Valitor vill nýtt mat á tjóni Wikileaks Haraldur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Valitor vill fá nýtt undirmat á tjóni Datacell og Sunshine Press Productions. vísir/stefán Lögmaður Valitor í skaðabótamáli Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn greiðslukortafyrirtækinu ætlar að fara fram á nýtt mat á tjóni fyrirtækjanna tveggja vegna lokunar á greiðslugátt til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á tæpa 3,2 milljarða króna í maí í fyrra en niðurstaða yfirmatsmanna, sem Valitor óskaði eftir í kjölfar undirmatsins, hefur legið fyrir síðan um miðjan mars en ekki verið lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. „Ég er búinn að leggja fram beiðni um dómkvaðningu tveggja nýrra matsmanna. Það yrði nýtt undirmat og sjálfstætt og hefði ekkert með fyrri möt að gera. Ég fór fram á yfirmatið en er með þessu að afla frekari sönnunargagna til að svara spurningum sem ég tel að sé enn ósvarað,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor í skaðabótamálinu. Hæstiréttur staðfesti í apríl 2013 heimildarskort Valitor til riftunar á söluaðilasamningi við Datacell sem tryggði félaginu greiðslugátt fyrir íslenska einkahlutafélagið SPP, rekstrarfélag Wikileaks. Gáttin var lokuð frá 8. júlí 2011 til 19. maí 2013 og lögðu fyrirtækin tvö upphaflega fram átta milljarða króna skaðabótakröfu. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, segir hana nú standa í um sex milljörðum með dráttarvöxtum og kostnaði í kjölfar niðurstöðu undirmatsmannanna.Sigurður G. Guðjónsson„Lögmaður Valitor þráast enn við að leggja fram yfirmatið en hefur aftur á móti farið fram á nýtt mat sem tekur að mestu leyti á sömu atriðum og yfirmatið gerði. Hann virðist líta svo á að með því að sleppa því að leggja fram yfirmatið geti hann lagt sömu spurningar fram við nýja undirmatsmenn. Það gengur ekki upp en ástæðan er auðvitað sú að niðurstaða yfirmatsmannanna hefur ekki verið Valitor hagstæð,“ segir Sveinn Andri í samtali við Markaðinn. „Ég beindi hins vegar áskorun til Valitor í mars um að yfirmatið yrði lagt fram en lögmaður fyrirtækisins hefur haft það síðan um miðjan þann mánuð. Það var bókað eftir honum í fyrirtöku fyrir dómi þann 20. mars að hann væri ósáttur við niðurstöðu yfirmatsins og að yfirmatsmennirnir hefðu ekki svarað tilteknum spurningum. En það er auðvitað ekki þannig að menn geti endalaust fengið nýtt mat þangað til þeir eru ánægðir með niðurstöðuna. Þetta er því í mínum huga vandræðagangur en við bíðum rólegir.“Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPPVísir/ernirKrafa Valitor um dómkvaðningu nýju matsmannanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. maí næstkomandi. Sigurður bendir á að þrátt fyrir að yfirmatsnefnd hafi komist að niðurstöðu í málinu sé það ákvörðun Valitor um það hvort og þá hvenær hún verður lögð fyrir dóminn. „Það er bara eitt af þessum sönnunargögnum og ég ákveð hvort það verður lagt fram en það hefur ekki verið gert hingað til.“ Datacell er íslenskt einkahlutafélag, stofnað árið 2009 af þeim Ólafi Vigni Sigurvinssyni og Andreasi Fink. Samkvæmt ársreikningi SPP fyrir árið 2015 eru 84 prósent félagsins í eigu Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og tvö prósent í eigu Kristins Hrafnssonar, talsmanns síðunnar. Markaðir Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Lögmaður Valitor í skaðabótamáli Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn greiðslukortafyrirtækinu ætlar að fara fram á nýtt mat á tjóni fyrirtækjanna tveggja vegna lokunar á greiðslugátt til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á tæpa 3,2 milljarða króna í maí í fyrra en niðurstaða yfirmatsmanna, sem Valitor óskaði eftir í kjölfar undirmatsins, hefur legið fyrir síðan um miðjan mars en ekki verið lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. „Ég er búinn að leggja fram beiðni um dómkvaðningu tveggja nýrra matsmanna. Það yrði nýtt undirmat og sjálfstætt og hefði ekkert með fyrri möt að gera. Ég fór fram á yfirmatið en er með þessu að afla frekari sönnunargagna til að svara spurningum sem ég tel að sé enn ósvarað,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor í skaðabótamálinu. Hæstiréttur staðfesti í apríl 2013 heimildarskort Valitor til riftunar á söluaðilasamningi við Datacell sem tryggði félaginu greiðslugátt fyrir íslenska einkahlutafélagið SPP, rekstrarfélag Wikileaks. Gáttin var lokuð frá 8. júlí 2011 til 19. maí 2013 og lögðu fyrirtækin tvö upphaflega fram átta milljarða króna skaðabótakröfu. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, segir hana nú standa í um sex milljörðum með dráttarvöxtum og kostnaði í kjölfar niðurstöðu undirmatsmannanna.Sigurður G. Guðjónsson„Lögmaður Valitor þráast enn við að leggja fram yfirmatið en hefur aftur á móti farið fram á nýtt mat sem tekur að mestu leyti á sömu atriðum og yfirmatið gerði. Hann virðist líta svo á að með því að sleppa því að leggja fram yfirmatið geti hann lagt sömu spurningar fram við nýja undirmatsmenn. Það gengur ekki upp en ástæðan er auðvitað sú að niðurstaða yfirmatsmannanna hefur ekki verið Valitor hagstæð,“ segir Sveinn Andri í samtali við Markaðinn. „Ég beindi hins vegar áskorun til Valitor í mars um að yfirmatið yrði lagt fram en lögmaður fyrirtækisins hefur haft það síðan um miðjan þann mánuð. Það var bókað eftir honum í fyrirtöku fyrir dómi þann 20. mars að hann væri ósáttur við niðurstöðu yfirmatsins og að yfirmatsmennirnir hefðu ekki svarað tilteknum spurningum. En það er auðvitað ekki þannig að menn geti endalaust fengið nýtt mat þangað til þeir eru ánægðir með niðurstöðuna. Þetta er því í mínum huga vandræðagangur en við bíðum rólegir.“Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPPVísir/ernirKrafa Valitor um dómkvaðningu nýju matsmannanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. maí næstkomandi. Sigurður bendir á að þrátt fyrir að yfirmatsnefnd hafi komist að niðurstöðu í málinu sé það ákvörðun Valitor um það hvort og þá hvenær hún verður lögð fyrir dóminn. „Það er bara eitt af þessum sönnunargögnum og ég ákveð hvort það verður lagt fram en það hefur ekki verið gert hingað til.“ Datacell er íslenskt einkahlutafélag, stofnað árið 2009 af þeim Ólafi Vigni Sigurvinssyni og Andreasi Fink. Samkvæmt ársreikningi SPP fyrir árið 2015 eru 84 prósent félagsins í eigu Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og tvö prósent í eigu Kristins Hrafnssonar, talsmanns síðunnar.
Markaðir Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira