Svala kemur fram þriðjudaginn 9. maí á fyrra undanúrslitakvöldinu og leggur hópurinn af stað út þann 30. apríl.
Í dag mætir Svala í verslun Vodafone í Kringlunni og situr fyrir svörum „live“ á Facebook. Eftir það tekur hún lagið ásamt hljómsveit, áritar plaköt og gefur kost á myndatöku með gestum fyrir framan verslun Vodafone.
Hægt er að fylgja með beinu útsendingunni hér fyrir neðan.
17:00 Svala situr fyrir svörum „live“ á Facebook í verslun Vodafone
18:00 Svala tekur lagið í Kringlunni
18:15 Svala áritar plaköt fyrir framan verslun Vodafone og í boði verður að smella mynd af sér með henni