Íslenski boltinn

Breiðablik og Fylkir með 1-0 heimasigra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmark Blika.
Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmark Blika. vísir/eyþór
Pepsi-deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum.

Sandra Stephany Mayor Gutierrez tryggði Þór/KA sigur á Val fyrir norðan.

Íslandsmeistarar Stjörnunnar rúlluðu yfir nýliða Hauka á Ásvöllum, 1-5.

Bikarmeistarar Breiðabliks unnu 1-0 sigur á FH á Kópavogsvelli. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks.

Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks, fékk tvö gul spjöld með sex mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik og þar með rautt. En Blikar héldu út og hirtu stigin þrjú.

Fylkir, sem var spáð falli, vann Grindavík með einu marki gegn engu. Það var hin efnilega Jasmín Erla Ingadóttir sem skoraði eina markið á 37. mínútu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá fótbolta.net.

Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni.vísir/eyþór
FH spilar í Pepsi-deildinni annað árið í röð.vísir/eyþór
Hildur Antonsdóttir með boltann.vísir/eyþór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×