 Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Lagði mikið á sig til að ná EM Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst. 17. júlí 2017 08:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks, er einn af EM-nýliðunum í íslenska hópnum í Hollandi en hún tryggði sér farseðilinn á Evrópumótið með frábærri frammistöðu í síðustu tveimur vináttuleikjum Íslands fyrir mótið sem voru gegn Írlandi og Brasilíu. Ingibjörg fékk mikið lof fyrir frammistöðuna á móti Brasilíu, síðast á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær þar sem samherji hennar í Blikaliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, hrósaði henni í hástert. Ingibjörg, sem er fædd árið 1997, er svona enn að ná áttum eftir að vera komin á stórmót í fyrsta sinn en spili hún á móti Frakklandi á morgun verður það aðeins hennar þriðji landsleikur. „Það er rosalega gaman að vera komin hingað og mjög spennandi,“ segir Ingibjörg við Vísi á hóteli stelpnanna í gær þangað sem íslensku fjölmiðlarnir fengu að kíkja í heimsókn.Ingibjörg Sigurðardóttir átti stórleik á móti Brasilíu og fékk farseðilinn á EM.vísir/antonKennir manni svo margt Fleiri nýliðar eru í hópnum eins og Agla María Albertsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir. Reynsluboltarnir fara vel með þessar nýju. „Það er farið mjög vel með okkur. Stelpurnar eru allar mjög almennilegar og taka vel á móti okkur. Það er ekkert vesen með það,“ segir Ingibjörg. „Þetta dæmi er allt annað en ég bjóst við. Hér eru bara atvinnumenn í kringum mann. Maður lærir svo margt nýtt, alltaf eitthvað á hverjum degi.“ Ingibjörg segist njóta þess að æfa með atvinnumönnum eins og Söru Björk, Dagnýju og Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem veita henni mikinn innblástur. „Þetta kennir manni svo ótrúlega margt. Maður sér strax hvað maður getur bætt í sínum leik og hvernig maður æfir með því að horfa á þessa atvinnumenn æfa. Maður vissi ekkert hvernig þær hafa verið að gera þetta því ég er bara heima á Íslandi í mínum þægindaramma. Það er bara geggjað að sjá þetta og upplifa,“ segir hún en hvetur þetta miðvörðinn til frekari dáða? „Alveg klárlega. Um leið og maður mætti fyrst í hópinn fór maður strax að hugsa um hvað maður þarf að gera betur. Ég verð að gera allar æfingar á fullu og svo tek ég þetta með mér heim á æfingar með Breiðabliki og er ákveðnari þar á æfingum.“Ingibjörg á landsliðsæfingu um helgina með samherja sínum í Breiðabliki, Fanndísi Friðriksdóttur.vísir/tomNýliðarnir saman í herbergi Ingibjörg byrjaði síðustu tvo leiki íslenska liðsins í fjarveru Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur en hún er nú komin aftur. Vonast Ingibjörg eftir byrjunarliðssæti á móti Frakklandi? „Maður vill alltaf spila en Anna Björk er frábær leikmaður. Það er mikil samkeppni um þessar stöður því Arna Sif er þarna líka og hún hefur verið að koma mjög sterk inn. Ég legg mig alla fram á æfingum en síðan verð ég bara að vona það besta og vonast eftir fleiri mínútum og einhverjum tækifærum,“ segir hún. Ingibjörg var sett í herbergi með öðrum nýliða, Öglu Maríu Albertsdóttur, en þær þekkjast frá því á árum áður. Þær ólust báðar upp í Breiðabliki áður en Agla María fór í Val og svo Stjörnuna en hjá Blikum urðu þær saman Íslandsmeistarar í 2. flokki. „Hún er Bliki, það má ekki gleymast. Við Agla María náum vel saman og það er fínt að hafa hana sem herbergisfélaga. Það er langt síðan við vorum samherjar síðast þannig það er gaman að vera með henni núna,“ segir Ingibjörg og viðurkennir að lætin séu ekki mikil úr þeirra herbergi.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30 Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30 Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Lagði mikið á sig til að ná EM Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst. 17. júlí 2017 08:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00
Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30
Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30
Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30
Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45
Lagði mikið á sig til að ná EM Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst. 17. júlí 2017 08:00