Flateyjargátan í uppnámi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Hilmar Sigurðsson, forstjóri Saga Film. vísir/Ernir Framleiðslu þáttaraðarinnar Flateyjargátan, er byggjast á samnefndri bók Viktors Arnars Ingólfssonar, hefur verið slegið á frest þar sem ekki fékkst úthlutun úr Kvikmyndasjóði. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Saga Film, segir að upphaflega hafi verið sótt um úthlutun á síðasta ári, því hafi verið hafnað sökum peningaleysis. „Þá erum við hvött til að sækja um aftur sem við gerðum í nóvember. Svarið við því kemur síðan 17. mars. Þá er styrkveitingu hafnað en okkur boðið viðyrði fyrir því að fá styrk á næsta ári,“ segir Hilmar en verkefnið er samframleiðsla Saga Film og Reykjavík Films. Vegna skuldbindinga við erlenda aðila, meðal annars norrænar ríkisstöðvar, sem og væntanlegt starfsfólk, um að tekið yrði upp í haust sendu framleiðendur Kvikmyndamiðstöð beiðni um að fá að taka upp í ár en að fá styrkinn ekki fyrr en á næsta ári. „Síðan fáum við svar frá Kvikmyndamiðstöð um að samkvæmt vinnureglum sjóðsins geti miðstöðin ekki gert við okkur samning. Samningur þarf að liggja fyrir áður en er farið í tökur svo við getum síðan fengið fjármagnið. Kvikmyndamiðstöðin byggir það á því að sjóðurinn geti ekki gert við okkur samning sem falli til á núverandi fjárhagsári vegna bókhaldsreglna um að þeir þurfi að bókfæra hann á þessu ári,“ segir Hilmar.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. vísir/Anton brinkEftir að hafa fengið lögfræðiálit, sem Hilmar segir hafa verið á öndverðum meiði við útskýringar Kvikmyndamiðstöðvar, leituðu framleiðendur til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Fól ráðherra loks Kvikmyndamiðstöð að gera téðan samning við framleiðendur. „Vandamálið er það að þetta kemur of seint. Við vorum búin að fresta verkefninu,“ segir Hilmar og bætir því við að ekki hafi gengið að koma verkefninu af stað aftur þar sem það fólk sem átti að koma að því hefði ráðið sig annað. Hilmar segir forgangsröðun Kvikmyndamiðstöðvar skrítna. „Þetta verkefni er búið að vera lengi í þróun og hefur fengið ótrúlegar umsagnir. Þegar við sækjum um á eftir að útdeila svokölluðum seinni styrkjum. Það voru allavega meiri fjárhæðir í sjóðnum en við vorum að fara fram á.“ „Þegar maður lítur yfir rökin þá finnst mér þetta mjög undarleg ákvörðun. Sérstaklega þar sem við uppfyllum öll skilyrði Kvikmyndamiðstöðvar. Við erum með fullskrifuð handrit, mjög góða aðra fjármögnun þar sem búið er að selja þetta víða og svo hefur þetta fengið mjög góðar umsagnir frá ráðgjöfum Kvikmyndamiðstöðvar og þeir mælt með styrkveitingu,“ segir Hilmar og bætir því við að nú séu framleiðendur í viðræðum við erlenda samstarfsaðila um framhaldið. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, segir að ráðuneytið setji reglurnar. „Ég held að Hilmar viti ósköp vel að þær voru settar fyrir nokkrum árum síðan og okkur var gert að fara eftir þeim. Varðandi forgangsröðun segir Laufey aldrei hægt að veita fleiri styrki en fjármagn er til fyrir. „Því miður eru alltaf þó nokkur verkefni sem fá jákvæðar umsagnir og eru vel fjármögnuð en komast ekki að. Fjármagnið er alltaf takmarkandi þáttur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Framleiðslu þáttaraðarinnar Flateyjargátan, er byggjast á samnefndri bók Viktors Arnars Ingólfssonar, hefur verið slegið á frest þar sem ekki fékkst úthlutun úr Kvikmyndasjóði. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Saga Film, segir að upphaflega hafi verið sótt um úthlutun á síðasta ári, því hafi verið hafnað sökum peningaleysis. „Þá erum við hvött til að sækja um aftur sem við gerðum í nóvember. Svarið við því kemur síðan 17. mars. Þá er styrkveitingu hafnað en okkur boðið viðyrði fyrir því að fá styrk á næsta ári,“ segir Hilmar en verkefnið er samframleiðsla Saga Film og Reykjavík Films. Vegna skuldbindinga við erlenda aðila, meðal annars norrænar ríkisstöðvar, sem og væntanlegt starfsfólk, um að tekið yrði upp í haust sendu framleiðendur Kvikmyndamiðstöð beiðni um að fá að taka upp í ár en að fá styrkinn ekki fyrr en á næsta ári. „Síðan fáum við svar frá Kvikmyndamiðstöð um að samkvæmt vinnureglum sjóðsins geti miðstöðin ekki gert við okkur samning. Samningur þarf að liggja fyrir áður en er farið í tökur svo við getum síðan fengið fjármagnið. Kvikmyndamiðstöðin byggir það á því að sjóðurinn geti ekki gert við okkur samning sem falli til á núverandi fjárhagsári vegna bókhaldsreglna um að þeir þurfi að bókfæra hann á þessu ári,“ segir Hilmar.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. vísir/Anton brinkEftir að hafa fengið lögfræðiálit, sem Hilmar segir hafa verið á öndverðum meiði við útskýringar Kvikmyndamiðstöðvar, leituðu framleiðendur til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Fól ráðherra loks Kvikmyndamiðstöð að gera téðan samning við framleiðendur. „Vandamálið er það að þetta kemur of seint. Við vorum búin að fresta verkefninu,“ segir Hilmar og bætir því við að ekki hafi gengið að koma verkefninu af stað aftur þar sem það fólk sem átti að koma að því hefði ráðið sig annað. Hilmar segir forgangsröðun Kvikmyndamiðstöðvar skrítna. „Þetta verkefni er búið að vera lengi í þróun og hefur fengið ótrúlegar umsagnir. Þegar við sækjum um á eftir að útdeila svokölluðum seinni styrkjum. Það voru allavega meiri fjárhæðir í sjóðnum en við vorum að fara fram á.“ „Þegar maður lítur yfir rökin þá finnst mér þetta mjög undarleg ákvörðun. Sérstaklega þar sem við uppfyllum öll skilyrði Kvikmyndamiðstöðvar. Við erum með fullskrifuð handrit, mjög góða aðra fjármögnun þar sem búið er að selja þetta víða og svo hefur þetta fengið mjög góðar umsagnir frá ráðgjöfum Kvikmyndamiðstöðvar og þeir mælt með styrkveitingu,“ segir Hilmar og bætir því við að nú séu framleiðendur í viðræðum við erlenda samstarfsaðila um framhaldið. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, segir að ráðuneytið setji reglurnar. „Ég held að Hilmar viti ósköp vel að þær voru settar fyrir nokkrum árum síðan og okkur var gert að fara eftir þeim. Varðandi forgangsröðun segir Laufey aldrei hægt að veita fleiri styrki en fjármagn er til fyrir. „Því miður eru alltaf þó nokkur verkefni sem fá jákvæðar umsagnir og eru vel fjármögnuð en komast ekki að. Fjármagnið er alltaf takmarkandi þáttur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira