Ný kynslóð tónlistarmanna til Íslands Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. apríl 2017 11:00 Stefflon Don hefur vakið athygli innan grime senunnar og víðar, sérstaklega fyrir að blanda saman breskum og hollenskum áhrifum. Ný kynslóð tónlistarfólks hefur síðustu ár verið að ryðja sér til rúms með framsækinni blöndu af þeim stefnum sem hafa verið vinsælastar síðustu árin og eru þar hiphop, raftónlist og r&b ákveðnir toppar sem skaga upp úr hafsjó áhrifavalda. Á Íslandi er þessi tónlist á leiðinni í sömu átt og tónlistin úti í hinum stóra heimi enda hefur aðgengi aukist gríðar hratt á síðustu árum, auðvitað í fyrsta lagi með nýjungum eins og streymiþjónustu fyrir tónlist og einnig með vaxandi tónlistarlífi hér á landi í tengslum við stórar og flottar hátíðir sem eru haldnar hér á landi. Iceland Airwaves hefur verið leiðandi í þessum geira nú í næstum tuttugu ár og virðist hátíðin ætla að halda sessi sínum. Hátíðin í ár verður nokkuð bitastæð og þar munu til að mynda koma fram ungir listamenn sem holdgera þennan blandaða heim nútímatónlistar.Mura Masa Í gær var tilkynnt að Mura Masa myndi spila á Airwaves en þessi 21 árs gamli drengur frá eyjunni Guernsey í Bretlandi var ekki lengi að koma sér inn á radar helstu tónlistarspekinga heimsins eftir að hann gaf út EP plötuna Someday Somewhere árið 2015. Í fyrra sendi hann svo frá sér lagið Love$ick með rapparanum ASAP Rocky en það er líklega þekktasta lag Mura Masa – lagið náði fyrsta sætinu á Spotifty Viral listanum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann samdi einnig lag á plötu grime rapparans Stormzy en platan, Gang Signs & Prayer, varð sú vinsælasta í Bretlandi þegar hún kom út í mars. Tónlistarspekingar á Íslandi eru ekki lítið sáttir við komu Mura Masa á Airwaves, en þess má geta að hann á enn eftir að gefa út sína fyrstu plötu í fullri lengd, en hennar er von í sumar.Stefflon Don Stefflon Don er fædd í Bretlandi, Birmingham nánar tiltekið, en ung að aldri flutti hún til Rotterdam í Hollandi. Á unglingsárunum flutti hún svo til London þar sem hún hefur búið síðan. Stefflon Don er fyrst og fremst rappari – en áhrifin koma víða frá: Grime, r&b, hiphop og bubbling – eins konar hollensk útgáfa af dancehall tónlistarstefnunni frá Jamaíku, en Stefflon á einmitt ættir að rekja til Jamaíku. Hún er jafnvíg á söng og rapp, en á þessum síðustu tímum er það auðvitað mikill kostur, og Drake er einn þeirra sem hafa nánast gert það að skyldu. Stefflon hefur gert lög með mörgum af frægustu grime röppurum Bretlands eins og Section Boyz, Giggs og Krept & Konan en hefur síðan líka verið með ameríska r&b söngvaranum Jeremih í laginu London.Ama Lou Ama Lou er einungis 18 ára og það má segja að ferill hennar hafi byrjað fyrir svona fimm mínútum. Þessi söngvari og lagahöfundur hefur samt vakið athygli fyrir minímalíska popptónlist á stórum tónlistarsíðum sem fjalla um indí, eins og The Fader, Pigeons and planes og I-D. Ama Lou er afar pólitísk þrátt fyrir ungan aldur og hefur látið málefni hreyfingarinnar Black Lives Matter og aktívisma sig varða. Hún gerði til að mynda lagið TBC þar sem hún vísar meðal annars í atvikið þar sem lögreglan kyrkti Eric Garner með því að endurtaka síðustu orð hans – I can’t breath. Ama Lou er spennandi listamaður á uppleið og verður ákaflega áhugavert að sjá hvað hún reiðir fram handa okkur í nóvember. Airwaves Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ný kynslóð tónlistarfólks hefur síðustu ár verið að ryðja sér til rúms með framsækinni blöndu af þeim stefnum sem hafa verið vinsælastar síðustu árin og eru þar hiphop, raftónlist og r&b ákveðnir toppar sem skaga upp úr hafsjó áhrifavalda. Á Íslandi er þessi tónlist á leiðinni í sömu átt og tónlistin úti í hinum stóra heimi enda hefur aðgengi aukist gríðar hratt á síðustu árum, auðvitað í fyrsta lagi með nýjungum eins og streymiþjónustu fyrir tónlist og einnig með vaxandi tónlistarlífi hér á landi í tengslum við stórar og flottar hátíðir sem eru haldnar hér á landi. Iceland Airwaves hefur verið leiðandi í þessum geira nú í næstum tuttugu ár og virðist hátíðin ætla að halda sessi sínum. Hátíðin í ár verður nokkuð bitastæð og þar munu til að mynda koma fram ungir listamenn sem holdgera þennan blandaða heim nútímatónlistar.Mura Masa Í gær var tilkynnt að Mura Masa myndi spila á Airwaves en þessi 21 árs gamli drengur frá eyjunni Guernsey í Bretlandi var ekki lengi að koma sér inn á radar helstu tónlistarspekinga heimsins eftir að hann gaf út EP plötuna Someday Somewhere árið 2015. Í fyrra sendi hann svo frá sér lagið Love$ick með rapparanum ASAP Rocky en það er líklega þekktasta lag Mura Masa – lagið náði fyrsta sætinu á Spotifty Viral listanum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann samdi einnig lag á plötu grime rapparans Stormzy en platan, Gang Signs & Prayer, varð sú vinsælasta í Bretlandi þegar hún kom út í mars. Tónlistarspekingar á Íslandi eru ekki lítið sáttir við komu Mura Masa á Airwaves, en þess má geta að hann á enn eftir að gefa út sína fyrstu plötu í fullri lengd, en hennar er von í sumar.Stefflon Don Stefflon Don er fædd í Bretlandi, Birmingham nánar tiltekið, en ung að aldri flutti hún til Rotterdam í Hollandi. Á unglingsárunum flutti hún svo til London þar sem hún hefur búið síðan. Stefflon Don er fyrst og fremst rappari – en áhrifin koma víða frá: Grime, r&b, hiphop og bubbling – eins konar hollensk útgáfa af dancehall tónlistarstefnunni frá Jamaíku, en Stefflon á einmitt ættir að rekja til Jamaíku. Hún er jafnvíg á söng og rapp, en á þessum síðustu tímum er það auðvitað mikill kostur, og Drake er einn þeirra sem hafa nánast gert það að skyldu. Stefflon hefur gert lög með mörgum af frægustu grime röppurum Bretlands eins og Section Boyz, Giggs og Krept & Konan en hefur síðan líka verið með ameríska r&b söngvaranum Jeremih í laginu London.Ama Lou Ama Lou er einungis 18 ára og það má segja að ferill hennar hafi byrjað fyrir svona fimm mínútum. Þessi söngvari og lagahöfundur hefur samt vakið athygli fyrir minímalíska popptónlist á stórum tónlistarsíðum sem fjalla um indí, eins og The Fader, Pigeons and planes og I-D. Ama Lou er afar pólitísk þrátt fyrir ungan aldur og hefur látið málefni hreyfingarinnar Black Lives Matter og aktívisma sig varða. Hún gerði til að mynda lagið TBC þar sem hún vísar meðal annars í atvikið þar sem lögreglan kyrkti Eric Garner með því að endurtaka síðustu orð hans – I can’t breath. Ama Lou er spennandi listamaður á uppleið og verður ákaflega áhugavert að sjá hvað hún reiðir fram handa okkur í nóvember.
Airwaves Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira